Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 27
Syngdu mig heim yfir sólgullnar leiðir,
sveitin mín bíður í kvöldsins roðaglóð.
Dalurinn Ijúfi, sem lokkar og seiðir,
laðar mig brosandi heim á forna slóð.
Syngdu mig heim, er grænka grundir;
gefðu mér bernskunnar unaðsdraum á ný.
Þar munu bíða mín fagnaðarfundir,
fögur er sveitin mín, iðjagræn og hlý.
Brosandi vordagar bíða mín heima,
burt vil ég halda af grárri, kaldri strönd.
Dýrasta ódáinsunaðinn geyma
œskunnar broshýru sólskins draumalönd
Rómantík er ofarlega flestum, og þekkir ekki aldur.
Árin eru í huga okkar fyrst og fremst. Hver er kominn
til að segja að áttrætt fólk geti ekki elskað og þráð?
Guðrún Hansdóttir, sem er kunn lesendum Heima er
bezt, vegna viðtalsins í febrúarheftinu, yrkir ljóð, sem
hún nefnir
Ung rómantík
Ó, hvað ég elska þig heitt,
ástin mín, lagið fær seitt
hug minn og hjarta til þín,
himneska kvöldstjarnan mín.
Samstiga í dunandi dans,
draumheimi konu og manns
öðlumst við hamingjuhnoss,
heitan og ástþrunginn koss.
A ég svo ást þína að láta
jýrir annarra vináttu? Nei!
Þú skalt verða mitt leiðarljós,
uns lífið ég kveð og dey.
Mér hefur borist ljóð, sem nefnist „Músadansinn“, og
er sagt eftir ókunnan höfund. Bréfritari lætur heldur ekki
nafns síns getið, en gaman væri, að hann opinberaði sig,
og verður hans þá getið í næsta hefti HEB. En hér kemur
ljóðið Músadansinn:
Klukkan sló og tólf var orðið úrið;
þá trítluðu átján mýslur inn I búrið.
Þœr áttu engan kjólinn,
en œtluðu þó um jólin að dansa dátt;
því ekkert músaraugað var þá stúrið.
Músamamma setti upp svuntujina,
og músapabbi reykti pípu sína,
Þá var nú kátt í koti,
af kökum og af floti var næsta nóg;
og þar var einnig kjöt og kœfuskrína.
En þegar veislan var í hæsta gengi
og veslings mýsnar dansað höfðu lengi,
þá fór að kárna gaman, þær tístu allar saman,
því kisa kom í gœttina og gretti sig í framan.
Ekki þarf að sökum svo að spyrja,
á sínu verki kisa fór að byrja.
Hún öllum hópnum eyddi;
hún urraði og veiddi með kœnni kló,
og fór svo loks af kátínu að kyrja.
Mér hefur borist gamall húsgangur, sem vel fer á, að
birtist hér í þjóðlegu heimilisriti, líklega því eina og
sanna, á þeirri öld hraðans, sem við lifum á. Hér kemur
ljóðið:
Geirlaug mín góða,
þér góðar óskir flytja vil,
og allan þann gróða,
sem auga mannsins leit.
Bónda og barna
og bláhvel eins og tólgarskjöld,
og kinda og kvarna
og kúa best í sveit.
Allt hríniþetta
á þér, kæra Lauga mín.
Er svo að detta á endann grín.
Eigum við svo ekki að enda þennan þátt með fogru
vorljóði, sem mér hefur borist frá einum ágætum lesanda
þáttarins. Hann láti í sér heyra.
Gleðilegt sumar, sólar guðsins brands,
sé ég lyftastyfir heiði og djúpið.
Miðnœtursólar blómga bjarmalands,
blessun af hverju stráiþínu drjúpi.
Loftið er fullt af Ijósi og fuglasöng,
líjið er eins og fallegt barn að vakna.
Morgnarnir heiðir, kvöldin Ijós og löng
lyfta þeim glöðu; hugga þá er sakna.
Og nú fer vel á því að óska gleðilegs sumars; það hlýt-
ur að vera komið fyrir löngu.
Kveðjur til ykkar, kæru lesendur.
Auðunn Bragi Sveinsson,
Hjarðarhaga 28,
107 Reykjavík,
Sími 552 6826.
Netfang: audbras@simnet. is
Heima er bezt 267