Íslenska leiðin - 01.11.2020, Qupperneq 26

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Qupperneq 26
26 Óskar Örn Bragason Þátttaka innflytjenda í íslenskum stjórnmálum Á Íslandi búa um 55.000 innflytjendur en það er um 15,2% af heildarfjölda Íslendinga. Fjöldi innflytjenda hefur aukist mjög mikið á síðustu tveimur áratugum og hafa þeir aldrei verið fleiri en í dag. Samkvæmt skilgreiningu er innflytjandi ein- staklingur sem fæddur er erlendis og á foreldra sem einnig eru fæddir erlendis, svo og báðir afar hans og ömmur. Þrátt fyrir mikinn fjölda innflytjenda í samfélaginu eru fá dæmi um innflytjendur sem taka þátt í íslenskum stjórnmálum. Alls hafa fjórir innflytjendur tekið sæti á Alþingi en allir sátu þeir í stuttan tíma. Samanlögð þingseta þeirra er styttri en eitt kjörtímabil eins þingmanns. Sömuleiðis hafa fjórir inn- flytjendur tekið sæti í borgarstjórn Reykjavíkur og af þeim eru tveir núverandi borgarfulltrúar. Í þessari grein heyrum við reynslusögur og hugsjónir þeirra þriggja innflytjenda sem hafa verið kjörnir á Alþing og í borgarstjórn Reykjavíkur í beinni kosningu. Þau Pawel, Sabine og Nichole sögðu okkur frá upprunanum, flutningunum til Íslands og hvernig það var að verða á endanum íslenskur stjórnmálamaður. Við spurðum þau einnig spurninga um viðhorf þeirra til stöðu sinnar og annarra innflytjenda á vettvangi stjórnmálanna á Íslandi. Pawel Bartoszek Sabine Leskopf Nichole Leigh Mosty

x

Íslenska leiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.