Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.06.2002, Blaðsíða 25
Einlæg vonin verndar sálu manns, vekur bœn og gleði hugann jyllir. Dásamleg er dýrmæt gjöfin HANS; dögun hverja náðarskini gyllir. Innileikann íhygli þín fann, yndið, sem þér vísa leiðir kann. Kyrrðin Ijúfa ber í brjóstsins rann blíðukennd, sem innsta þelið stillir. Hvíslar þá rómur svo réttur og kær í roðablæ dagsins hjá sundum og vogum. Mildað þinn hugblæ sá hljómurinn fær, er hafflötur blikar í geislanna logum. Glöggskyggni er lofsverð sem markþitt og mið. Mundu að brosa og hœtta að tapa. Virknin er þörf geflur verómœti ogfrið. Vandinn er ætíð að höndla og skapa. Meta því skaltu þín göfugu gildi. Gerðu allt rétt; það vor ætlunin skyldi. Himindýrðin helga birtu glœðir, hugarljóminn styrkir andans glóð. Ungur vorblær vitund ferska grœðir, varmi lífsins gefur nýjan óð. Sólarmorgnar hlýja mannsins hjarta; hýr og glaður vektu máls á þvi, að sérhver eygi dýrð með dásemd bjarta og dyggðir hugumstórar enn á ný. Landsins dagar mætar myndir eiga. Máttu af lindum góðmennskunnar teyga. Efáttu bros og brjóstið undurhlýtt, má bæta og styrkja fögnuð alls, sem lifir. Þá grær í leyndum vonarblómið blítt og ber þér kyrrð, sem vakir mönnum yfir. Þitt er að skilja og skapa gleði nýja, skunda til hjálpar, eigi burtu flýja. Okkur er gert að varðveita og vera, vordýrðar óðinn fram til sigurs bera. Með nœmri sjón og söng og eigin mildi má sálarljóminn fagna því sem er. Ifriði og bœn dylst allt, sem gefur gildi; gœfa og blessun fylgi ætíð þér. Hagyrðingur júnímánaðar, hver skyldi hann vera? Jú, hann fæddist á Reykjum í Hrútafirði 5. september 1886 og var skírður Hjálmar. Foreldrar hans voru Guðrún Jóns- dóttir frá Svarðbæli í Miðfirði og Þorsteinn Ólafsson frá Haga, er þá bjuggu á Reykjum, en fluttust síðar suður í Garð. Hjálmar ólst upp á Reykjum hjá fósturforeldrum. Hann hóf búskap á Mánaskál á Laxárdal 1912 og bjó þar í fjög- ur ár. Þar mun Hjálmar hafa ort vísuna, sem hann stílaði til hreppsnefndarinnar: Minn er allur auður hér, engu svo ég halli: ofurlítið kvœðakver, krakkar átta á palli. Hjálmar fluttist árið 1916 suður á Kjalarnes og settist að á Hofi. Við þann bæ kenndi hann sig jafnan síðan. Hjálmar sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók 1928, er nefn- ist Geislabrot, en alls komu fjórar ljóðabækur frá hans hendi. Margar snjallar stökur orti Hjálmar frá Hofi. Hér kemur ein um það, er dagurinn styttist og hausta tekur: Skúrir stækka, skinið dvín; skuggar hœkka í bœnum. Sunna lœkkar Ijósin sín, laufum fækkar grœnum. Hjálmar var ölkær nokkuð um sína daga, sem urðu margir. Hann lést 96 ára, 1982. Um stórt þjór yrkir hann þannig: Halir fóru í hnútukast, hömpuðu stórum orðum. Höfðu þjórað heldur fast; - hornasjór á borðum. Um drykkfelldan mann orti Hjálmar á Hofi þetta: Hefur 'ann þetta háttalag, - heimurinn má þvíflíka: Fullur í gær og fullur í dag, fullur á morgun líka! Trúlega hefur Hjálmar átt við ljóðagerð sína, þegar hann orti: Varð mér á að vefa lín, þó væri þráður brunninn. Oft var besta ullin mín illa kembd og spunnin. Þegar Hjálmar sá tvo sjötuga karla fljúgast á í illu, orti hann: Þarna hallast ekki á; æfðir falli verjast. Undrar alla, sem að sjá sjötuga karla berjast. Um Harald Hjálmarsson frá Kambi, sem var hagyrð- ingur þessa rits í febrúar s. 1., orti Hjálmar frá Hofi: Hér er kominn Haraldur, hagorður og glaður. Eins þó hann sé ófullur er hann sómamaður. Heima er bezt 265

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.