Íslenska leiðin - 01.11.2020, Page 17

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Page 17
17 Örn er fæddur árið 1959 og því nýlega orðinn sextugur. Hann byrjaði ungur að pæla í gríni en hann minnist þess að hafa byrjað að semja grín þegar hann var tólf ára og skrifaði brandarabækur á ritvél heima hjá sér. Örn segir að eftir á að hyggja hafi verið greinilegt að leið hans hafi átt að liggja inn á vettvang grínsins þó svo að grínefni hafi verið lítið og fáar fyrirmyndir sýnilegar þegar hann var ungur. Grínferill Arnar hófst síðan fyrir alvöru árið 1984 þegar Örn og samstarfsfélagi hans úr Þjóðleikhú- sinu, Sigurður Sigurjónsson bjuggu til útvarpsþáttinn „Þetta er þátturinn“ fy- rir Ríkisútvarpið. Í kjölfarið bauðst þeim að taka þátt í fleiri verkefnum sem síðan leiddi til þess að ákveðið var að búa til vikulegan grínþátt sem sýndur yrði í sjónvarpinu. Þátturinn hlaut nafnið Spaugstofan og var sýndur á skjám landsmanna á laugardagskvöldum á árunum 1989 til 2014 eða í 25 ár. Örn var meðlimur Spaugstofunnar allan þann tíma en aðrir Spaugstofumeðlimir voru þeir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þor- láksson og Sigurður Si- gurjónsson. Í þáttunum var aðallega gert grín að því sem gerðist í samtí- manum og þeim dæ- gurmálum sem dúkkuðu upp. „Þetta snerist eins og menn segja um að vera „current“ eða að vera með puttann á púlsinum“ se- gir Örn. Þar sem þættirnir voru sýndir vikulega voru þeir unnir mjög hratt og nánast öll vikan undirlögð fyrir hug- myndavinnu, skrif, tökur og klippingu. Örn segir að hraðinn á vinnslunni hafi bæði falið í sér kosti og galla. „Kostir- nir eru náttúrulega að þú ert með þátt sem er púlstækur, þetta gerðist bara í gær eins og það heitir en gallarnir eru kannski þeir að þú hefur ekki mikinn tíma til þess að fínvinna hlutina, þæt- tirnir liðu kannski stundum fyrir það að vera tæknilega vanbúnir.“ Örn segir að gríni Spaugstofunnar megi að mestu leyti skipta í tvo flokka. Annars vegar svokallað heilsársgrín þar sem er gert grín að daglegu lífi fólks og hins vegar pólitískt grín sem snýst um að gera grín að því sem ge- rist á vettvangi stjórnmálanna. Uppha- flega var mun meira um heilsársgrín í Spaugstofunni en með tímanum varð pólitíska grínið meira áberandi. „Við leiddumst alltaf meira og meira út í það að það sem hafði svo mikil áhrif á samfélagið okkar var náttúrulega pólitík og margvitrir stjórnmálamenn, misvitrir sumir, höfðu svona áhrif. Þan- nig að þetta leiddist út í það að verða svona dægurrevía og kannski var pólitíkin full fyrirferðarmikil á köflum en það er kannski bara eðli svona þáttar að vera svona hálfgerð mini-stjórna- randstaða“ segir Örn. Honum finnst of lítið um pólitískt grín á Íslandi í dag og segir að hann hefði viljað að Spaug- stofan hefði eignast arftaka sem hefði haldið áfram á þeirri braut. Eins og gefur að skilja getur margs konar umfjöllun um stjórnmálamenn haft áhrif á pólitískan feril þeirra og er grín þar engin undantekning. Örn te- lur þó að Spaugstofan hafi ekki haft bein áhrif á stjórnmál á Íslandi þó að grínið hafi oft verið beinskeytt. Hann útilokar hins vegar ekki að með gríni sínu hafi Spaugstofunni tekist að se- gja hluti sem aðrir áttu erfiðara með. Örn telur að sá eiginleiki gríns að se- gja hluti sem aðrir eiga erfiðara með sé nánast horfinn í dag þar sem fólk á sífellt auðveldara með að nýta sér nafnleynd til að koma skilaboðum á framfæri. „Nú geturðu farið á netið og í skjóli nafnleyndar geturðu hrau- nað svoleiðis yfir mann og annan og það er beinlínis ósmekklegt, því miður. Menn gátu ekki vegið úr launsátri eins og í dag.