Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 14
Orn H. Bjarnason: Gamlar götur í Vestu r- H ú n a vatn ssýsl u Helstu jjallvegir Um Holtavörðuheiði lágu götur sem byrjuðu rétt fyrir framan Mela í Hrútafirði. Sunnan til á heiðinni var komið ofan að Sveinatungu í Norð- urárdal. Þarna var fjölfarið bæði vor og haust, en einnig á veturna enda tæpast um aðrar leiðir að velja milli Norður- og Suðurlands. Um Holta- vörðuheiði lá gamla póstleiðin. Ofan að Fornahvammi í Norðurár- dal var talin ein þingmannaleið eða 37.5 km. Þóttu götur þessar nokkuð grýttar og blautar, en jafnlendi víðast hvar og heiðin ekki ýkja há. Talað var um að „fara sveitir“ þegar þessi leið var valin en að „fara fjöll“ ef farið var um austurheiðarnar upp úr Miðfirði, Víðidal eða Vatnsdal. Þegar Gunnar á Hlíðarenda fer í dulargervi Kaupa-Héðins að Hösk- uldsstöðum í Laxárdal að hitta Hrút foðurbróður Hallgerðar langbrókar, þá ríður hann upp Norðurárdal og yfir Holtavörðuheiði í Hrútafjörð en síðan um Laxárdalsheiði. Kannski hefúr hann stytt sér leið og farið Sölvamannagötur, en þær liggja upp frá Fjarðarhorni í Hrútafirði og mæta leiðinni um Laxárdalsheiði rétt fyrir I þessari grein verður leit- ast við að lýsa gömlum göt- um í Vestur-Húnavatns- sýslu. Þetta verða ekki ná- kvœmar leiðarlýsingar heldur einungis stiklað á stóru. Reynt verður að gefa nokkra mynd af reiðleiðum eins og þær voru jýrrum og eru á margan hátt enn í dag. Eftir föngum verðurfléttað inn íýmsu sögulegu sem gerðist við þessar fornu götur. Af nógu er að taka í sýslunni enda þar vettvang- ur margháttaðra umsvifa og átaka, en það er einmitt í átökum manna, ýmist við óblíð náttúruöjl eða hver við annan, sem sagan ger- ist. Grálynd örlög verða á hinn bóginn ojt minnistœð- ari en brauðstritið. Hvers- dagsleikinn er sjaldnast í frásögur fœrandi. vestan sýslumörk Stranda- og Dala- sýslu. Á Holtavörðuheiði hitti Vatnsenda- Rósa fyrrum ástmann sinn Pál Mel- sted amtmann (1791-1861). Það munu hafa verið einu samfundir þeirra eftir að hún flutti frá Ketils- stöðum á Völlum og voru þau þá bæði farin að reskjast. Hún var bú- sett sunnan heiðar og á leið í kaupa- vinnu norður í land. Höktandi þuml- ungaðist hún eftir gömlum götu- slóða, slitin manneskja. Páll kom úr gagnstæðri átt hnar- reistur í skínandi einkennisbúningi. Aldrei hafði Rósa sagt hnjóðsyrði um þennan mann en nú náði beiskjan yfirhöndinni og hún kastaði fram þessari vísu: Man ég okkar fyrri fund, forn þó ástin réni. Nú er eins og hundur hund, hitti á tófugreni. Það sveið undan þessu beitta vopni lítilmagnans og amtmaðurinn sat álútur hest sinn suður Holtavörðu- heiði. Við Hæðarstein var áð og þar höfðu fylgdarsveinar amtmannsins í 254 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.