Heima er bezt - 01.01.2005, Blaðsíða 10
Við hjá Heima er bezt hleypum nú af stokkunum nýj-
um þætti, er hlotið hefur heitió „Heilsupistillinn “, og
er hugmyndin að hann verði sem oftast í blaðinu, allt
frá því að vera í hverju hefti upp í að vera í öðru og
þriðja hverju. Mun þaðfara nokkuð eftir fyrirspurnum
íþáttinn, því við höfum hugsað hann þannig að les-
endur geti varpað fram ýmsum spurningum, sem þá
fysir aðfá svör við varðandi heilsufar ogýmis nátt-
úrulyf og bætiefni.
Til þess að svara þeim spurningum sem hér munu
birtast, höfum við fengið Ævar Jóhannesson, sem
vart þarf að kynna, því svo kunnur er hann af störfum
sínum og áhuga á ýmsum náttúrulyfjum. Er hann þó
líklega einna þekktasturfyrir lúpínuseyðið sitt, sem
hann hefur framleitt og veitt krabbameinssjúku fólki
með góðum árangri, endurgjaldslaust, á annan ára-
tug. Ævar er hafsjór affróðleik um margvísleg heilsu-
farsleg efni og þvkir okkur verulegur akkur í að fá
hann til samstarfs við okkur hér hjá Heima er bezt, og
hvetjum við lesendur blaðsins eindregið til þess að
nýta sér þetta tækifœri til aðfá upplýsingar og fræð-
ast um ýmislegt sem betur máfara ífæðuvali og bæti-
efnum, til betri heilsu.
Ekki er nauðsynlegt að nöfn fyrirspyrjenda birtist með
spurningunum í blaðinu, en við viljum þó að fólk láti
nöfn sín fylgja með til blaðsins. Munum við láta nægja
að birta bara fornafn viðkomandi. Senda má spurn-
ingarnar með bréfi, símleiðis eða tölvupósti, allt eftir
óskum, en netfang HEB er heimaerbezt@simnet.is
Til þess að byrja þáttinn þá fengum við tvo aðila,
Bjarna og Sigríði, til þess að varpafram fyrstu spurn-
ingunum um efni, sem þau hefðu áhuga á að fá svör
við og lögðu þau eftirfarandi þrjár spurningarfyrir
Ævar, sem birtir svör sín hér á eftir hverrifyrir sig:
Jíeiísu-
pistillinn
„SAzð er mín sÁoðun . . . u
C-vítamín og kvefpestir
Spurning:
Er líklegt að c-vítamín geti unnið gegn kvefpestum og
er eitthvað til í því sem sagt er um að það geti stuðlað að
myndun nýrnasteina, ef það er tekið í einhverju talsverðu
magni?
Svar:
Astæða þess að margir hafa áratugum saman notað c-
vítamín til þess að verjast kvefi og fleiri umgangspestum,
er sennilega sú að ekki ómerkari vísindamaður en dr. Lin-
us Pauling, sem tvisvar hefur fengið Nóbelsverðlaun, fór
að skrifa greinar um gagnsemi c-vítamíns við kvefi og
fleiri umgangspestum. Hann ráðlagði að nota miklu
stærri skammta en áður voru notaðir og taldi að það
læknaði kvef og inflúensu næstum samstundis og gagnaði
jafnvel krabbameinssjúklingum. Bók Linus Paulings um
þetta efni heitir: “C-vitamin and the common cold”, og
varð hún heimsfræg næstum samstundis.
Mikið hefur verið skrifað og rætt um hvort hægt sé að
verjast því að fá kvefpestir og inflúensu með því að nota
stóra skammta af c-vítamíni, þegar slíkar umgangspestir
Ævar Jóhannesson
svarar spurningum
lesenda um
heilsufarsleg efni
10 Heima er hezt