Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 24
Kviðlinga kvæðamá 109. þáttur Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson Lesendur góðir. Sumarið verður vafalaust í veldi sínu, þegar júníheftið birtist ykkur. Bjartir og langir dagar, jafnvel bjartar nætur, heilla þá, sem leggja leið sína til okkar frá öðrum lönd- um. Þeir eiga ekki slíku að fagna á sínum heimaslóðum. Því hefi ég kynnst við dvöl erlendis. Við eigum ýmislegt til, sem dregur erlenda gesti að, þrátt fyrir legu lands okk- ar, norður undir heimskautsbaug. í marshefti HEB birtust erindi, sem skrifuð voru i vísnabækur skólafólks á sínum tíma. Oft voru þetta hnyttnar stökur eða erindi í íjórum línum, sem gott var að muna. Mig langar til að birta hér nokkur sýnishorn, sem skrifuð voru á sínum tíma í minningabók mína úr Kenn- araskóla Islands fýrir meira en hálfri öld. Gaman er að lesa þennan kveðskap nú eftir öll árin, og spurning vakn- ar, hvort nú, í upphafi 21. aldar, séu skrifaðar vísur og er- indi af þessum toga. Ein ágæt skólasystir skrifar þetta fagra erindi, um leið og hún þakkar fyrir samveruna og óskar mér alls hins besta: Alls hins besta óska égþér; allt þér gangi í haginn. Skíni sól, sem eilíf er, á þig sérhvern daginn. Einn ágætur bekkjarfélagi minn á þessum árum var Garðar Guðmundsson frá ísafirði. Hann skrifar þetta er- indi í minningabókina: Eg ber ei um haustsins hag hugarvíl og gróðalíkur. Nóg að gera, og glaðan dag gefðu mér, - þá er ég ríkur. Garðar er fæddur 26. janúar 1924, á ísafirði, einmitt daginn, sem sól sést þar á ný eftir tveggja mánaða sólar- leysi eða meira. Á 25 ára afmæli hans gat ég ekki stillt mig um að yrkja til hans afmælisbrag, sem þannig hefst: Þegar sólin sást á ný sigra fjallaspengur, fœddist Isafirði í fagur, lítill drengur. Áfram rennur árafjöld; ekkert fœr því bifað. Fjórða hluta hann úr öld hefur séð - og lifað. Og það var ekkert minna en ein af bestu stökum eftir Stephan G., sem ein skólasystir sendi mér. Mér finnst, að allir íslendingar ættu að læra þessa stöku - um stökuna: Hlustir þú og sé þér sögð samankveðna bagan. þér er upp í lófa lögð, landið, þjóðin, sagan. Gamansemi bregður fyrir í ljóðum þessum. Einn ágæt- ur bekkjarfélagi, Björgvin Jósteinsson frá Stokkseyri, set- ur þetta erindi eftir Þuru í Garði - Þuru Ámadóttur (1891- 1963) í minningabókina: Lengi lifa gamlar glœður í gömlum kynningum. En aldrei sjá þeir brúnkubræður í botn á minningum. Steinunn Sigurðar frá Efri-Langá, Dalasýslu, skrifaði þetta í minningakverið mitt: „Auðunn, mundu ávallt, að stakan og hennar töframátt- ur er besta leiðin til að létta skapið, ef við erum í þungum þönkum. Mundu: Að kærust Iðunn kenndi þér að koma saman stöku, svo að fyrir fljóðum hér fáir þú haldið vöku. “ Meira set ég ekki að sinni á pappírinn af þessum skóla- skáldskap, en vera má, að meira komi síðar. Nógur er tíminn til þess. Bjarni Theódór Rögnvaldsson prestur og kennari (f. 1932) er dóttursonur Theódórs Friðrikssonar rithöfundar (1876-1948). Hann hefur fengist nokkuð við ljóðagerð og ritstörf af öðrum toga. Hér fer á eftir ljóð, sem hann nefn- ir SAMHLJÓMASTEF: 264 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.