Heima er bezt - 01.01.2005, Qupperneq 6
var dóttir Aðalsteins í Hvammi og
konu hans Jóhönnu Sigfúsdóttur.
Þegar Sigmar var ársgamall flytja
foreldrar hans að Sauðaneskoti,
sem var eins konar hjáleiga frá
prestsetrinu Sauðanesi. Þar bjuggu
þau i eitt ár en fara síðan að Ytri-
Brekkum á Langanesi, sem er ágæt-
is jörð. Þar búa foreldrar hans til
ársins 1942, en þá lést móðir Sig-
mars.
„Eftir að móðir mín lést var mér
komið til dvalar í Holti í Þistilfirði,
hjá Ingiríði Arnadóttur og þremur
börnum hennar: Þórarni, Arna og
Ambjörgu Kristjánsbörnum. Holt
var gott heimili og þar leið mér eins
vel og hægt var miðað við aðstæð-
ur.”
Þegar Sigmar er 14 ára kvænist
faðir hans Fjólu Friðjónsdóttur og
saman eignuðust þau dótturina O-
löfu Friðnýju. Eftir að Fjóla tók við
húsmóðurstörfunum á heimili föð-
ur hans, fór Sigmar heim aftur.
Móðir Sigmars, Sigrún Aðalsteins-
dóttir, hafði verið gift áður en
misst manninn. Þau eignuðust eina
dóttur, Jenný Ólafsdóttur, sem
Maríus gekk í föðurstað. Albróðir
Sigmars er Aðalsteinn Jóhann
Maríusson, múrarameistari.
Á þeim tíma sem Sigmar var í
sveitinni, voru göngur og réttir eitt
af þvi sem fólk hlakkaði mest til
og talsverð upphefð var fyrir unga
menn að fara í göngur. Sigmar seg-
ist ekki hafa farið nema í einar
göngur á Dalsheiði, en það voru
þriggja daga göngur og í það skipti
lentu gangnamenn í krapahríð en
komust heilu og höldnu til byggða
með safnið. „Fram að þeim tíma
hef ég sennilega þótt of ungur,”
segir hann.
Kvöldið örlagaríka
„Árið 1956, þegar ég er 21 árs,
lenti ég í bílslysi við Heiðarljall á
Langanesi, slysi sem hefur haft
mikil áhrif á allt mitt líf. Þegar
þetta gerðist var komið fram í nóv-
ember og farið að kvölda. Jörð var
alauð enda hafði verið gott haust.
Eg stóð fyrir framan minn bíl, sem var Willysjeppi, og
var að hella á hann vatni. Þá kom bíll á móti ofan af íjall-
inu á talsvert miklum hraða og
skall beint framan á minn bíl. Jepp-
inn minn hentist afturábak og högg-
ið var gríðarlega þungt, en ég varð í
milli bílanna. Ég hafði haft ljósin
kveikt á meðan ég var að hella
vatninu á hann. Ljósin trufluðu
ökumann bílsins sem kom á móti,
sem einnig var Willysjeppi, eins og
minn. Ég komst til læknis á Þórs-
höfn eftir 40 mín. Annar fóturinn
fór strax af en hinn lafði á. Björn
Pálsson sjúkraflugmaður var fengin
til þess að fljúga austur og sækja
mig og ætlunin var að koma mér á
spítala í Reykjavík. Þessa nótt brast
í stórhríð og Björn komst ekki
nema til Akureyrar. Slysið varð á
laugardagskvöldi og ekki var hægt að fljúga
austur fyrr en á mánudagsmorgun og lenti
Björn vélinni á Sauðanesflugvelli. Vegna
veðurofsans reyndist ekki mögulegt að fljúga
til Reykjavíkur og var farið með mig á Akur-
eyrarspítala. Björn komst ekki lengra en í
Búðardal, þar sem hann varð veðurtepptur og
varð að bíða þar átektar. Hann var ekki óvanur
svaðilforum en þessi ferð hans tók um þtjá
sólarhringa og hefur líklega verið sú lengsta í
sjúkraflutningum.
Þegar ég slasast var ég í vinnu við Radar-
stöðina á Heiðarfjalli en á vet-
urna var ég i Laugaskóla. Ör-
lagakvöldið fór ég til að sækja
konu sem var unnusta vinnufé-
laga míns og var því ekki einn í
bílnum þegar slysið vildi til.
Ég var í 11 mánuði á Akureyr-
arspítala og þar var hinn fóturinn
tekinn af mér. Unnusta mín,
Þórdís Jóhannsdóttir, kom til
Akureyrar og var þar um vetur-
inn og um vorið fæddist okkar
fyrsta barn á spítalanum, en hún
var ófrísk þegar ég varð fyrir
slysinu.”
Eftir spítalavistina á Akureyri
flutti Sigmar suður með konu og
barn en þau höfðu fest kaup á
íbúð í Lækjarhverfinu í Reykja-
vík, sem þá var að byggjast upp.
Eftir smátíma þar fer Sigmar til
Danmerkur á Orthopediskhospi-
tal og um áramótin 1957-1958
fær hann fyrstu gervifæturna.
Hann var á spítalanum í þrjá og hálfan mánuð og kom
heim í mars, en þá var hann búinn að vera fjórtán og hálf-
Tengdaforeldrar Sigmars, Jóhann
Gunnlaugsson og Berglaug Sigurðar-
dóttir, er bjuggu á Eiði á Langanesi.
Dœturnar Berglaug Selma, Sigrún Asta og
Hanna María.
6 Heima er bezt