Íslenska leiðin - 01.05.2022, Page 8

Íslenska leiðin - 01.05.2022, Page 8
8 ÍSLENSKA LEIÐIN 20. ÁRGANGUR 2022 ÍSLENSKA LEIÐIN “Vér mótmælum enginn!” hrópaði Jón Sigurðsson á þjóðfundinum í Reykjavík árið 1851. Trúðu því eða ekki en Jón mælti aldrei þau orð…nákvæmlega. Þetta er fullkomið dæmi um hvernig hægt er að villa um fyrir lesandanum sem var ekki á staðnum þegar Jón mælti þau orð: “Vér mótmælum allir!” Það getur verið erfitt að ráða við þær upplýsingar sem nær ráðast á mann þegar maður kveikir á símanum á morgnana. Heiðarleiki er nefnilega ekki sjálfgefinn, sérstaklega í stjórnmálaumhverfi nútímans. Þess vegna ætla ég að gefa þér nokkur tips, svo að þú getir unnið í þínu stafræna læsi og fyrirbyggt það að detta í gildrur falsfrétta. Kveðja, ein útskrifuð úr tveimur falsfréttaáföngum við Háskóla Íslands. Tip númer I: Lesa handan titilsins! Miðlar reyna oftar en ekki að grípa lesandann og toga hann yfir á síðuna sína. Þetta fyrirbæri hefur verið nefnt „clickbait“ eða (takk google translate) „smellibeita“ á íslensku. Þá fjalla greinarnar jafnvel um andstætt sjónarhorn þess sem kemur fram í titlinum. Titlar á greinum eru mótaðir til að vekja tilfinningar hjá fólki; setja nokkur upphrópunarmerki, stóra stafi, eða einhverja róttæka yfirlýsingu með það markmið að móðga þig, sjokkera, eða koma þér á óvart. Fólk á það til, sérstaklega á samfélagsmiðlum. 6 tips fyrir 21. öldina

x

Íslenska leiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.