Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 45

Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 45
Hvernig litist þér á það, Jensen, að gerast matsveinn? - Mér litist vel á það ef ég kynni nægilega til verka. Ég hef stöku sinnum aðstoðað mömmu í eldhúsinu og haft gaman af því, en sú undirstaða dugar trúlega skammt til þess að gerast matsveinn á skipi, svarar Jensen með hægð. - En mamma þín er listagóð matreiðslukona, ég þekki það af eigin raun og skip mín fara ekki til veiða á næstu dögum. Hvemig væri að biðja mömmu þína að taka þig á námskeið yfir biðtímann og kenna þér það nauðsynlegasta í almennri matargerð og eins að gefa þér góðar uppskriftir í veganesti. Fyrrverandi matsveinn var ekki með próf í greininni upp á vasann en engar kvartanir bárust út af fæð- inu hjá honum, segir Andre léttum rómi. - Ja, ég veit að mamma er fús til þess að gera allt fyrir mig sem hún getur í þessu efni. Afi Jensen er líka lista- maður í matargerð og ekki stæði heldur á honum að leggja mér lið, en málið er, hvað get ég meðtekið af lærdómi á stuttum tíma, svarar Jensen festulega. Andre brosir uppörvandi. - Leggi þau saman í púkk, mamma þín og afi Jensen, kvíði ég ekki útkomunni. Þar mætast tveir snillingar og blóð þeirra beggja rennur í æðum þér, Jensen minn. - Jæja, fyrst þú treystir mér í þessu þá tek ég boði þínu fegins hendi og reyni að gera mitt besta. Þetta var sú kær- komnasta afmælisgjöf sem ég gat fengið, svarar Jensen og augu hans ljóma. - Það gleður mig að heyra, segir Andre innilegum rómi. - Ég hef lengi beðið eftir slíku tækifæri, vinur. Ég held heim til Bodö á morgun og geng þá formlega frá ráðningu þinni. Ég sendi þér svo skeyti þegar þú átt að mæta til skips. Þeir rísa b*ðir úr sæti og takast í hendur þessu til stað- festingar. Svo fallast þeir í faðma... Blikandi sær. Bræsund, síldveiðiskip frá Bodö, losar landfestar í heimahöfn og siglir til hafs. Sumarvertíð á ís- landsmiðum bíður í óráðinni framtíð. Jensen matsveinn stendur við eldavélina, hrærir í pottum og undirbýr fyrstu máltíðina í sjóferðinni. Hann er haldinn eilítilli tauga- spennu i þessari stöðu, meðal allra ókunnugra, en auðnist honum að gera skipsfélögum sínum til hæfis í þessari frumraun sinni, kvíðir hann ekki svo mjög framhaldinu og hann ætlar að leggja sig allan í starfið. Síðustu dagana sem hann dvaldi heima fór hann að til- mælum Andre og stundaði dyggilega matreiðslunám, bæði hjá móður sinni og afa Jensen, eftir því sem best hentaði hverju sinni, og að skilnaði hlaut hann að gjöf þykkan „doðrant“ með matar- og kökuuppskriftum frá móður sinni, en afi Jensen gaf honum nýjustu matreiðslubókina á markaðnum, ásamt sígildum heilræðum. Foreldrar hans og afi Jensen lögðu blessun sína yfir þessa sjósókn hans á fjarlægar slóðir. Þeim er það öllum kunnugt að takmarkið sem hann hefur sett sér og stefnir að í framtíðinni, er að verða skipstjóri af stærstu gráðu og sigla fleyi sínu um öll heimsins höf. Þau vita einnig að sú vegsemd kostar langt skólanám og undirbúningsstörf á hafi úti og þessi sumarvertíð er fyrsti vísirinn. Brottförin úr hans góðu foreldrahúsum reyndist tilfinn- ingaþrungnari en hann hafði órað fyrir. Þeir tvíburabræð- urnir fóru að heiman sama dag. Að vísu fór Lars ekki langt í burtu, aðeins í næsta byggðarlag með vinnuflokki sínum og fyrst um sinn væntanlegur heim um helgar. En hann, litli Jensen, á leið út I ystu höf. Skipshöfnin gengur inn í borðsalinn. - En sá ilmur, maður, gellur við frá einum í hópnum. - Og ætli bragðið sé ekki eftir því, tekur annar undir með honum og þeir líta kímnir hvor á annan. Nýi matsveinnin kemst ekki hjá því að heyra sprok þeirra. Skyldi þetta eiga að vera grín eða er þeim alvara, hugsar hann og eilítil óöryggiskennd fer um brjóst hans. En hann snarar fullu, stærðar fati með rjúkandi kjötrétti á borð og býður skipverjum hæversklega að gjöra svo vel. Þeir taka þegar sæti umhverfis matborðið og hefja snæð- ing. Jensen bregður sér frá um stund til einka þarfa, en skyld- an kallar og brátt snýr hann aftur til borðsalarins. Hann nemur staðar í dyrunum og lítur yfir sviðið, og honum bregður lítið eitt. Allur matur horfinn! Tómir diskar, bakk- ar og skálar mæta augum hans á víð og dreif um borðið en skipverjar halla sér makindalega að stólbökunum og virð- ast njóta þægilegrar hvíldar. - Afsakið, segir hann vandræðalegur á svip. - Var mat- urinn ekki nægur? - Jú, jú, svara kostþegar hans í kór. - En þú mátt gjarnan hafa þessa rétti enn ríflegri næst, kveður við frá einum þeirra og hópurinn tekur undir þetta með honum. Jensen andar léttar. - Ég skal taka þá ábendingu til greina, svarar hann festu- lega. Þetta var sú besta viðurkenning sem honum, ókrýndum matsveini, gat hlotnast í fyrstu tilraun og hlýtur að hvetja til dáða. Og sólgylltar lognbárur freyða fyrir stafni... Vaðandi síldartorfur um víðáttur hafsins. Skip af ýmsum stærðum, gerðum og þjóðemum mynda raðir um torfumar og vaskir sjómenn kasta á þær síldamótum, innbyrða silfur hafsins þar til sjórinn flýtur við lunnningar og sigla drekk- hlöðnu fleyi í höfn. Að löndun lokinni er haldið til hafs á ný, til nýrra dáða. En harðsnúið kvennalið fer hröðum höndum um fenginn, afhausar og slógdregur, raðar niður í tunnur og saltar. Á erlendum skipum er veiðin fullunnin um borð, slíkur er margbreytileikinn í athafualífi þjóðanna. Miklar annir, takmörkuð hvíld á landi og sjó, gjöfulir Heima er bezt 285

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.