Íslenska leiðin - 01.05.2022, Side 31

Íslenska leiðin - 01.05.2022, Side 31
F.D. eru frjáls félagasamtök þeirra sem notast og/eða styðjast við dagbækur á hverjum degi. Lög félags : 1 gr. Heiti félags er Félag Dagbókaeigenda en gengur einnig undir nafninu FD.. Félagið var stofnað árið 2021 og hefur aðsetur í Reykjavík. 2 gr. Félagið skal gæta sameiginlegra hagsmuna dagbókaeigenda. Það skal efla almenna dagbókamenningu, dagbókakaup og stuðla að dagbókanotkun allt árið um kring. Áhersla er lögð á að auka áhuga og gera grein fyrir mikilvægi dagbóka. F.D. styður við þessa þætti með faglegri þekkingu og upplýsingagjöf til núverandi og verðandi dagbókaeiganda. 3 gr. Allir lögráða einstaklingar hafa rétt til þess að sækja um aðild í félagið. Inngöngubeiðni skal fylla út á vefsíðu félagsins á www.fd.is/beidni. Foreldrar eða forráðamenn þeirra sem eru yngri en 18 ára skulu fylla út beiðni fyrir þeirra hönd. Um leið og beiðni er samþykkt og ársgjald er greitt öðlast nýr meðlimur full réttindi í félaginu. Hann nýtur þá þeirra sérkjara sem meðlimum bjóðast og ber að sinna þeim/ ber að virða þær skyldur sem lög félagsins kveða á um. 4 gr. Ársgjald félagsmanna er 3.000 kr. Hámark félagsmanna í F.D. er 250 manns. Ef skyldi til þess koma að félagsmaður greiði ekki ársgjald 60 dögum eftir gjalddaga verður honum sjálfkrafa vikið úr félaginu. 5 gr. Lögum skal aðeins breytt á aðalfundi. Ábendingar og athugasemdir varðandi lagabreytingar skulu sendar á stjórnarmeðlimi félagsins í seinasta lagi 14 dögum fyrir aðalfund. Lagabreytingar þurfa að vera samþykktar af þremur af fjórum stjórnarmeðlimum til að taka gildi. 6 gr. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum F.D. Aðalfundur skal haldinn 25. júní ár hvert. Aukafundir skulu haldnir svo oft sem þykja þurfi. 7 gr. Kosningar í stjórn félagsins fara fram á aðalfundi annað hvert ár. Þar er kosið um embætti formanns, varaformanns, gjaldkera, ritara og skipulagsráðgjafa. Hverjum stjórnarmeðlimi er heimilt að sitja í stjórn í fjögur kjörtímabil. Honum er þó heimilt að bjóða sig fram til varastjórnar og öðlast hann að nýju rétt til að sitja í stjórn eftir eitt ár í varastjórn. Stjórn F.D. skal funda að minnsta kosti fjórum sinnum á ári. Stjórnin framkvæmir stefnu félagsins, stýrir málefnum félagsins og gætir hagsmuna þess. 8 gr. Langtímamarkmið félagsins er að koma á stokk stofnun ungmennafélags. Það mál skal tekið fyrir á fyrsta aðalfundi félagsins. 9 gr. Félagsslit skulu vera rædd á aðalfundi og þarf þrjú af fjórum atkvæðum stjórnar svo félagi sé slitið. Við félagsslit skulu eignir félagsins flytjast með félaginu ef um sameiningu við annað félag sé að ræða. Annars fara þær til velferðarmála sem stjórn leggur til og aðalfundur samþykkir. Tilgangur : Tilgangur félagsins er að stuðla að skipulagi daglegs lífs einstaklingsins. Réttur á aðild : Öllum er frjálst að ganga í félagið. Einstaklingar fá aðild að öllu efni félagsins um leið og ársgjald er greitt. Félagsgjöld : Ársgjald félagsins er 3.000 kr. Innifalið í verði er dagbók, penni- og upplýsingabæklingur félagsins varðandi dagbókarskrif. Aðalfundur : Aðalfundur félagsins fer fram 25. júní á hverju ári í húsakynnum félagsins í Stakkahlíð. Þar er kosið í stjórn félags. Breytingar á lögum : Allar breytingar á lögum, stjórn og stefnuskrá félagsins eru teknar fyrir á ári hverju á aðalfundi félagsins. Stjórn félags : Formaður: Elías Snær Ö. Torfason Varaformaður: Bjartey Unnur Stefánsdóttir Gjaldkeri: Embla Rún Halldórsdóttir Ritari: Sindri Freyr Ásgeirsson Gildistími : Endurkosning stjórnar fer fram á tveggja ára fresti á aðalfundi félagsins. Stjórnarmenn geta verið endurkjörnir. Stjórnarmanni er heimilt að vera endurkosinn að hámarki 4 sinnum. Nafn : Félag Dagbókaeigenda (F.D.) F. D. F. D. F. D. F. D

x

Íslenska leiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.