“ Örn viðurkennir að Spaug- stofan hafi oft gengið langt í sínu gríni og reynt markvisst að ganga fram af fólki. Oft á tíðum tókst það hins vegar ekki og vöktu mörg atriði sem meðlimir Spaugstofunnar töldu vera á grensun- ni enga hneykslan meðal almennings. Örn telur að fólk sé yfirleitt hrifið af því að ekkert sé skafið af hlutunum og þar af leiðandi ánægt með það þegar grín er beinskeytt og hlífir fólki ekki. Þrátt fy- rir að grín Spaugstofunnar hafi átt að ögra og stuða fólk telur Örn að grínið hafi aldrei gengið of langt. „Það getur vel verið að við höfum einhverju sinni einstaka sinnum verið eins og menn kalla ósmekklegir en ég held að við höfum aldrei farið yfir strikið.“ Þá segist Örn heldur ekki hafa neina eftirsjá af því gríni sem hann hefur tekið þátt í. „Það væri nú illt að vera atvinnuleikari eða grínisti ef maður myndi sjá eftir því sem maður gerir.“ Það getur reynst flókið verkefni að gera grín að ákvörðunum stjórnmála- manna þar sem þær eru oft gríðar- lega umdeildar og eins og aðrir geta grínistar haft margs konar skoðanir á hinum og þessum málefnum. Af þes- sum sökum getur það verið auðvelt fyrir grínista að koma sínum eigin skoðunum að og beita sér pólitískt í þágu ákveðinna málefna. Örn segir að það sé fín lína á milli þess að gera grín að stjórnmálum og því að koma sínum eigin skoðunum á framfæri í gríninu. Hann segir að í Spaugstofunni hafi meðlimir hennar reynt eins og þeir gátu að fara milliveginn í stað þess að koma sínum skoðunum að og bendir á að þeir séu fimm ólíkir einstaklingar með fimm ólíkar skoðanir. Til þess að koma í veg fy- rir að þeirra skoðanir yrðu allsráðandi í þáttunum reyndu þeir eftir fremsta megni að vera skipulagðir í sinni vinnu. „Við skrifuðum niður um- fjöllunarefnin og hvaða svona „take“ við ættum að taka á sketsinn, hver væri hans vinkill, hvar liggur grínið í þessu eða er yfirhöfuð hægt að gera grín að þessu eða er þetta bara skít- legt eðli?“ Þá kom það einnig fyrir að atburðir og ástand í þjóðfélaginu gat verið viðkvæmt meðal almennings og erfitt að líta á spaugilegu hliðarnar við fyrstu sýn. Þetta átti t.d. við um efna- hagshrunið 2008 en Örn segir að fyrst um sinn hafi meðlimum Spaugstofun- nar fundist ótrúlegt að þeim tækist að kokka upp eitthvað grín úr þeim aðs- tæðum. Það kom hins vegar á daginn að það var vel hægt og segir Örn að honum finnist þættirnir í kjölfar hrun- sins vera með betra gríni af því sem Spaugstofan gerði á sínum ferli. Annað krefjandi verkefni sem fólgið var í gerð þáttanna var að leika sjál- fa stjórnmálamennina en Örn sá um að leika fjölmarga stjórnmálamenn og „Við vorum kannski svona svolítið eins og ventill, ofþrýstingsventill. Ef fólki var ofboðið og kvartaði og kveinaði og kannski hafði þörf fyrir það að sjá „nú tuskum við hann aðeins til.“

x

Íslenska leiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.