Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 17
samdi og er frá 1706 segir hann um svæðið upp af Víðidal. „Hætt er hestum fyrir foröðum, ef þeir á fjall ganga.“ Þetta segir all nokkuð. Vatnsnes og Vesturhóp Á Vatnsnesi vestanverðu lá vegur meðfram sjónum frá bæ til bæjar. Nyrsti bærinn á Vatnsnesi var Hindisvík. Þar bjó m.a. séra Sigurður Norland, en hann þjónaði Tjarnar- prestakalli á árunum 1923-1955. Hindisvíkurkynið er af hans ræktun, en það hefur skilað úrtökuhrossum inn á milli, þurrbyggðum og vilja- miklum. Um slíka hesta segja menn suður í Borgarfirði að þeir séu bráð ólatir. Þar þykir stráksskapur og óheflað að nota einfalt orð eins og viljugur. Hindisvík var mikil hlunnindajörð og þar er friðað selalátur. Þarna við nyrsta haf er ein af náttúruperlum Vestur-Húnavatnssýslu Af Vatnsnesi lá leið út með Nes- björgum og yfir þau hjá Óskoti gömlu eyðibýli, en þar er kleif í Björgin austanverðu og lá vegurinn þar. Því næst áfram að vaðinu á Bjargaósi. Þeir sem áttu erindi út á Blönduós fóru þessa leið. Farið var um Þingeyrarsand, Flatir og síðan ineðfram sjónum fyrir neðan Hjalta- bakka. Tvö vöð voru á Húnavatni, eitt á leirunum gegnt Þingeyrum og annað fyrir utan Geirastaði, Geira- staðavað. Vaðhvammur er hjá Myrkubjörg- um en þar er vað yfir á Þingeyrar- sand. Þarna er öslað í vatni góðan spöl og hyggilegast að fara í fylgd kunnugra. Munnmæli herma að Galdra-Páll Oddsson hafi verið brenndur á Nes- björgum. Þetta var árið 1674 og ein síðasta galdrabrennan á Islandi. Hið rétta er hins vegar tiö hann var brenndur á Þingvöllum. Páll hafði rist konu sinni helrúnir á ostsneið og sett smjör yfir. Þetta töldu menn að hefði dugað kerling- unni. Páll var frá Flóakoti, sem stóð fyrir neðan bæ hjá Stóruborg. Fyrrum lágu alfaravegir úr Vestur- hópi um Borgarbæina á vöðum eða ferju yfir Víðidalsá og þaðan á þjóð- brautina í utanverðum Víðidal. Leiðir lágu með Hópinu fyrir norð- an Refsteinsstaði og Miðhóp. Annar vegur lá hjá Enniskoti að Miðhópi. Þessir vegir komu saman litlu norðar. Áfram lá leiðin austur hjá Hólabaki um svonefnda Hólabakskeldu í gegn- um Vatnsdalshóla og yfir Vatnsdalsá á Skriðuvaði. Annar vegur lá frá Miðhópi og austur á melana milli Steinness og Haga og síðan út Ásagötur vestan Þingeyra og yfir um Húnavatn hjá Geirastöðum. Fyrir vestan Sveins- staði liggur Hagavegur, fyrrum reið- götur munka í Þingeyrarklaustri. Hann lá áfram fyrir norðan túnið á Þingeyrum og út á Þingeyrarsand. Heiðargötur lágu frá Þverá upp Þverármúla og hjá eyðibýlinu Heið- arbæ. Síðan niður þar sem Kattarrófa heitir og með Katadalsá að bænum Katadal og áfram að Tjörn á Vatns- nesi. Vegur þessi þótti blautur og seinfarinn í múlanum. Kattarrófu- nafnið er talið til komið vegna þess hversu vegurinn teygði úr sér líkt og rófa á ketti. Úr Katadal lá leið um Engjabrekk- ur yfir í Þorgrímsstaðadal. Inn Þor- gímsstaðadal lágu götur og um Mið- tungu, en hún er á milli Ásgarðsdals og Ambáttardals. Um Miðtungu liggja gamlar götur suður Vatnsnes- fjall um Háheiði, Leirkamb og Þrælsfell og kemur á leiðina að vest- an og á Breiðabólsstað í Vesturhópi á miðjum Langahrygg. Vestan í Háheiði og Leirkambi er Bani, þverhnípt fyrir botni Gulldals. Þar á kirkjufólk frá Katadal, 18 manns, að hafa hrapað til bana. Breiðabólsstaður í Vesturhópi er fornfrægt höfuðból og prestssetur. Þar bjó um aldamótin 1100 höfðing- inn Hafliði Másson. Hann lét fyrstur manna færa íslensk landslög í letur. Þeir deildu, hann og Þorgils Oddason á Staðarhóli í Saurbæ. Á Alþingi eitt sinn hjó Þorgils af Hafliða þrjá fing- ur. Vegna þessa krafðist Hafliði hárra fébóta. Af þessu tilefni varð til orð- takið: „Dýr myndi Hafliði allur, ef svo skyldi hver limur.“ Seinna var prentsmiðja á Breiða- bólsstað en það var Jón Arason Hólabiskup, sem fékk hana hingað til lands og var hún fyrst staðsett á Hól- um. Með henni fylgdi sænskur prent- meistari Jón Matthíasson. Jóni þess- um var veittur Breiðabólsstaður árið 1535 og flutti hann prentsmiðjuna með sér frá Hólum. Á korti Björns Gunnlaugssonar frá 1844 virðist vera teiknuð leið frá Breiðabólsstað yfir að bænum Ham- arsá á Vatnsnesi vestanverðu og eins frá Þverá að Hamarsá. Heydalsleið lá frá Breiðabólsstað um Heydal og Langahrygg hjá Kára- borg og niður að Hvammsbæjum. Þama var gamla fjárrekstrarleiðin úr Vesturhópi yfir að Hvammstanga á haustin með fé til slátrunar. Annar vegur lá vestur yfir fjallið frá Ósum og vestur að Katadal í Tjarnarsókn. Þarna var bæði bratt og grýtt og víða blautt. Friðrik Sigurðsson, sá sem myrti Natan Ketilsson til íjár, var frá Kata- dal. Hann var ásamt vitorðskonu sinni, Agnesi, hálshöggvinn í Vatns- dalshólum 12. janúar árið 1830. Hún var 35 ára gömul en Friðrik tvítugur. Þrístapar heitir þar sem þau voru tekin af lífi og eru þeir fýrir norðan aðal þjóðveginn. Þetta var síðasta aftakan á íslandi. Síðan þá hefur mönnum ekki þótt viðeigandi að dæma fólk til dauða hér á landi. Hvernig er líka hægt að dæma fólk í eitthvað sem við vitum ekki hvað er? Við vitum svona nokkum veginn hvað 16 ára fangelsi þýðir, en við vitum ekki hvað dauðinn er. Natan Ketilsson bjó að Illugastöð- um á Vatnsnesi vestanverðu. Um tíma bjuggu þau saman, hann og Vatnsenda-Rósa, og áttu þau börn saman. Hann þótti lagtækur smiður en virðist hafa tamið sér nokkuð kaldhæðnislegt lífsviðhorf ef marka má þessa vísu eftir hann: Hrekkja spara má ei mergð, manneskjan skal vera, hver annarrar hrís og sverð. Hún er bara til þess gerð. Framhald á bls 280 Heima er bezt 257

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.