Íslenska leiðin - 01.11.2020, Side 11

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Side 11
11 Vangaveltur ungs stjórnmálafræðings: hógværð, hlutlægni og nákvæmni Pétur Gunnarsson, stjórnmálafræðingur „Eins og stjórnmálafræðingar myn- du kannski að orði komast þá lítur út fyrir að þingkosningar í Bretlandi fari á þann veg að Íhaldsflokkurinn vinni með nokkuð öruggum meirihluta. Þó má einnig vera að Verkalýðsflokkurinn sigri,“ mælti kíminn ungur stjórnmála- fræðinemi í tíufréttum RÚV hinn 7. maí 2015, smjörgreiddur, með gáfuman- nagleraugu í fræðimannabótajakka1 og rúllukragapeysu.2 Tilefni ummælanna voru þingkosnin- gar í Bretlandi árið 2015, fyrir hart næ- rum fimm árum síðan.3 Kosningavaka var haldin í Stúdentakjallara Háskóla Íslands og neminn hafði fengið sér eitt eða tvö ölglös áður en hann var dreginn í viðtal og spurður álits um úrslit kosninga. Neminn ungi brosti í kampinn og flissaði með sjálfum sér. En hvað fannst honum svona fyndið? Ungi tilgerðarlegi stjórnmálafræði- neminn, já þið gátuð rétt til það var 1 Svipaður jakki og breskir hástéttaprófessorar klæðast með bætur á olbogum. 2 Minnir mig allavega – ég er ekki áreiðanleg frumheimild. 3 Íhaldsflokkur David Cameron sigraði kosningarnar naumlega og fékk 12 sæta meirihluta – kom það spámönnum þess tíma í opna skjöldu. 4 Hér bæti ég við einni neðanmálsgrein ef það má, því ég var sjálfur alltaf svo þakklátur þegar höfundar bættu við löngum neðanmálsgreinum. Þá leið mér eins og ég væri að lesa lengri texta en ella. ég, horfðist í augu við nokkuð óvissa framtíð. Hann, líkt og margir aðrir, hafði oft velt fyrir mér hvað stjórn- málafræðingar gerðu eiginlega? Í flestum fjölskylduboðum var hann spurður hvort hann ætlaði að gerast stjórnmálamaður; því fór fjarri. Ég tók fljótt betur eftir því að stjórn- málafræðingar voru iðulega álitsgjafar fjölmiðla um stjórnmál, eðli málsins samkvæmt. Ég hló að því með sjál- fum mér að vera kominn í þá stöðu og áttaði mig á því hversu erfitt sé að segja til um úrslit kosninga, sér- staklega á tíma þar sem sérfræðingar og skoðanakannanir áttu undir högg að sækja. Ég var þá þegar farinn að velta fyrir mér skeikulleika spádóma sérfræðinga og tilgangi stjórnmála- fræðinnar. Síðan hefur þessi ungi nemi lokið gráðu sinni við Háskóla Íslands, fa- rið í skiptinám í KU Leuven og su- marnám við Columbia University og lokið meistaragráðu frá London School of Economics (LSE) í Evrópu- og alþjóðastjórnmálum; unnið sem viðskiptablaðamaður, hjá utanríkis- ráðuneyti Íslands, í utanríkisþjónustu Bretlands og verið þess heiðurs aðn- jótandi að kenna Evrópusamruna við Háskóla Íslands. Ég er þakklátur fyrir öll mín forréttindi, sem ég gerði ek- kert sérstakt til að eiga skilið nema að fæðast.4 Þið hræðist kannski að greinin snúist bara um mig og mitt meinta ágæti. Þar hafið þið því miður eiginlega rétt fyrir ykkur. Þó vil ég gjarnan deila með ykkur nokkrum molum, heilræðum og ráðum sem ég hef lært á þessum fimm - tiltölulega stuttu - árum sem liðin eru frá því að ég var sjálfum- glaður stjórnmálafræðinemi. Þetta eru hlutir sem hafa nýst mér vel hingað til og vonast til þess að gæti nýst ykkur, bæði á meðan og eftir að þið ljúkið við stjórnmálafræðinámið.

x

Íslenska leiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.