Íslenska leiðin - 01.05.2022, Page 20
Hvað kaupir þú þér í Hámu?
- Ég fæ mér heita rétt dagsins á sanngjörnu verði með stúdentakortinu.
- Ég fæ mér það sem mig langar í, flóknara er það ekki. Eða hvað?
- Eftir að prófa allar samlokurnar og salötin hef ég fundið minn go to hádegismat.
- Ég fæ mér oftast súpu dagsins því þær eru svo fjölbreyttar og spennandi.
Á hvað horfir þú á Netflix?
- Dirty Money og Laundromat eru mjög heillandi.
- Það sem fær mig til að pæla eins og The Good Place.
- Þætti sem útskýra völd einræðisherra eins og How to become a tyrant.
- Ég kýs að horfa á þætti frá öðrum heimshornum eins og t.d. Money Heist, Squid Game, Who killed Sara?
Flest Stjórnmálahagfræði
Stjórnmálahagfræði er þitt fag. Þú munt líklega hafa gaman að áfanganum um hagræna stjórnmálafræði. Þú skoðar hlutina út frá mörgum
sjónarhornum þegar þú tekur ákvarðanir og veltir þér mikið upp úr kenningum leikjafræðinnar. Þannig getur þú hámarkað þinn hag með
því að hugsa hlutina í gegn, er til betri valkostur eða myndi hann skerða á hlut annarra? Hvernig hafa ákvarðanir eins áhrif á aðra? Þessar
spurningar eru einmitt þær sem heilla þig mest.
Flest Stjórnmálaheimspeki
Stjórnmálaheimspeki. Þú hefur líklega haft gaman að áföngunum um political theory eða félagslega stjórnmálafræði. Þér finnst gaman að
velta fyrir þér normatífum aðstæðum og spurningum. Hvað ef þjóðríki hefðu aldrei orðið til? Hvað ef við lifðum ennþá í náttúruríki Hobbes?
Hvað eru einstaklingar? Hvað er vald og hver getur beitt því? Allt þetta hefur jú áhrif á veruleikann sem við búum við í dag. Fyrir þér liggja
spurningar í öllu sem þú sérð.
Flest Samanburðarstjórnmál
Samanburðarstjórnmál. Þér mun líklega lítast vel á áfangann samanburðarstjórnmál. Þú gerir þér grein fyrir því að ólíkir hlutir líkt og
stjórnkerfi hafa kosti og galla en þeir geta ekki endilega skorið úr um hvort viðkomandi hlutur sé betri en annar. Þó svo að einræðisstjórnir
séu oft túlkaðar í neikvæðu ljósi má bera rök fyrir að þær hafi sína kosti, þetta veist þú upp á hár.
Flest Alþjóðastjórnmál
Alþjóðasamskipti. Þú munt líklega hafa áhuga á áfanganum um alþjóðastjórnmál eða Evrópusamruna. Þú leggur mikið upp úr því að
kynnast nýju fólki og vilt helst umkringja þig fjölbreyttum einstaklingum. Þú þráir að komast í skiptinám eða starfsnám erlendis á framandi
áfangastöðum til að mynda tengslanet fyrir framtíðina. Í skólanum hefur þú gaman að hópverkefnum þar sem þau eru frábær tækifæri til
að kynnast nýju fólki, sérstaklega skiptinemum. Að auki hefur þú gaman að því að mæta á viðburði sem Politica heldur í samstarfi við aðrar
félagsvísindagreinar.