Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 44

Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 44
tók hann fram bankabókina góðu, sem hafði nú að geyma dijúgan skilding, sýndi Andre svart á hvítu hver væri réttur eigandi hennar og afhenti honum fjársjóðinn og pilturinn gat ekki neitað því að taka við eign sinni. - Svona lékstu á á mig, afi Jensen, varð Andre íyrst að orði. - Þetta var eftir þinni höfðingslund. Og það var hlýtt faðmlagið sem hann fékk frá viðtak- anda, þama inni í sparisjóðnum. Andre hefur vegnað vel í lífinu. Hann á góða konu og mannvænleg böm, er fyrir löngu orðinn meðeigandi í blómlegri útgerð tengdaföður síns og aðal rekstrarstjórinn. En þrátt fyrir alla velgengni sína á íjarlægum slóðum, hef- ur Andre ekki gleymt gamla afa Jensen. A hverju vori, frá því að hann flutti úr firðinum, hefur hann komið í heim- sókn til hans og dvalið ekki skemur en í vikutíma, í tvö skipti hefur Liselotte og börn þeirra komið með honum og þetta hafa verið miklir gleðitímar í fornaldarbænum. Á þessu vori er Andre einn í för og í skyndiheimsókn sökum anna, en hagaði komu sinni á þann veg að geta glaðst með tvíburunum á tvítugsafmæli þeirra og nú brosir sá tímamótadagur við frá heiðum himni. Afi Jensen vaknar skyndilega upp frá þessu endurminn- inga flæði. Hvað er hann að hugsa! Stendur hér úti á hlaði eins og skýjaglópur, með gest í baðstofunni. Og hann hrað- ar sér inn í bæinn. Asbjörg lítur yfir blómum skreytt, fullbúið veisluborð. Bros líður um andlit hennar. Þetta er vissulega stór ham- ingjudagur í lífi fjölskyldunnar, en þó með eilitlu saknað- arívafi. Tvítugir synir að fljúga senn úr hreiðrinu, en slík er framvinda þessarar tilveru. Lögmál, sem flestir foreldrar verða að lúta. Afi Jensen og Andre Rekdal eru mættir ásamt jafnöldr- um og vinum þeirra tvíburanna, til þess að gleðjast með þeim á góðum degi og Asbjörg snýr sér brosmild að gest- um og heimamönnum og býður þeim að ganga til borðs. Og brátt sitja þau öll saman að ljúffengum kræsingum og njóta vel. En mitt í allri veislugleðinni sækir sá vonlitli óskadraumur enn fastar en fýrr á huga Jensen yngri, að mega sigla á fjarlæg mið, um svipað leyti og Lars bróðir hans hefur smíðanámið hér heima í föðurlandi þeirra. En núverandi staða í þeim efnum gefur engin fyrirheit um lausn. Hann hefur að undanförnu lesið gaumgæfilega allar blaðaauglýsingar varðandi sjávarútvegsmál og mannaráðn- ingar, en hvergi fundið laust starf í boði á síldveiðiskipi yfir komandi sumarvertíð. Hann ætlar samt ekki að gefast upp fyrr en allur síldveiðifloti Norðmanna hefur leyst land- festar og siglt til hafs. Við veisluborðið beint á móti þeim tvíburunum, sitja þeir afi Jensen og Andre Rekdal. Jensen yngri virðir fyrir sér nokkur andartök, þessa heiðursmenn og skyndilega kviknar ljós í hugskoti hans. Andre er útgerðarmaður í heimabæ sínum, það veit hann, en á hvaða veiðar hann gerir út skip sín yfir sumartímann, veit hann hins vegar ekki. Hann ákveður að borðhaldi loknu að kynna sér þetta og nýr vonarneisti kviknar í ungum barmi. Innan stundar rísa mettir veislugestir ffá borðum, dreifa sér um stofuna og aðrar nærliggjandi vistarverur og lofa aðalmáltíðinni að sjatna ögn fyrir „desertinn.“ Kjell og Andre Rekdal velja sér sæti í einu homi stof- unnar og taka tal saman. Jensen yngri gefur þeim auga en hann er of háttvís til þess að ganga á tveggja manna tal og heldur áfram að sinna gestunum við hlið bróður síns, eins og skyldan býður honum. Kjell, húsbóndinn, þarf einnig að sýna fleiri gestum þann virðingarvott að ræða við þá. Hann biður því Andre brátt að hafa sig afsakaðan, rís úr sæti og gengur á brott. Andre þekkir skyldur húsbóndans við slíkar aðstæður sem hér og unir þessu vel. Hugur hans reikar þrettán ár aftur í tímann, fyrsta borðhaldið sem hann sat í þessari vinalegu stofú, líð- ur honum nú fyrir hugarsjónir, ljóslifandi. Þá var hann illa á vegi staddur, allsvana einstæðingur, nýlega búinn að missa móður sína og átti sér hvergi víst húsaskjól. Hann á þessari fjölskyldu héma mikið að þakka, skyldi honum aldrei gefast tækifæri til þess að sýna á einhvern hátt þakk- læti sitt í verki, hugsar hann og lítur yfir hópinn í stofúnni. Litli sjö ára drengurinn, sem fyrstur kom auga á hann forð- um, þar sem hann hnipraði sig saman við rætur barrtrésins í skógarjaðrinum og benti öðmm á það sem hann sá og varð honum til bjargar, er nú orðinn tvítugur maður. Hratt snýst tímans volduga hjól. En í næstu andrá stendur þessi tvítugi sveinn við hlið Andre og spyr hæversklega: - Má ég setjast hjá þér, Andre? - Já, vinur, hvort þú mátt, mín er ánægjan, gjörðu svo vel, svarar hann alúðlega og Jensen yngri tekur sæti föður síns. Nokkur andartök ríkir þögn, svo segir Andre léttum rómi. - Afi þinn var að segja mér að Lars væri kominn á samning hjá byggingameistara. En hvað um þig, Jensen minn? Pilturinn dregur andann djúpt. - Mig langar til þess að víkka sjóndeildarhringinn og sækja á fjarlæg mið, svarar hann hæglátlega. - En það blæs ekki byrlega hjá mér í þeim efnum. - Jæja, og hvers konar andbyr er þetta, sem mætir þér, vinur, spyr Andre að bragði. - Ég hef verið að leita eftir skipsrúmi á síldveiðflotanum yfir komandi sumarvertíð, en ekkert fundið, svarar Jensen dauflega. - Veist þú um einhveija möguleika í Bodö? Andre brosir lítið eitt. - Já, hjá minni útgerð er það ætlunin að senda tvö skip til síldveiða á Islandsmið, á þessu sumri. Þau voru orðin fullmönnuð en tveim dögum áður en ég fór hingað til- kynnti matsveinninn á öðru skipinu veikindaforföll og óskaði eftir því að annar yrði ráðinn í sinn stað, en það mál var ekki afgreitt fyrir brottför mína að heiman og verður ekki gert í fjarveru minni. 284 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.