Íslenska leiðin - 01.11.2020, Qupperneq 27

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Qupperneq 27
27 Pawel Bartoszek fæddist árið 1980 í borginni Poznan í Póllandi og bjó þar til ársins 1988 þegar hann flutti til Íslands. Það kom til vegna þess að faðir hans er tungumálafræðingur og hafði hann áhuga á að læra framandi tungumál. Faðir Pawels fluttist því til Íslands árið 1987 og ári seinna fluttist fjölskyldan einnig til landsins en flutningarnir voru nokkuð ferli þar sem fjölskyldan bjó á báðum stöðunum í tvö ár en flutti svo endanlega til Íslands árið 1990 þegar Pawel var 10 ára gamall. Á þessum tíma voru innflytjendur mun færri og ekki nærri eins áberandi í samfélagi- nu. „Það hafði verið einn annar pól- skur strákur í Melaskóla 15 árum áður þannig að kennararnir töldu sig hafa reynslu“ segir Pawel og telur hann þetta vera lýsandi fyrir hversu lítið sý- nilegir innflytjendur voru á þeim árum. Fjöldi Pólverja á Íslandi átti þó eftir að breytast mjög mikið síðar meir en síðan Pawel fluttist til landsins hefur þeim fjölgað úr um 100 manns yfir í um 19.000. Pawel segist hafa átt hefðbundna „Vesturbæjaræsku“ þar sem hann gekk í Melaskóla, Hagaskóla og síðan í MR. Síðar lærði hann stærðfræði við Háskóla Íslands og á þeim árum byrjaði þátttaka hans í þjóðfélagsumræðunni en Pawel byrjaði sem virkur blogga- ri og vakti athygli með skrifum sínum á Deiglan.is og pistlum í Fréttablaðinu. Þegar Pawel var 19 ára skráði hann sig í Sjálfstæðisflokkinn. „Þá var ég á kjördag að labba um á milli og taka fólk tali og hitti þar Ögmund Jónasson í VG og ta- laði við hann í örugglega hálftíma eða klukkutíma, skráði mig í kjölfarið í þann flokk sem honum væri fjærst.“ Pawel te- kur þó fram að Ögmundur sé prýðilegur stjórnmálamaður þó þeir séu ósam- mála um flesta hluti. Áður en Pawel hellti sér út í pólitík tók hann þátt í margs konar pólitísku starfi en ásamt því að blogga um skoðanir sínar var hann m.a. virkur í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og árið 2010 var hann í 18. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjór- narkosningarnar í Reykjavík. Seinna fór Pawel í framboð til Stjórnla- gaþings þar sem hann var kjörinn og var einn af 25 manna hópi sem tók þátt í að búa til frumvarp um nýja stjór- narskrá árið 2011. Við stofnun Viðreisnar árið 2016 ákvað Pawel að færa sig um set, hætta í Sjálfstæðisflokknum og ganga til liðs við Viðreisn. „Ég fór ekki út úr Sjálfstæðisflokknum með einhver- jum gríðarlegum sprengjum eða yfir- lýsingum um að eitthvað rosalegt hafi gerst, ég einfaldlega fann flokk sem að stóð mér nær hjarta. Ég hef alltaf ve- rið Evrópusinni, hef alltaf verið á hæ- grivængnum en mjög Evrópusinnaður og þarna var kominn trúverðugur flok- kur sem deildi þeim áherslum og þá fannst mér sjálfsagt að styðja hann og taka þátt í starfi hans.“ Pawel fór í framboð fyrir Viðreisn í Alþingiskosningunum árið 2016 og var í kjölfarið kjörinn á þing. Pawel segir að sér hafi fundist mjög gaman á Alþingi. „Það var mjög merkilegt og maður er fullur auðmýktar, þó það sé klisja þá er maður það.“ Í skyndilegum Alþingiskos- ningum 2017 náði Pawel ekki að endur- heimta sæti sitt á Alþingi en var áfram virkur í Viðreisn. Ári síðar, 2018 fór hann í framboð fyrir flokkinn í borgarstjór- narkosningum í Reykjavík og náði kjöri. Í dag starfar Pawel því sem borgar- fulltrúi og gegnir m.a. hlutverki forseta borgarstjórnar. Hann segir að starfið sé skemmtilegt og mun nær kjósendum og daglegu lífi þeirra en starf Alþingis- manns. Aðspurður hvort Pawel geti hugsað sér að fara aftur á þing segir hann að hann geti vel hugsað sér að vera í stjórnmálum í þónokkurn tíma. Hans skoðun er sú að reynsla sé gagnleg í starfi stjórnmálamanns og heppilegra væri ef fólk myndi vera lengur í pólitík en gengur og gerist. Þetta sé þó allt háð umboði kjósenda og fer eftir úrsli- tum kosninga, ef slíkt umboð fengist aftur gæti hann vel hugsað sér starf þingmanns á ný. Pawel Bartoszek Sabine Leskopf fæddist í Þýskalandi árið 1969 og ólst upp í litlu sveitaþorpi ekki langt frá Frankfurt. Á háskólaárum sínum lærði hún í senn ensku, rúss- nesku og viðskiptafræði og fólst hluti námsins í því að læra í erlendum háskóla. Sabine fór því í nám til Edin- borgar í Skotlandi og kynntist hún þar íslenskum eiginmanni sínum. Eftir námið í Skotlandi fluttust þau saman til Þýskalands í nokkur ár þar til eigin- manni hennar bauðst atvinnutilboð á Íslandi og ákváðu þau í kjölfarið að flytja saman til Íslands árið 2000 en Sabine segir að hún hafi vel vitað hvað beið hennar enda búin að koma oft til landsins með eiginmanni sínum. „Ég var ekkert hrikalega spennt fyrir að koma hingað en ég var tilbúin að prófa það, ég var tilbúin að gefa Íslandi tæ- kifæri og ég vissi hvað ég var að gera“ en Sabine hafði bæði búið í Skotlandi og Rússlandi og því vön að búa annars staðar en í Þýskalandi. Sabine telur sig hafa verið ótrúlega heppna með að fá strax starf við hæfi en fljótlega eftir að hún kom til Íslands fór hún að vinna í viðskiptaþróu- nardeild hjá Össuri. Sabine segir að Ös- sur hafi verið eitt af fáum fyrirtækjum sem hafi litið á innflytjendur sem öflu- gan mannauð. Fyrirtækið hafi séð mikil tækifæri í að fá hana í vinnu þar sem hún var viðskiptafræðimenntuð, kun- ni bæði þýsku og ensku og nógu góða íslensku til að bjarga sér á kaffistofunni. Sabine Leskopf

x

Íslenska leiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.