Íslenska leiðin - 01.11.2020, Síða 28

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Síða 28
28 Sabine segist hafa fengið mjög góðar móttökur við flutningana til Íslands en það hafi einmitt verið ástæðan fy- rir því að hún vildi bæta úr málefnum innflytjenda sem höfðu það ekki eins gott og hún sjálf. „Ég fékk allt á silfurfati, samt var það ekki einfalt, samt átti ég mínar erfiðu stundir og ég byrjaði að hugsa um það hvernig það er fyrir fólk sem hefur það ekki jafn gott og ég.“ Sa- bine tók þátt í að byggja upp Samtök kvenna af erlendum uppruna og þar með hellti hún sér út í mikla vinnu teng- da málefnum innflytjenda. Eftir starf sitt hjá Össuri starfaði Sa- bine aðallega sem þýðandi og túlkur og var virkur sjálfboðaliði fyrir Samtök kvenna af erlendum uppruna. Veturinn 2012-13 fluttist fjölskylda Sabine síðan til Berlínar og segir hún að það hafi verið lærdómsríkt og áhugavert að „fara af- tur heim sem er ekki lengur heima.“ Eftir árið í Berlín segist Sabine hafa fengið hálft ár í ró og næði á Íslandi en það breyttist síðan skyndilega í byrjun árs 2014. Þá fékk Sabine símtal frá þáve- randi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Björk Vilhelmsdóttur, sem hvatti hana til að taka þátt í prófkjöri flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykja- vík sem fóru fram síðar á árinu. Sabine hafði verið skráð í Samfylkinguna um tíma en aldrei verið sérstaklega virk innan flokksins og kom þessi hugmynd henni mjög á óvart. Eftir langan um- hugsunartíma ákvað Sabine að leyfa Samfylkingunni að setja nafnið sitt á framboðslistann en ákvað að taka ekki þátt í prófkjörinu sjálfu. „Ég hélt bara að þetta væri útilokað fyrir útlending sem hefur engan saumaklúbb og ekki sama bakland.“ Sabine endaði í 9. sæti listans og eftir kosningarnar varð ljóst að Sa- bine var orðin varaborgarfulltrúi, sem fól í sér að leysa af borgarfulltrúa sem forfallast í borgarstjórn og þátttöku í ýmsum nefndum. Árið 2018 var gerð sú breyting að bor- garfulltrúum var fjölgað og fól það m.a. í sér að varaborgarfulltrúar tóku ekki lengur sæti í nefndum á vegum borgarinnar. Sabine þurfti því að gera upp við sig hvort hún vildi hætta í bor- garmálunum eða vinna við þau í fullu starfi sem kjörinn borgarfulltrúi. Hún ákvað að sækjast eftir sæti í borgar- stjórn og tók því þátt í prófkjöri Sam- fylkingarinnar. Um ástæður þess að Sabine ákvað að taka þátt í prófkjörinu segir hún: „Það má bara ekki vera að fólk eins og ég, innflytjendur eða konur á mínum aldri sem fá loksins tækifæ- ri, að þau bara bakki strax aftur út úr þessu.“ Sabine endaði í 6. sæti á lista flokksins og upplifði hún það sem mi- kinn sigur fyrir sjálfa sig. Fljótlega eftir flutningana til Íslands segist Sabine hafa áttað sig á því að íslenska flokkalandslagið væri töluvert frábrugðið því þýska. Eftir að hafa fen- gið íslenskan kosningarétt og kynnt sér stjórnmálin taldi hún sig eiga mikla samleið með Samfylkingunni og skráði sig þar af leiðandi í flokkinn. Hún segir að áhugi sinn á stjórnmálum hafi ein- na helst kviknað í því starfi sem hún tók þátt í fyrir Samtök kvenna af erlendum uppruna, hún hafði vissulega verið áhugasöm um stjórnmál í Þýskalandi en aldrei verið virkur þátttakandi. Eftir- spurnin eftir aðstoð hjá samtökunum var mjög mikil og segir hún að í því hafi falist mörg tækifæri fyrir hana að hafa áhrif á samfélagið. Sabine telur líklegt að hún haldi áfram að starfa í stjórnmálum þó svo að lan- gur stjórnmálaferill heilli hana ekki. Hún segir það hafa verið hvatningu fyrir sig að hafa ekki hætt snemma. „Þú getur ekki bara hætt strax aftur um leið og þú ert búin að læra á þetta, það má ekki vera þannig.“ Aðspurð hvort hún geti hugsað sér að færa sig yfir á Alþingi segir Sabine ekki vera búin að hugsa út í það, henni líði vel í borgar- stjórn og er ánægð með störf sín þar. Nichole Leigh Mosty fæddist í Michi- gan í Bandaríkjunum árið 1972 og bjó hún þar í landi þangað til hún fluttist til Íslands í desember árið 1999. Nicho- le kynntist eiginmanni sínum sem er íslenskur í Bandaríkjunum og eftir nok- kurra ára samband ákváðu þau að flytja til Íslands þar sem eiginmaður hennar hafði áhuga á að ljúka námi. Til stóð að þau myndu aðeins búa á Íslandi í nokkur ár en það fór hins ve- gar svo að þau ílengdust hér á landi og hafa búið hér síðan. Nichole segir sín fyrstu kynni af Íslan- di hafa verið góð. „Fyrstu kynni var heimsókn og það var yndislegt, þá var ég áhugaverð og við vorum að ferðast, allir að sýna mér hitt og þetta og fara út að djamma og svona, voða gaman en þegar ég flutti þá var allt annað“ en Nichole segir að viðhorfið til hennar sem innflytjanda hafi ve- rið allt öðruvísi en viðhorfið til hennar sem ferðamanns. Sem dæmi nefnir Nichole að fólk hafi snúið við henni baki þegar hún talaði ensku í verslunum, menntun hennar hafi ekki verið metin í atvinnuleit og að í sinni fyrstu vinnu hafi hún hvorki fengið rétt útborgað né verið kynnt fyrir réttindum sínum á vinnumarkaði. Hún segist hafa verið einangruð og ekki náð góðum tengs- lum við vinnufélaga sína og annað fólk. Fljótlega eftir flutningana byrjaði Nichole að starfa við ræstingar en fékk síðar starf sem leiðbeinandi á leikskóla. Hún ákvað að mennta sig í leikskóla- kennararfræðum og starfaði síðar á leikskólum í Reykjavík sem leikskóla- kennari og leikskólastjóri alveg þangað til hún hóf afskipti af stjórnmálum. Nichole segir að fyrsta skref hennar í því að byrja að taka þátt í hafi verið að fylgjast með gangi stjórnmálanna en Nichole segist hafa byrjað að fylgjast vel með í kringum efnahagshrunið 2008. „Ég er farin að fatta hvernig hlutir virka, hvernig mín réttindi sem starfs- maður og skattgreiðandi, það eru kannski alfyrstu skref, þá er ég farin að segja: bíddu nú við, mitt atkvæði skiptir máli.“ Í störfum sínum sem stjórnandi á leikskóla fékk Nichole töluverða reynslu Nichole Leigh Mosty

x

Íslenska leiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.