Heima er bezt - 01.01.2005, Side 11
eru að ganga. Sennilega er ekki til neitt einhlítt svar við
þessu, sem allir væru tilbúnir að samþykkja. Þó er víst að
fjöldi fólks telur að ef tekin eru eitt eða tvö grömm af c-
vítamíni, þegar fyrstu einkenni kvefpestar gera vart við
sig, megi draga mjög úr pestinni og jafnvel hindra að hún
verði nema væg byrjunareinkenni.
Sennilega má færa vísindaleg rök fyrir því, að þetta
kunni að vera rétt, sérstaklega ef viðkomandi einstakling-
ur hefur áður notað heldur lítið af c-vítamíni. Þegar ein-
hver sýkist af umgangspest, vex nefnilega þörf líkamans
fyrir c-vítamín mjög mikið og verður eftir því meiri sem
sýkingin er alvarlegri. Því er mjög skynsamlegt að taka
inn viðbótarskammt af c-vítamíni þegar kvef eða aðrar
umgangspestir eru að ganga.
Önnur ástæða þess að c-vítamín dregur úr einkennum
kvefpestar er, að talið er að töluverður hluti einkennanna
stafi af losun efnisins histamín úr svokölluðum mast-
frumum. Raunverulega er þessi histaminlosun sambæri-
leg við ofnæmiseinkenni og því má raunar segja að kve-
feinkenni séu ofnæmiseinkenni sem kvefveiran veldur. C-
vítamín dregur úr losun histamins og þá um leið vinnur c-
vítamín gegn einkennum kvefs og annarra ofnæmisein-
kenna.
Dálítið hefur verið rætt um að hugsanlega geti c-
vítamín í stórum skömmtum valdið nýrnasteinum. Engar
sannanir held ég að til séu fyrir þessu, enda þyrfti þá
askorbínsýra (c-vítamín) að breytast í oxalsýru, sem
myndar algengustu nýrnasteinana.
Sennilega myndast nýrnasteinar oftast vegna þess að of
lítið er af magnesíum í fæðu þeirra sem hættir til að fá
nýrnasteina og að það fólk notar of lítið vatn. Drekkið því
meira vatn og notið meira af grænmeti og ávöxtum og
takið magnesíum sem fæðubótarefni. Þá má nota c-
vítamín án neinnar áhættu að fá nýrnasteina.
Mikil neysla á cola-drykkjum, sem innihalda fosfór-
sýru gæti hugsanlega valdið skorti, bæði á kalki og
magnesíum í líkamanum og því óbeint aukið líkur á því
að fólk fái nýrnasteina, miklu frekar en c-vítamín.
B-vítamín og höfuðverkur
Spurning:
Oft er mœlt með því að taka B-vítamín í hóptöflu.
Sumir kvarta yfir því að þeir fái stundum höfuðverk, sem
þeir rekja til einhvers þessara vítamína. Gceti það verið
raunin og er til eitthvert ráð við venjulegum höfuðverk
annað en að taka höfuðverkjalyf?
Svar:
Því miður kann ég enga töfralausn við höfuðverk, sem
stafar af óþoli eða ofnæmi, nema vita fyrir hverju of-
næmið er. Oftast er ofnæmið eða óþolið ekki fyrir
vítamíninu sjálfu, heldur fyrir einhverju öðru efni í pill-
unni, annað hvort úr hráefninu sem vítamínin eru unnin
úr eða hafa verið látin í pilluna í framleiðsluferlinu. Þá
gæti verið nóg að nota fjölefnapillur frá öðrum framleið-
anda.
Náttúrulegt höfuðverkjarlyf er t.d. unnið úr jurtinni
glitbrá (feverfew), sem fæst í heilsuvörubúðum og sum-
um lyfjabúðum. Einnig mætti reyna pillur úr engiferrót
eða boswellia. Sjálfsagt eru til fleiri jurtalyf við höfuð-
verk og má þar nefna íslensku jurtina mjaðjurt, sem á
ensku er kölluð meadow-sweet. Hvort hún er fáanleg í
pillum veit ég ekki.
Er kaffið óhollt?
Spurning:
Margir drekka kaffi til þess að hressa sig við og gefa
sér smá “innspýtingu ” í daglegu amstri. Sumir finna þó
fyrir óþægindum ef það er drukkið óhóflega, svo sem
taugatitringi, andvökum og jafnvel óþægindum í maga.
Nú hefur heyrst að sumir lœknar telji alls ekkert óhollt að
drekka tvo til þrjá bolla af kaffi á dag, það sé jafnvel til
bóta, en allt þaryfir kalli fram neikvœð áhrifkaffisins. Er
kaffið í reynd svona slæmt og er þá hœgt að neyta ein-
hvers annars sem gefur svipuð áhrif en hefur minna af
neikvœðum afleiðingum?
Svar:
Eg er nokkuð sammála því að hæfilegt sé að drekka
ekki meira en tvo til þrjá bolla af kaffi á dag að jafnaði.
Þó er þetta einstaklingsbundið og sumir geta vafalaust
drukkið töluvert rneira án þess að fá þessi einkenni sem
nefnd voru. Þau stafa sennilega af því að mikil kaffi-
drykkja hækkar blóðþrýsting og því fylgir oft örari hjart-
sláttur. Sumir eiga erfitt með að sofna ef þeir drekka
kaffi á kvöldin en aðrir finna ekki fyrir því, eða að þeir
verði upp-spenntir og fái brjóstsviða eða önnur óþægileg
einkenni frá maga, sem aðrir verða varir við.
Kaffi er hressandi og mörgum finnst þeir ekki almenni-
lega vaknaðir nema fá kaffibolla á morgnana áður en
starfið hefst. Þetta er þó sennilega að mestu vani en þó
getur líklega óhóflega mikil kaffidrykkja valdið því að
fólk verði háð því og fái fráhvarfseinkenni við að hætta
skyndilega að nota það. Þetta lýsir sér sem vanlíðan og
höfuðverkur fyrstu dagana eftir að kaffidrykkjunni er
hætt, sem síðan hverfur eftir nokkra daga. Komi í ljós
fráhvarfseinkenni er það viðvörun, sem rétt er að taka
mark á og draga samstundis úr kaffidrykkjunni eða hætta
henni alveg.
í stað þess að drekka kaffi má drekka te, sem líka er
dálítið hressandi en miklu hollara. Kafifi inniheldur efna-
sambönd sem myndast í kaffibaununum þegar kaffið er
brennt og liggja sum þessi efni undir grun um að stuðla
að myndun krabbameinsæxla, sérstaklega í briskirtlinum.
I tei eru hins vegar efni sem beinlínis vernda frumur lík-
amans fyrir skaðlegum áhrifum krabbameinsvaldandi
efnasambanda. Grænt te er þó ennþá hollara en svart, þó
að það sé einnig heilsusamlegt. Sumir nota te úr
ginsengsrót og telja það bæði hollt og gott en nokkuð
dýrt.
Heima er bezt 11