Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 12
Landsnefnd hagyrðingamóta 1998. Frá vinstri talið: Ingi Heiðmar Jónsson á Selfossi, Hákon Aðalsteinsson Húsum í Fljótsdal, Jói í Stapa, Sigurður Sigurðsson dýralœknir í Grafarholti, Sigvaldi Jónsson á Húsavík. A myndina vantar Elís Kjaran á Þingeyri. farin suður. Þá fór ég vestur á Skaga- strönd í smíðavinnu hjá Guðmundi Lárussyni og var hjá honum um sum- arið en fór um haustið vestur á Pat- reksfjörð og var þar verkstjóri við að steypa bryggjudekk við stálþil hafnar- innar. Þarna fékk ég 4-5 kalla með mér í flokk og við lukum þessu fyrir veturinn. Eftir þetta fór ég norður á Skagaströnd til Guðmundar aftur og þá vann ég hjá honum við að múra innan heilsugæslustöðina á Skaga- strönd. Þá var það kaupfélagsstjórinn sem skrifaði upp á múrverkið. Það var Sigmar Hróbjartsson ffá Hamri í Hegranesi og hann var með múrara- réttindi. Maður varð að gera allt í þessu, smíða, steypa og múra og leggja miðstöð. Smávegis var ég við rafmagnið líka en ég var strangur með að fá rafvirkja til að ganga ffá því eða a.m.k. fylgjast vel með. Sumarið eftir fór ég aftur til Vita- mála og þá var það við bryggjuna á Norðurfirði og síðan á Drangsnesi. Árið 1972 kom ég aftur til aðseturs í Stapa og stundaði þaðan smíðavinnu. Haustið 1974 kom til mín smiður, Kolbeinn Sigurðsson, fóstursonur gamla Kolbeins á Skriðulandi. Hann var hjá mér í þtjú ár og bjó hjá mér í Stapa með Þórdísi konu sinni. Hann var góður verkmaður og gott að lynda við hann á allan hátt. Ég sá mikið eftir þegar þau fóru 1977. Um það leyti fór að dragast saman í smíðavinnunni og ég fór að koma mér upp ijárstofni, var kominn með á annað hundrað fjár þegar skellt var á kvótanum og þá fékk ég nærri því enga úthlutun vegna þess að ég hafði verið með svo fátt fé viðmiðunarárin. Ég herjaði samt út rúm 50 ærgildi sem fylgja jörðinni en þetta gaf enga afkomu og ég sá engan tilgang í þessu svo að árið 1986 fór ég alfarinn ffá Stapa en á þar þó ennþá lögheimili. Síðan var þetta alveg í eyði um tíma þar til Jóhann sonur minn settist þar að með fjölskyldu sína árið 1993. Smíðaþáttur Árið 1986 fluttist ég suður til Reykjavíkur. Ég ætlaði ekki að setjast þar að heldur vera um haustið og ganga ffá ýmsu en fara síðan eitthvað út á land í lítið rólegt þorp og setjast þar að. Systir mín og mágur voru þá búin að kaupa hús með ófrágengnum kjallara. Þau fengu mig til að innrétta hann um veturinn. Að því loknu var Guðmundur Lárusson kominn í sam- band við mig aftur og fékk mig þá til að vera hjá sér yfir iðnaðarhúsum sem hann var að smíða vestur á Granda. Ég var búinn að vinna lengi við húsasmíðar þegar ég fékk húsasmíða- réttindi og það var Ingvar byggingar- fulltrúi á Sauðárkróki sem gekk ffam í því að útvega mér þau. En það má segja að húsasmíði hafi verið mitt að- alstarf um ævina. Ég kom mér upp steypumótum. Það voru fyrstu fleka- mót sem komu í Skagafjörðinn. Ég var búinn að vera með byggingarflokk fyrir Guðmund Lárusson á Skaga- strönd sem fylgdi svona mótum. Þá byggðum við m.a. ijárhúsin á Skefils- stöðum á Skaga. Svo þegar hann hætti með mótin og flokkinn fékk ég mér mót og hélt áfram sjálfur. Þegar við vorum að byggja á Skefilsstöðum kemur bíll með Reykjavíkurnúmeri og stansar. Snarast út maður og til okkar og fer að spyija hvað við séum að byggja hérna. Einhver verður fyrir svörum og segir að við séum að byggja hér ijárhús og heygeymslu, sem var öll í votheysgryijum. Hann svarar að það geti nú ekki verið enda stóðu önnur eldri fjárhús þama skammt fyrir neðan. Segi ég í gamni við hann að þeir séu bara að ljúga þessu strákamir. Þetta eigi að vera fé- lagsheimili og þetta sé senan sem við séum að slá upp fyrir en það vom vor- heystumamir. „Ja það var öllu nær“, svarar maðurinn og snarast inn í bíl og fer svo með það. Ég byggði mest útihús en þó byggði ég sumarið 1975 þijú íbúðarhús á Lækjarbakka í Steinsstaðahverfinu í Skagafirði, að hluta eða í heild og stækkaði sama sumarið íbúðarhúsið á Álfgeirsvöllum. Eftir að ég fluttist suður 1986 hef ég meira og minna verið að smíðum fyrir austan fjall. Það var eiginlega vegna þess að ég komst í endumýjuð kynni við Jón frá Skollagróf. Við kynntumst upphaflega í gegnum hestamennsk- una. Meðan ég var fyrir norðan var ég alltaf starfsmaður á Vindheimamelum. Þama var ég m.a. tvívegis á landsmót- um og þama kynntumst við Jón fyrst. Ég fór svo að smíða fyrir Jón hesthús í Kópavoginum eða laga eitthvað í nokkrar vikur. Þá fer hann að tala um við mig að koma austur og byggja fyr- ir sig fjós. Það verður svo úr. Ég byggði þama ljós fyrir 60 gripi og þetta tók mig heilt ár. Annað slagið 252 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.