Heima er bezt - 01.01.2005, Síða 7
ann mánuð á spítala eftir slysið.
Þegar hann er spurður að því
hvernig honum hafi gengið að
læra að ganga á gervifótunum
segir hann: „Það var dálítið
erfitt fyrst að halda jafnvægi,
þetta var eins og línudans, en ég
lærði að ganga á meðan ég var
á spítalanum.” Sigmar notaði
sömu fæturna í 11 ár en eftir
það hefur hann skipt við Össur
stoðtækjaframleiðandann.
Nemi óskast í gullsmíði
Þegar Sigmar kom heim fór
hann að huga að því hvað hann
gæti að fara gera til þess að sjá
sér og sínum farborða. Þann 26.
apríl 1958 sá hann auglýsingu í
blaði þar sem óskað var eftir
ncma í gullsmíði á gullsmíða-
verkstæði Halldórs Sigurðsson-
ar á Skólavörustíg 2. Sigmar
hringdi til Halldórs sem kom
samdægurs heim til hans og
fékk Sigmar með sér að skoða
aðstæður. Þegar þangað var
komið setti Halldór Sigmar
niður á stól og þar með voru
örlög hans ráðin hvað starf og
nám varðaði.
„Ég byrjaði á gullsmíðaverk-
stæðinu á Skólavörðustíg 2
seinni part dags. Þar starfaði ég
næstu sex árin, fyrst sem nemi
og lauk námi eftir íjögur ár eins
og lög gera ráð fyrir. Jafnframt
var ég í Iðnskólanum í Reykja-
vík. Ég byrjaði á því að vinna
skartgripi úr eir, eyrnalokka,
armbönd o.tl. Eirinn, sem not-
aður var í þessa skartgripi,
glansaði vel og um tíma var
þetta mikið í tísku en eins og
gengur runnu þeir sitt skeið.
Fljótlega fór ég að smíða úr
silfri og síðan gulli, sem er dýr-
asti málmurinn. í tvö ár eftir
nám vann ég á verkstæði Hall-
dórs og tók þar meistararétt-
indi. Það var gaman að starfa
þar og þangað komu ntargir skemmtilegir menn.”
Hverfisgata I6a
Númer 16a við Hverfisgötu er fallegt steinhús með
steinsteypuskrauti meðfram gluggum á kvistum. Þegar
gengið er fram hjá húsinu vek-
ur mesta eftirtekt fallegt
smíðajámsskraut fyrir glugg-
um á kjallara. Það var gert til
að hamla á móti innbrotum. I
þessu húsi er nú veitingastað-
urinn „Grái kötturinn,” í sama
plássi og Módelskartgripir
voru. Verslunin var í fremri
hluta húsnæðisins en verk-
stæðið á bakatil. Það sem
fangaði auga þegar komið var
inn í verslunina var hvað mik-
ið var til af fogrum og fjöl-
breyttum munum, eins og
hornum með silfurskrauti og
allskyns öðrum skrautmunum
ásamt glæsilegum skartgrip-
um.
„Ég stofnsetti gullsmíða-
verkstæði og verslun á Hverf-
isgötu 16a árið 1964 með
Pálma Jónssyni vini mínum. Hann smíð-
aði innréttingar í húsnæðið en Pálmi er
mublusmiður og byggingaverkfræðingur,
hann lærði einnig gullsmíði hjá mér.
Tvisvar var brotist inn í verslunina á með-
an hún var þarna. Eftir fyrra innbrotið
voru smíðaðar öryggisgrindur sem enn eru
fyrir gluggunum og mikil prýði er af.
Seinna innbrotið var árið 1996 þegar var
verið að vinna í götunni og allt upptætt
fyrir frama húsið. Þá var brotist inn innan
frá. Þjófarnir brutu sér leið niður og í
gegnum vegg og settu í sundur vatns-
leiðslu svo að allt flaut í vatni.”
Það gefur auga leið að af
þessu hafi verið mikil óþæg-
indi og tjón þó svo að allt
væri tryggt. Það kom fyrir að
Sigmar varð fyrir árásum ut-
angarðsmanna á meðan Mód-
elskartgripir voru á Hverfis-
götunni, en þeir höfðu ekki
erindi sem erfiði. Þar var afar
gestkvæmt á verkstæðinu, því
margir vinir Sigmars litu við í
kaffisopa. A heimili hans og
Þórdísar komu margir, enda
voru þau samtaka um að
taka vel á móti öllum, en
bæði áttu ættingja og vini úti á landi.
Stefán frá Möðrudal var einn af fastagestum á verk-
stæðinu. Stefán kom þangað daglega fyrir hádegi í 30 ár
og snæddu þeir Sigmar saman hádegisverð. Stefán var
ólatur við að skreppa í sendiferðir fyrir Sigmar og hefur
m
Maríus Jósafatsson á Skjóna. Myndin er tekin er
hann bjó á Hallgeirsstöðum.
Jenný, Aðalsteinn og Sigmar á Ytri-
Brekkum við Þórshöfn.
Sigmar, Aslaug og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, síð-
ari kona Sigmars.
Heima er bezt 7