Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 21
Viltu koma með næturgagnið Eftir ferminguna var ég lánuð til Reykjavíkur til að passa þar börn fyrir systur Ingimundar fiðlu. Og svo er þá til að taka að ég fór að vinna á Laugavegi 70 hjá Guð- mundi Amundasyni og konu hans, foreldrum Guðmundar Kristins, glímukappa. Þá var ég 16 ára og fannst ég vera orðinn heilmikill kvenmaður. Þau hjón voru elskulegt fólk. Ráku þarna greiðasölu og gistingu. Einu sinni rakst þama inn maður í skinnsokkum, með pokaskjatta á baki og segir: „Hér sé Guð.“ Þarna var þá Símon Dalaskáld á ferð. Ég vissi nú ekki almennilega hvernig ég ætti að svara þessari kveðju. Fór til frúarinnar og segi henni frá þessari undarlegu gesta- komu. „Er Símon komin,“ segir hún, „gefðu honum allt það besta sem við höfum, blessuðum karlinum.“ Og ég gerði það auðvitað. „Hvað heitir þú, hvers dóttir ert þú?“ spyr Símon. Ég segi honum það og þá kemur vísan samstundis: Steinþóra af börnum ber, burði hefur ólúna, sem að stór og sjáleg er, sextán ára núna. Þá segi ég: „Heyrðu góði, ég er að bera fyrir þig allt það besta, sem við eigum hér og nú langar mig til að biðja þig bón- ar.“ „Hver er hún?“ „Gerðu aldrei vísu um mig aftur.“ „Hvað segirðu og allir, sem vilja fá vísu frá Símoni. En gerðu þá annað fyrir mig. Viltu koma með nætur- gagnið upp til mín í kvöld,“ en það var sofið uppi á lofti. „Næturgagnið,“ hvað var nú það? Ég hafði aldrei heyrt þetta orð fyrr og vissi ekki hvers konar áhald þetta næturgagn var. Við töluðum nú bara um koppa suður með sjónum. Svo ég spyr Kristínu við hvað karlinn eigi. „Það er nú bara koppurinn,“ segir Steinþóra Einarsdóttir. hún, „og í kvöld skaltu taka koppinn, fara upp í miðjan stiga, renna honum inn eftir gólfinu og segja: „Hér er næturgagnið." Þetta lét ég mér að kenningu verða og fór þessi afhending á næturgagn- inu ágætlega fram. En karlinn var víst rótkvensamur. Mikilfengleg matarveisla Vorið 1907 þótti merkilegt á ís- landi. Þá réðumst við allar systurnar austur í sveitir. Ég fór að Helludal í Biskupstungum og var þar um sum- arið. En vorið var nú ekki merkilegt fyrir þessi vistaskipti okkar heldur konungskomuna. Kóngur og fylgjdarlið hans fór austur að Geysi og víðar. Sveitakon- urnar þarna eystra bökuðu öll ósköp af brauðum ofan í þetta fólk og var haldin mikil matarveisla við Geysi. Kindaskrokkarnir voru látnir ofan í poka, stungið ofan í hverina og soðn- ir í heilu lagi. Hverasvæðið allt var eitt stórkostlegt eldhús þarna undir berum himni. Er skrokkarnir voru soðnir voru þeir bornir inn í tjöld, hlutaðir sund- ur, stykkin látin í byttur og þær born- ar inn í önnur tjöld, þar sem höfðin- gjarnir og það drasl sem fylgdi þeim, gæddu sér á krásunum. Þarna var mikill urmull af sveita- fólki kominn til þess að sjá dýrðina, enda veður gott. Sjálfsagt hefur það búist við að geta fengið þarna eitt- hvað að borða því ekki skorti mat- föngin. Jón frændi minn frá Laug, kom mér þarna í vinnu. Ég var látin bera trog á milli tjaldanna svo ég hef nú svo sem gefið á garðann fyrir göfug- ar skepnur. Já, ég segi skepnur, því hvað er mannkindin annað en skepna og hreint ekki sú besta, sum hver. Nema ég hafði aldrei áður séð tjald. Ég legg nú af stað með hrokafulla byttu af kindakjöti í fanginu en var- aði mig ekki á þessum bölvuðu angalíum út frá tjöldunum, geng á eitt stagið og auðvitað á hausinn með það sama og kjötið handa kónginum komið út um allt. En ég skal segja þér, Magnús minn, að mikið fannst mér þetta ánægjulegt „slys.“ Ég stend upp með tóma byttuna, bendi á kjötið og segi: „Takið þið nú til matar ykkar og borðið þetta kjöt. Þið eigið það hvort sem er og það lítur ekki út fyrir að þið eigið hvort sem er að fá neitt hér. Kjötið er ekkert óhreint og grasið gerir ekkert til.“ Mikið er ég fegin því að ég skyldi detta þarna. Mér líður bara ennþá vel, þess vegna. Náðhús hans hátignar Eftir vinnutíma um kvöldið fór ég að skoða mig þama um. Rakst þá fljótlega á ákaflega fínan mann, allan í borðum og orðum og er hann að reisa einhvern trékumbalda, allan úr fínasta viði. Ég hélt að þetta hlyti að vera æðsti ráðgjafinn, svona líka glerfínn. Ég tek eftir því að á þessi húsakynni er fest blað og á því stend- ur: „Hér má enginn koma nema hans hátign.“ Þetta var þá hvorki meira né minna en kamar handa kónginum. Ég sá strax að þessi híbýli voru ekki fyrir mig, kannski ekki einu sinni til að horfa á þau, hvað þá meira, og sneri frá hið skjótasta. Fiskvinna hjá Alliance Um haustið fór ég til Reykjavíkur. Fór þá að vinna við fiskverkun hjá Heima er bezt 261

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.