Íslenska leiðin - 01.11.2020, Side 22

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Side 22
22 Hvað gerir þú til að slaka á? Ég vinn í garðinum, prjóna, fer í sund og held matarboð. Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni? The Walking Dead – klárlega. Te eða kaffi? Kaffi. Hver er uppáhalds kennslustofan þín? Oddi 201 – hæfilega stór og björt. Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig? Þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla og úr grunnskóla fékk ég verðlaun fyrir góðan árangur í dönsku – mér fannst það mjööög hallærislegt á sínum tíma en hef náð sáttum við það með tímanum. Agnar Freyr Helgason Hver er leiðinlegasti áfangi sem þú sast í stjórnmálafræðináminu? Mér hefur alltaf tekist að finna skemmtilega fleti í námskeiðunum sem ég hef setið í stjórnmálafræði. Algjörlega hreinskilið svar! Ef þú mættir búa til og kenna nýjan áfanga, um hvað væri hann? „Rannsóknir í hagrænni stjórnmálafræði “ sem væri framhaldsnámskeið af bæði hagrænni stjórnmálafræði og aðferðafræðinámskeiðunum sem ég hef kennt. Þar myndum við skoða nýlegar rannsóknaraðferðir og beitingu þeirra við rannsóknir á hagrænum kenningum um stjórnmálaviðhorf og- atferli, kosningahegðun, stjórnmálastofnanir og opinbera stefnu. Námskeiðið myndi vera sérstaklega hagnýtt fyrir nemendur sem hafa áhuga á opinberri stefnumótun, upplýsingamiðlun eða framhaldsnámi í stjórnmálafræði. Þú mátt velja einn kennara úr deildinni til að vera með á eyðieyju, hvern myndir þú velja og af hverju? Ólafur Þ. Harðarson. Vel lesinn og kann að segja skemmtilegar sögur, svo manni myndi í það minnsta ekki leiðast veran á eyjunni. Hvað gerir þú til að slaka á? Spila, fer í sund og horfi á Man United spila fótbolta. Hvert er þitt „guilty pleasure“ sjónvarpsefni? Akkúrat núna er það Love is blind, en ekki hafa það eftir mér. Te eða kaffi? Kaffi. Hver er uppáhalds kennslustofan þín? Oddi 301. Skemmtileg staðreynd sem fáir vita um þig? Ég er mögulega eini háskólakennarinn (í heiminum?) sem hefur grillað þúsund hamborgara á 90 mínútum.

x

Íslenska leiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.