Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 7
hvernig allt leit út áður en virkjað var
við Skeiðsfoss. Bæjarstæðið var uppi á
háum hól og bærinn lélegt hreysi, ein
stofa og eldhús og geymsluloft yfir og
þetta var svo illa byggt og óvistlegt,
hrikti allt til í stormi enda mjög vinda-
samt. Þarna rann lækur sem veitt hafði
verið heim á túnið. Pabbi kom vatns-
leiðslu heim, en fallið var það lítið að
rétt mátti smeygja fötu undir kranann
og fá leka úr honum.
Það er vatn uppi á Skeiðsdal. Ég
held það hafi verið einhver silungur í
því en við stunduðum engan veiðiskap
þar, bara í Fljótaánni. Við vorum með
félagsskap við þá í Hvammi og Gili á
móti og drógum fyrir. Og það var oft
feiknamikill afli. Aldrei stundaði
pabbi sjósókn, hvorki í Fljótum né á
Siglufirði.
Flutningurinn úr Fljótum
vorið 1935
Frá Skeiði í Fljótum fluttum við eftir
tveggja ára búsetu lengst inn í Skaga-
fjarðardali, að Giljum í Vesturdal. Far-
ið var snemma vors, seint í apríl, og
snjór yfir öllu í Fljótum. Búslóðin var
flutt á sleðum ofan í Haganesvík. Ná-
grannar komu með hesta og sleða og
hjálpuðu til. Svo voru kindumar og
kýrnar reknar í slóðina á eftir. í Haga-
nesvík var önnur kýrin seld en hin
flutt á skipi ásamt búslóðinni upp á
Sauðárkrók. Ærnar, um 60-70 talsins,
rákum við faðir minn hins vegar alla
leið utan að og upp í Gilji og þetta tók
nærri vikutíma.
Fyrsta daginn voru kindurnar reknar
ofan í Haganesvík og síðan vestur í
Mósvík þar sem þær voru hýstar í fjár-
húsum frá Ysta-Mói um nóttina. Sjálf-
ir gistum við hjá Benedikt Guðmunds-
syni í Haganesi. Morguninn ef’tir fór
ég vestur í víkina til kindanna að
hleypa þeim út og stóð þar yfir þeim
og beið eftir föður mínum sem var við
að skipa út búslóðinni um morguninn
og var orðið dagsett er við komumst af
stað.
Þegar kom niður á Bakkana og í
Sléttuhlíðina var farið að verða meira
og meira autt og Skagafjörðurinn að
mestu orðinn auður. Við tókum fyrst
gistingu á Miðhóli í Sléttuhlíð. Þaðan
komumst við upp í Grafargerði í næsta
Jói með sonardóttur sinni, Sigurdóru
Margréti Jóhannsdóttur frá Stapa,
þegar hún útskrifaðist stúdent 20.
desember 2001 frá Flensborgarskóla.
áfanga. Þar keypti faðir minn hnakk
hjá Jóni Vilhjálmssyni söðlasmið. Frá
Grafargerði komumst við upp að
Bjamastöðum í Blönduhlíð og gistum
þar. Frá Bjamastöðum tókum við
stefhu á Grundarstokksbrúna og þegar
við fómm ffamhjá Grundargerði sýndi
pabbi mér vegg sem stóð uppi og
sagði að þarna væri staðurinn þar sem
ég hefði fæðst. Þá var Grundargerði
komið í eyði fyrir fullt og allt tveimur
árum áður. Við komumst i næsta næt-
urstað á Steinsstöðum. Þaðan fór ég
framhjá Stapa í fyrsta skipti og gmn-
aði þá ekki að ég ætti eftir að lenda
þar. Við héldum þar niður í Dalspláss-
ið og síðan ffam með Héraðsvötnum
um Teigana og vomm næstu nótt á
Tunguhálsi.
Dagleiðimar voru margar ekki lang-
ar. Pabbi var lasinn í þessari ferð og
stundum lagði hann sig úti í móa og
ég passaði féð á meðan. Síðasti áfang-
inn var svo fram að Giljum og þar var
fénu sleppt beint á haga.
Þetta var allur annar heimur sem
maður kom í þama frammi í dalnum
og ólíkt að búa með sauðfé í snjó-
þyngslunum í Fljótum eða í snjóleys-
inu frammi í Vesturdal. Á Giljum er
sérlega snjólétt og kjöraðstæður til
hjarðbúskapar á gamla vísu. Um
haustið keypti pabbi ær utan úr Fljót-
um frá Helga Daníelssyni sem þá bjó
á Sléttu. Hann kom með þær upp í
Flugumýrarhvamm, að mig minnir, og
við sóttum þær þangað og rákum heim
á tveimur dögum.
Fráfærur
Þetta fé var allt óhagvant á Giljum
og næsta sumar datt pabba í hug að
færa frá ánum sem hann keypti ffá
Sléttu. Þar með varð ég smali og lík-
lega einhver sá síðasti í Skagafirði.
Yfirleitt var setið yfir ánum fyrir
I hestaferð við Fosslœk á Hrunamannaafrétt 1998.1 aftari röð frá vinstri:
Anna Magnúsdóttir Flúðum, Helga Óskarsdóttir í Þjórsárholti, Sigurður
Bjarnason og Helga Eyjólfsdóttir kona hans úr Reykjavík, Arni Isleifsson í
Þjórsárholti ogJói í Stapa. ífremri röð: Helgi Guðnuindsson Flúðum, Már
Haraldsson Háholti og Þrándur íngvarsson í Þrándarholti.
Heima er bezt 247