Íslenska leiðin - 01.05.2022, Síða 43

Íslenska leiðin - 01.05.2022, Síða 43
43ÍSLENSKA LEIÐIN TÍMARIT STJÓRNMÁLAFRÆÐINEMA ÍSLENSKA LEIÐIN Af hverju er mikilvægt að taka þátt í lýðræðinu? fólki til að stuðla að aukinni þátttöku ungs fólks í kosningum á Íslandi og auka lýðræðisvitund þeirra. Vorið 2020 hafði Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, bæst í teymið ásamt Söru og sótti Eva um styrk fyrir verkefnið úr sjóði Háskóla Íslands um samfélagslega mikilvæg verkefni. Verkefnið hlaut styrk og gerði teyminu kleift á að hefjast handa við að rita handbókina. Sumarið 2020 fengu Sara og Eva Evu Laufeyju, þáverandi BA nema í stjórnmálafræði en núverandi meistaranema í alþjóðasamskiptum við HÍ, til liðs við sig. Teymið vann saman að því að kortleggja grunnþætti lýðræðis, hvers vegna það er mikilvægt að standa vörð um grunnstoðir lýðæðis og hvað almennir borgarar geta gert til að hafa áhrif. Saman myndar teymið höfunda Lýðræðisvitans. Lýðræðisvitinn er handbók fyrir ungt fólk sem vill læra meira um lýðræði, hafa áhrif á sitt samfélag og er ætlað að stuðla að þátttöku ungs fólks í lýðræði. Í Lýðræðisvitanum sameina höfundar þekkingu sína á stjórnmálafræði, hvað virkjar fólk til þátttöku og setja fram aðgerðir og leiki sem er ætlað að ýta undir þátttöku í lýðræðinu. Lýðræðisvitinn tekur lesandann í gegnum þrjá hluta. Í fyrsta hluta er fjallað um hvað lýðræði er, þar sem t.d. er fjallað um hver er munurinn á beinu og óbeinu lýðræði. Einnig er fjallað um uppbyggingu hins íslenska stjórnkerfis, af hverju þátttaka í lýðræði er mikilvæg, hvaða máli gagnrýnin hugsun skiptir og af hverju fólk ætti að láta sig málin varða. Höfundum þótti mikilvægt að veita lesandanum grunnupplýsingar um lýðræði til að hægt væri að byggja á þeim í seinni hlutum bókarinnar. Í öðrum hluta Lýðræðisvitans er fjallað um aðgerðir til að hafa áhrif á samfélagið. Aðgerðirnar eru allt frá því að vera fremur einfaldar í framkvæmd þar sem einn eða fáir aðilar geta framkvæmt þær, yfir í að vera umfangsmeiri sem krefjast samstarfs nokkurra aðila. Aðgerðirnar eru margvíslegar, t.a.m. hvernig er hægt að setja upp umræðufund, skrifa umsagnir um lagafrumvörp, koma efni á framfæri til fjölmiðla og hvernig á að halda kosningar. Þegar bókin var í vinnslu var COVID-19 að leika íslenskt samfélag grátt og því inniheldur hún aðgerðir sem ná einnig til internetsins og hvernig hægt er að skipuleggja samstarf í gegnum netið. Í þriðja og síðasta hluta Lýðræðisvitans er fjallað um óformlega leiki sem hægt er að fara í, bæði sér og öðrum til gagns og gamans. Þeir hafa allir það að markmiði að skapa umræðu um ólíkar hliðar og ólík hlutverk í lýðræðissamfélagi. Leikirnir eru fyrir litla sem og stóra hópa, krefjast ýmist mikils eða lítils undirbúnings og eru almennt einfaldir í framkvæmd. Með því eru notendum bókarinnar veitt verkfæri sem hægt er að nota með það að markmiði að auka lýðræðisvitund og skilnings ungs fólks á lýðræði og þátttöku í því, og gera þau betur í stakk búin til að hafa áhrif. Lýðræðisvitinn kom út í prufuútgáfu í september 2021 og var unninn í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema, Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum og Landssamband ungmennafélaga. Hægt er að nálgast rafræna útgáfu af Lýðræðisvitanum á www.egkys.is. Áætlað er að prufukeyra handbókina í nokkrum framhaldsskólum og fá endurgjöf frá framhaldsskólanemum og kennurum áður en hún verður formlega gefin út seinni hluta 2022. Höfundar Lýðræðisvitans eru Sara Þöll Finnbogadóttir, Eva Laufey Eggertsdóttir og Eva H. Önnudóttir. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði & formaður Félags stjórnmálafræðinga Sara Þöll Finnbogadóttir, varaforseti Stúdentaráðs & stjórnmálafræðinemi Eva Laufey Eggertsdóttir, alþjóðasamskipta- nemi

x

Íslenska leiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.