Íslenska leiðin - 01.11.2020, Síða 34

Íslenska leiðin - 01.11.2020, Síða 34
Hvaðan kemur glimmer, gljái og glans? Hvað er mica? Líklegast hefur þú ekki heyrt talað um mica áður, en af- tur á móti kemst þú örug- glega í snertingu við það á hverjum einasta degi. Mica er yfirheiti yfir tegundir af steindum sem eru þekktar fyrir gljáandi eiginleika sín. Orðið mica kemur frá lat- neska orðinu ,,micare‘‘ sem þýðir einfaldlega það að skína eða glitra. Sá eðlisei- ginleiki steindarinnar að glitra, auk þess hvað hún er auðveld til vinnslu gerir hana mjög verðmæta og eftirsóknarverða. Hún finnst í nánast öllum tæknibúnaði, allt frá tölvum og símum til hárblásara og hleðslu- tækja. Hún er einnig eitt af lykilinnihaldsefnum í förðu- narvörum og naglalök- kum, þar sem gljái, glans og glimmer í þeim vörum stafar nær oftast frá mica. Oftast er hægt að sjá inni- haldslýsingu á förðunar- vörum og er þá mica ýmist kallað mica, glimmer, kalig- limmer, muskovit eða ein- faldlega nefnt með kóða- num CI 77019. Mica er einnig mjög mikilvægt efni fyrir bifreiðar- og flugiðnaðinn þar sem þúsundir þeirra parta sem mynda bíla og flugvélar innihalda efnið. Þá veitir það einnig gljáa í bifreiðalakki. Ofantalið er einungis brotabrot af þeim vörum sem innihalda mica en talið er að eftirspurn eftir efninu í heiminum öl- lum samsvari um 258,05 milljónum dollara árlega sem samsvara um 3,5 mill- jörðum íslenskra króna. Hvaðan kemur mica? Steindin finnst í bergi í yfir 35 ríkjum. Þó að stærstu útflut- ningslönd mica samkvæmt opinberum gögnum séu Indland og þar á eftir Kína þá bendir allt til þess að það séu raunverulega Ind- land og Madagaskar. Ás- tæðan fyrir þessu misræ- mi er sú að vinnsla mica fer oft fram á óformlegum eða ólöglegum námuvinn- slustöðum í þróunarríkjum þar sem innviðir og reglu- gerðir eru takmarkaðar og því nær ómögulegt að se- gja til um magn útflutnings á efninu. Indland og Mada- gaskar eru einnig þau tvö lönd sem hafa flest börn í þrælahaldi við uppgröft mica samkvæmt SOMO, hollensku miðstöðvarinnar fyrir rannsóknir á fjölþjóð- legum fyrirtækjum. Somo framkvæmdi rannsókn á námuvinnslu mica fyrir hönd Terre des Hommes, svissneskrar hreyfingar sem berst fyrir réttindum barna um allan heim. Börn eru víða notuð sem þrælar við öflun mica á Indlandi og Madagaskar og leikur grunur á að það eigi ein- nig við um mica námur í Kína, Brasilíu, Pakistan og Súdan. Þeir þættir sem fes- ta barnaþrælkun í sessi í þessum löndum eru meðal annars lág lífsafkoma fólks sem stafar af því að börn eru látin vinna í stað þess að ganga í skóla. Einnig eru margar af mica námunum staðsettar á afskekktum svæðum og í fátækum hé- ruðum þar sem löggæsla er af skornum skammti og þær geta starfað ólöglega í friði. Barnaþrælkun við öflun mica Börn frá 5 ára aldri eru allt af 63% af heildarvinnuafli námuvinnslunnar á mica í Madagaskar og á Indlandi, þar sem lítill líkami þeir- ra er nýttur til þess komast niður í djúpar holur niður í jörðinni þar sem þau sækja glimmerið með höndunum. Vinnan og aðstæðurnar á námunum fyrir börnin eru lífshættulegar og kemur fram í skýrslu Terres des Hommes að börnin þjást undan verkjum í vöðvum, ö n d u n a r e r f i ð l e i k u m og sýkingum í opnum sárum. Einnig kemur fram í skýrslunni að á tveg- gja mánaða tímabili hafi rannsakendur náð að skrá dauða 7 barna á Indlan- di auk þess að skrá tugi beinbrota og tilfelli lung- nasjúkdóma hjá börnum. Það ber að nefna að þetta er einungis það sem Terres des Hommes náðu að skrá á tveggja mánaða tímabili í einu héraði á Indlandi en Á Madagaskar og Indlandi fer fram ólögleg námuvinnsla á glimmeri, eða steindinni mica, þar sem börn eru notuð sem þrælar. Rakel Una Freysdóttir 34

x

Íslenska leiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.