Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 34
Sigurður Óskar Pálsson „Þú ert Ijótur..." Veturinn sem ég varð tvítugur var ég farkennari í Hjaltastaðarþinghá á Út-Héraði. Þetta var snjóaveturinn frægi 1950-51 og er hann enn í minnum hafður eystra. Ekki varð kennaramenntun mér til framdráttar í starfinu, en slambrast hafði ég gegn- um landspróf, svo kallað, frá Al- þýðuskólanum á Eiðum nokkrum misserum áður. Skólastarfið varaði í sex mánuði og var kennslunni svo háttað að nemendum var skipt í tvo hópa, þó ekki eftir aldri heldur sveit- arhlutum, og fluttist skólinn milli bæja á mánaðar fresti og kom þá nýr hópur til náms en hinn las fræðin heima þann mánuð. Fékk þannig hver nemandi þriggja mánaða skóla- vist. Skólaskyld voru börn 10 ára til fermingarárs. Þessi háttur var víða hafður á í sveitum og raunar miklu lengur samkvæmt undanþáguákvæði í fræðslulögum frá 1936 og endur- nýjað hafði verið í arftökum þeirra 1946, sem í áratugi voru nefnd „Nýju fræðslulögin“. Væru börn á aldrinum 7-9 ára á bæ þeim er hýsti skólann hverju sinni, var reynt að veita þeim fræðslu er taldist við þeirra hæfi og fyrir kom að barni og barni á þeirra reki úr grenndinni væri skotið inn í hópinn. Hjálpartæki við kennsluna í þessu skólahverfi voru ekki margbrotin enda fljóttalin: Nýlegt og allgott veggkort af íslandi, lítil tafla sem einnig var hengd upp á vegg og bók- in Dýramyndir eftir Bjarna Sæ- mundsson og flutti ég þessi gögn einatt með mér milli bæja, að sjálf- sögðu. Þess skal getið að meðal þess námsefnis, sem sérhverju barni var úthlutað frá ríkisútgáfú námsbóka, var hefti í u.þ.b. stærðinni A4 og innihélt það ólitaða uppdrætti af álf- um og löndum heimsbyggðarinnar. Hefti þetta var kennt við Jón Hró- bjartsson muni ég rétt og hafði kom- ið í gagnið snemma á stríðsárunum og þótt vera himnasending þá, þegar krakkar voru kortlausir að kalla og hafði ég á mínum tíma þóst góður er ég komst einhvers staðar yfir slitur af eldgömlu dönsku Atlaskorti frá því einhvern tíma fyrir kreppu, litlu í sniðum og var raunar ekkert heillegt af því nema þær síður er sýndu Norðurlöndin. Kennt var í stofunni ellegar þá í herbergi því sem ég svaf í eftir því sem húsum var skipað á hverjum bæ og lögðu heimilin til setgögn hverju sinni. Að vísu var mér tjáð að skól- inn ætti stóla handa nemendum og jafnvel kennaranum líka, en þá hafði dagað uppi á góðbúi, sem síðast hýsti hann næsta námsár á undan og voru sagðir notaðir þar til heimilisbrúks. Þennan vetur var skólinn aldrei á þessu heimili og komu þessir merki- legu stólar ekki fyrir mín augu né nemendunum til nota þetta misseri þrátt fyrir eftirgrennslanir formanns skólanefndar. Eg geri ráð fyrir að kennarar nú á dögum rækju upp stór augu væri þeim ætluð gögn á borð við þau, sem hér hafa verið talin, auk úthlutaðra skyldunámsbóka, sem þó hafa tekið miklum breytingum til bóta frá þeim 274 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.