Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 29

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Blaðsíða 29
29 af því að leita til yfirvalda borgarinnar. Virkni Nichole og samstarf hennar við borgaryfirvöld leiddi til þess að bæði Samfylkingin og Björt framtíð og höfðu áhuga á að fá hana á framboðslis- ta fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014. Nichole sló til og þáði 8. sæti á lista Bjartrar framtíðar og gerðist virk í starfi flokksins. Það var síðan fyrir Alþin- giskosningarnar 2016 að Nichole ákvað að taka þátt í landspólitíkinni. Það sem var einna helst hvatning fyrir hana að bjóða sig fram var heimsókn hennar á heimaslóðirnar í Michigan þar sem hún segist hafa áttað sig á því hvernig pólitíkin í Bandaríkjunum væri orðin. Þá var stutt í forsetakosningar og se- gist Nichole hafa orðið vör við mikinn popúlisma, sundurrifna pólitík og fleira sem henni hugnaðist ekki. Við heimsók- nina segist Nichole einnig hafa áttað sig á því að íslenskt stjórnmálaum- hverfi væri gott. „Þá sá ég þá fjölbre- ytni sem við höfum, það að við höfum svo marga flokka sem bjóða sig fram og við höfum dýnamík.“ Hún tilkynnti Bjartri framtíð að hún væri tilbúin til að vera á framboðslista í kosningunum en gerði sér þó ekki miklar væntingar. Hún var stödd í bíó þegar henni barst sím- tal frá Ilmi Kristjánsdóttur sem þá var í uppstillingarnefnd flokksins og spurði hvort Nichole gæti hugsað sér að taka að sér að vera í fyrsta sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Nichole þurfti að ákveða sig strax um kvöldið og þegar bíóinu lauk hringdi hún til baka og sagðist ætla að slá til. Í kosningunum náði Nichole kjöri sem alþingismaður en hún viðurkennir að hafa verið mjög óörugg fyrst um sinn og ekki skilið allt sem fram fór á Alþingi þó að það hafi komið með tímanum. Hún segist hafa þurft að gæta vel að orðavali sínu sem hafi ekki verið hen- nar sterkasta hlið. „Þú þarft að huga vel að hvað þú segir þegar það er opinbert og þú þarft að læra að nota ræðustól, þú ferð ekki þarna og segir bara eitt- hvað og ég var ekki góð í því. Mér var aldrei kennt það, ég bara fór upp og sagði það sem lá á mínu hjarta.“ Þá fannst henni einnig erfitt þegar það sem hún sagði var misskilið en Nicho- le segir að það hafi oft komið fyrir og vakið töluverða athygli. Henni fannst þó gaman að starfa á Alþingi sem hún segir vera góðan vinnustað og starfs- fólkið frábært. Í Alþingiskosningunum 2017 náði Nicho- le ekki endurkjöri og hætti hún þá af- skiptum af stjórnmálum. Nichole segir að það hafi reynst sér erfitt að detta út af þingi og að hún hafi ekki getað hug- sað sér að taka þátt í stjórnmálum af- tur. Með tímanum átttaði hún sig þó á að hún gæti vel hugsað sér að snúa sér aftur að stjórnmálum. „Ég fattaði allt sa- man og ég veit að ég var ekki búin með mín erindi. Ég hef lært svo mikið og ég hef svo mikinn vilja til þess að vinna það sem ég á eftir að vinna.“ Hefur þú orðið fyrir fordómum í störfum þínum í stjórnmálum? Pawel segist ekki hafa fundið fyrir miklu aðkasti í sinn garð sem innflytjandi í stjórnmálum. „Það kemur eitthvað fyrir að maður er að rífast einhvers staðar á netinu og það kemur einhver og segir að maður sé föðurlandssvikari og fari aftur til síns heima en þær raddir hafa hingað til verið það fámen- nar að þær hafa verið kæfðar af þeim sem eru manni ekki sammála. Ég hef ekki upplifað umræðuna sem fordómafulla í minn garð, á heildina litið hefur mín reynsla af þátttöku í stjórnmálum verið bara jákvæð hvað þetta varðar.“ Sabine segist heldur ekki hafa fundið fyrir fordómum gagnvart sér í eftir að hún hóf afskipti af stjórnmálum. „Nei, ég get ekki sagt þetta, þetta hefur ekki verið mín reynsla, ég hef einmitt fengið tækifæri vegna þess að fólk hefur viljað vissar raddir inn í, og yfirleitt komið fram við mig af virðingu.“ Það fer þó í taugarnar á henni þegar fólk tekur einungis eftir því að hún sé af erlendum uppruna en ekki verkum hennar í stjórn- málum. Til dæmis þegar hún hefur verið að fjalla um flókin málefni sem krefjast mikillar nákvæmni. „Þá segir einhver: Vá hvað þú talar fína íslensku, ert þú búin að búa hér lengi? Og maður hugsar, bíddu, heyrði hann ekkert af því sem ég sagði, heyrði hann bara hreiminn?“ Hún segist einnig finna fyrir áhu- galeysi fjölmiðla gagnvart innflytjendum. „Annað hvort áttu að vera alvöru útlendingur og átt að vera svona krassandi og hafa frá einhverju hrikalega sorglegu að segja eða þú átt að vera alvöru íslenskur stjórnmálamaður.“ Nichole segist aftur á móti hafa fundið fyrir miklum for- dómum eftir að hún hóf afskipti af stjórnmálum. Hún fékk mi- kið sent að leiðinlegum facebook-skilaboðum og tölvupóstum og var m.a. kölluð „Trumphóra“ og sagt að „drulla sér í burtu.“ Þó að Nichole hafi ekki fengið slík skilaboð frá öðrum stjórn- málamönnum upplifði hún töluvert vantraust í sinn garð frá mörgum þeirra. „Fólk treysti mér ekki alveg 100%.“ Hún segist ekki vera viss um hvers vegna það var en viðhorf margra hafi verið greinilegt þótt það væri ekki sagt upphátt. Finnst þér þú geta á einhvern hátt kallað þig málsvara innflytjenda í stjórnmálum? Pawel segist ekki geta litið svo á. „Mér finnst ég ekki geta kallað mig málsvara innflytjenda sérstaklega. Fyrir það fyr- sta þá held ég að maður eigi sér meiri tækifæri ef maður reynir að hafa eftir fremsta megni að hafa skírskotun sem er breiðust en ég er líka auðvitað meðvitaður um að mér finnst skipta máli að fólk geti horft á mig og séð það er alveg hægt að láta til sína taka og taka þátt í stjórnmálum ef maður er ekki með íslenskt nafn.“ Pawel bendir einnig á að það geti verið hættulegt að markaðssetja sig sem fulltrúa ákveðinna hópa því þá geta aðrir upplifað sig útundan. „Í grunninn eru þeir sem taka þátt í stjórnmálum fulltrúar allra kjósenda en ekki tiltekinna hópa.“ Sabine segist vissulega leggja mikla áherslu á málefni innflytjenda, það sé bæði hennar fagþekking og hún sér ein- nig mikla þörf fyrir það. Hins vegar vill hún ekki vera eingöngu talin sem málsvari innflytjenda. „Ég vil ekki alltaf vera þessi atvinnuútlendingur, af því að mér finnst það líka mjög mi- kilvægt að fólk byrji að horfa á innflytjendur bara sem ven- julega íbúa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.