Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.2005, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.01.2005, Qupperneq 4
Agœtu lesendur. Mannkynið er stöðugt á hraðfara framþróunarbraut, að minnsta kosti hvað tæknitengda hluti varðar, en það má kannski segja að það gangi heldur hægar með það sem tengist ýmsum mannlegum gildum og aðstoð við þá með- bræður sem minna mega sín í þeim heimshlutum sem skemmra eru á veg komnir. Það er nú þannig á öllum sviðum, að flestir hugsa fyrst um sig, þegar lífsgæðin eru annars vegar. Eldiviður framfara er eðlilega jafnan einhver von um ávinning eða aukna virðingu samferðamannanna, og áreiðanlega hefur það einnig verið uppspretta eins mesta vísindaafreks mannkynsins frá upphafi, sem unnið var fyrir rúmum 35 árum síðan, þegar manninum tókst að sigrast á hluta af óravíddum himingeimsins og stíga fæti sínum á annan hnött í sólkerfinu. í júlímánuði á síðasta ári voru sem sagt liðin 35 ár frá þessu stórkostlega afreki, sem heimurinn stóð bókstaflega á öndinni yfir, á meðan á því stóð. Ég þykist vita að flestir þeirra, sem komnir voru til vits og ára á þessum tíma, muni þessa atburði eins og þeir hefðu gerst í gær. Það er oft talað um það að þegar miklir atburðir og fréttir gerast, þá muni menn, áratugum saman, hvar þeir voru staddir eða að gera þegar þeim barst fréttin. Fræg eru t.d. slík dæmi af fjölda fólks, sem man nákvæm- lega hvar það var statt og við hvaða iðju, þegar fyrstu fregnir af morðinu á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta geystust um heiminn, eins og eldur í sinu. Og ég hef heyrt hjá mörgum af svipuðu, þegar rætt er um fyrstu lendingu mannaðs geimfars á tunglinu. Það var reyndar fyrrnefndur John F. Kennedy, sem gaf út þá yfirlýsingu árið 1961 eða 62, að stefnt skyldi að því að senda mann til tunglsins og ná honum þaðan aftur, fyrir lok yfirstandandi áratugar, þ.e. árið 1970. Ekki verður annað sagt en að þetta hafi verið djarflega mælt á þeim tíma þegar verið var að stíga allra fyrstu skrefin í því að mjaka mönnum rétt út fyrir gufuhvolfið, og gekk reyndar ekkert alltof vel. Og er ekki ólíklegt að mörgum hafi þótt sem þarna væri nokkuð draumkennd óskhyggja á ferðinni. En það ólíklega gerðist, að á miðju ári 1969 voru menn búnir að brúa bilið, ef svo má að orði komast, á milli jarð- arinnar og tunglsins, með því að senda þangað tvo menn og ná þeim til baka aftur, heilum á húfi. Má segja að sú þróun, það að finna aðferð til þess að koma mönnum út fyrir aðdráttarsvið jarðarinnar og síðan til tunglsins í beinu framhaldi af því, hafi ekki tekið öllu meira en um 11 ár. Það verður að segjast hreint með ólíkindum að svo stórkostleg framkvæmd og tækniafrek hafi getað þróast og átt sér stað á ekki lengri tíma. Má örugglega segja að dæmi um annað eins hafi aldrei þekkst í mannkynssög- unni og áreiðanlega mun langur tími líða áður en annað eins muni gerast aftur og á svo skömmum tíma. Þeir, sem efasemdir höfðu, töldu fyrst að hér væri um að ræða bæði einskæra heppni og tilviljun, að þetta hefði tekist. En það afsönnuðu menn rækilega með því að end- urtaka leikinn mjög fljótlega aftur, ekki bara einu sinni, heldur sex sinnum. Þar af varð reyndar einni ferðinni ekki lokið eins og til var ætlast, þegar Apollo 13. varð fyrir loftsteini og skaddaðist, þannig að hætta varð við tungl- lendingu og snúa farinu aftur til jarðar, eins og frægt varð. Þarna héldu menn að upp væri runnin öld geimferða og landvinninga í geimnum, og næsta skref yrði óhjákvæmi- lega það að senda menn til reikistjörnunnar Mars. Var meira að segja þegar farið að huga að áætlunum þar að lútandi og nefndu vísindamenn að með sama áframhaldi og stuðningi, nrætti takast að koma mönnuðu geimfari til Mars, fyrir árið 1985. Nú eru liðin 20 ár umfram tíma- setningu þeirrar bjartsýnu spár, og menn eru litlu nær, hvorki því takmarki eða öðrum í mönnuðum geimferðum. FJvað gerðist? Hvers vegna strandaði þessi stórkostlega framþróun og tæknigeta svona gjörsamlega? Svarið felst kannski að miklu leyti í upphafsorðum mínum hér á und- an. Þegar eldiviðinn þrýtur, þá logar ekki lengur eldurinn. Þetta mikla afrek var að mestu leyti drifið áfram af elds- neyti hinnar gífúrlegu samkeppni og metingi, sem ríkti á milli þá stærstu heimsvelda jarðarinnar, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Kalda stríðið var í algleymingi og kappið við að reyna að sýna og sanna að þjóðfélagskerfi hvors fyrir sig væri mikið betra og árangursríkara en hins, var gífurlegt. Það, öðru fremur, leiddi af sér þessa afar snöggu, og stórkostlegu þróun og framkvæmd. Það má segja að hún hafi í og með sprottið af von og ótta ráða- manna þessara stórvelda um heimsyfirráð. Þegar fyrstu rök í Bandaríkjunum, fyrir skynsemi þess að senda menn til tunglsins voru færð, heyrðist meira að segja, að það gæti skipt höfuðmáli hvor yrði fyrri til að nema land á tunglinu í hernaðarlegum skilningi. Töldu sumir að sá að- ili gæti jafnvel orðið í lykilstöðu með árásir á jörðina ffá skotpöllum á tunglinu. Framhald á bls 40 4 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.