Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 42
6. hluti
X
Fuglar á íslandi
s
póinn er stór vaðfugl,
sem er áberandi í mólendinu, þrátt fyrir brúnleitan
felulit. Hann hefur langt, niðursveigt nef og langa fæt-
ur.
Á miðjum dökkbrúnum kolli er ljós rák.
Á varpstað heyrist vellandi röddin, sem flestir þekkja
svo vel. Flugröddin er af’tur á móti hratt, hneggjandi tóna-
flóð.
Spóinn er ein algengasta tegundin í mólendi og heiða-
löndum Færeyja og íslands, en sunnar kemur ijöruspóinn
smám saman í hans stað. Það eru stofnar í norðanverðri
Evrópu, Síbiríu og N-Ameríku en ekki t.d. á Grænlandi.
Fuglar frá eyjasvæðinu og Skandinavíu fara nær allir til
vetrarstöðva í V-Afríku. Þeir hverfa heim á leið í lok apríl
og í maí og hverfa þaðan aftur í júlí-september.
Á haustin eru margir ijöruspóar á ströndum Atlants-
hafsins en það er helst þá sem erfitt getur reynst að að-
skilja þessar tvær tegundir.
íslenski spóinn er eindreginn farfugl. í síðustu viku
aprílmánaðar má fyrst eiga von á honum við suðurströnd-
ina og í fyrri hluta maí er landið að heita má undirlagt.
En dvöl hans er þó skammvinn eða rétt um fjórir mánuð-
ir.
Spóinn er mjög áberandi fugl í náttúru landsins. Ekki
er það samt lilturinn sem veldur því, eins og gefur að
skilja, heldur aðrir þættir: stærð fuglsins, langt og bogið
nefið og ekki síst hljóðin, þetta sérkennilega vell, sem
hann gefur frá sér.
Hann verpir allt frá ströndum og upp til heiða og er
reyndar einn algengasti fugl í mólendi og heiðalöndum
íslands. Aftur á móti er hann fáséður á miðhálendinu.
Kjörlendið er þýfðir mýra- og fljóajaðrar, þar sem mætast
votlendi og þurrlendi, en einnig kann hann prýðilega við
sig á þurrum og snöggum grasbölum við sjávarsíðuna.
Þetta er einkvænisfugl. Varpið hefst seint í maí og
stendur fram í byrjun júní. Eggin eru perulaga og venju-
legast 3-4, en geta þó verið 2-5 að tölu. Þau eru mosa-
græn eða ljósbrún, sett dökkbrúnum og gráum flikrum.
Þeim er komið fyrir á jörðinni, í grunnri laut, 4-6 cm
djúpri og um f8 cm í þvermál, sem gjaman er klædd með
stráum og visnuðum blöðum og stundum
nokkrum bolfjöðrum kvenfuglsins að auki.
Bæði foreldri sjá um útungun næstu 27-28 daga.
Fæða íslenska spóans er einkum bjöllur, fiðrildalirfur
og önnur skordýr og á haustin krækiber. í fjörum tekur
hann einnig sæsnigla og fleiri lágdýr. Nef spóans er
ákaflega næmt leitartæki, með fjölda skynfruma.
Eftir nægilega forðasöfnun, jafnvel þegar upp úr
miðjum júlí, er svo haldið á brott frá íslandsströndum í
mörgum, litlum hópum og þó oft í oddaflugi. í september
er fátítt að rekast hér á spóa nema þá helst sunnanlands.
Talið er að a.m.k. einhver hluti íslenska spóastofnsins
fljúgi viðstöðulaust yfir hafið, alla leið á áfangastað í
Afríku.
Rödd spóans er hvell og fuglinn sjaldan þögull á varp-
tíma. Er ýmist kallað að hann velli graut, hringvelli eða
langvelli.
íslenski spóastofninn er talinn hafa að geyma 100.000 -
200.000 varppör.
Fyrr á öldum var talið að ákveðinn hluti íslenska
stofnsins ílentist hér vetrarlangt í fjörum. En síðar kom í
ljós að um aðra spóategund var að ræða, eða þá sem
minnst var á hér í upphafi, fjöruspóa. Er það suðlæg teg-
und og miklu stærri og harðgerari.
í íslenskri þjóðtrú rekst maður víða á spóann. Er hann
gjarnan talinn allra fugla vitrastur og því gott að treysta
orðum hans. En fyrir kom að hann reyndist falsspár, og
þá úthúðuðu menn honum. Gamalt orðtak segir að þegar
spóinn hringvelli boði hann að allar vetrarhörkur séu á
enda eða eins og segir í vísunni um hann og tvo aðra spá-
fugla:
Heyló syngur sumarið inn,
semur forlög gaukurinn,
áður en vetrar úti er þraut
aldrei spóinn vellir graut.
Þegar hann langvall boðaði það votviðri. Ef margir
fuglar söfnuðust heim að bæjum, var stormur og úrfelli í
vændum. í Noregi var því trúað að ef spóinn dritaði á
karlmann, væri stutt í að ljárinn brotnaði; ef um konu var
að ræða, átti hrífuskaftið að fara sömu leið.
Heimildir:
ísjygla (íslenskir fuglar, Aves Islandicœ), eftir Sigurð Ægisson,
Handbók, Sören Sörensen og Doreta Bloch.
282 Heima er bezt