Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.2005, Page 12

Heima er bezt - 01.01.2005, Page 12
Þunglyndi og vítamín Spurning: Til eru þeir sem þjást af svoköll- uðu skammdegisþunglyndi, án þess þó að hafa farið út í að fá uppáskrift fyrir lyfjum gegn því, láta sig hafa það, eins og sagt er. Sést hefur á prenti að sumir andlegir sjúkdómar geti hugsanlega stafað af skorti á einstökum tegundum vítamína. Hefur verið athugað hvort létta megi á vægu þunglyndi með einhverjum teg- undum þeirra? Svar: Skammdegisþunglyndi er vel þekkt í öllum norðlægum löndum. Þó undarlegt sé er það töluvert fátíð- ara á Islandi en í mörgum öðrum löndum, sem jafnvel liggja miklu sunnar en ísland, t.d. í norðanverðum Bandaríkjunum. Einkenni skamm- degisþunglyndis eru depurð og fram- taksleysi, sem hefst þegar daginn tekur að stytta og skammdegið hefst og stendur þangað til daginn tekur aftur að lengja. í verstu tilfellum verður fólk svo illa haldið að það hættir að klæðast og liggur í rúminu þar til vorar. Heilmikið hefur verið rætt og ritað um skammdegisþunglyndi en ennþá hefur ekki fundist nein óumdeilanleg ástæða, nema skortur á ljósi. Sé fólk með þessi einkenni látið dvelja í sterku ljósi, virðist draga úr einkenn- unum. Vitað er að hormóninn melatonin myndast ekki í sterku ljósi eða dags- birtu. Melatonin stjórnar sennilega hvort við vökum eða sofum og því gengur sumum illa að sofa í ljósi eða dagsbirtu. Verið getur að þetta valdi því að sumir einstaklingar séu aldrei almennilega vakandi skammdegis- mánuðina, vegna þess að aldrei er nógu bjart til að stöðva myndun melatonins í heilakönglinum alger- lega. Séu þessir einstaklingar látnir dvelja í sterku ljósi, stöðvast mynd- unin á melatonin-hormóninu og ein- staklingurinn vaknar til fulls. Mæl- ingar á melatonin í blóði virðist styðja þessa tilgátu, minnsta kosti að hluta, því að melatonin í blóði breyt- ist oft lítið allan sólarhringinn hjá fólki með skammdegisþunglyndi, en hjá heilbrigðu fólki er lítið melatonin í blóði á daginn. Önnur skýring gæti verið of lítið d- vítamín í blóði yfir vetramánuðina, þegar sólargangur er stystur, en d- vítamín myndast í húðinni, þegar sól skín á hana. Úr því mætti bæta með því að nota lýsi, en d-vítamín fæst úr því og feitum fiski. Þetta gæti skýrt að skammdegisþunglyndi er fátíðara á íslandi en víða annarsstaðar, þar sem lýsi og fiskur er sjaldan á borð- um. Sennilega má oft bæta venjulegt þunglyndi og depurð með réttum bætiefnum. Oftast eru b-vítamínin, ásamt c-vítamíni, ráðlögð. Algengt er að nota b-3, b-6, fólin sýru og c- vítamín og stundum bætt við einni töflu af blönduðum b-vítamínum með b-12. Við geðbrigðasýki eru notuð til viðbótar stórir skammtar af lesitíni (nokkrar matskeiðar á dag af lesitin- grjónum, blandað í mat). Stundum er bætt við þetta Omega-3 og omega-6 fitum (nokkrum grömmum af kvöld- vorrósarolíu og nokkrum matskeið- um af þorskalýsi á dag með málíð- um). Með kveðju, Ævar. Á léttu nótunum Prestur á Ítalíu var á ferð í járnbrautarlest, og liðsforingi settist hjá honum. Hann hugðist glettast við guðsmanninn og spurði: „Vitið þér, séra minn, hvaða munur er á presti og asna?“ Prestur játaði, að hann kynni ekki svar við þessari spumingu, og liðsforinginn hélt áfram: „Asninn ber kross sinn á bakinu en presturinn á maganum." Þegar lestin hafði farið framhjá nokkrum stöðvum var komið að prestinum: „Vitið þér, hvaða munur er á liðsforingja og asna?“ Þegar liðsforinginn neitaði því, svaraði presturinn: „Það veit ég ekki heldur.“ Ö. Th. 12 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.