Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.2005, Qupperneq 13

Heima er bezt - 01.01.2005, Qupperneq 13
C/jaráltan um BURÐARPOKANA Það eru ekki nema um þrír áratugir síðan farið var al- mennt að rétta viðskiptavinum í verslunum burðarpoka úr pólíetílenplasti undir hverskyns varning, en þeir eru nú orðnir snar þáttur í lífiflestra manna víða um heim. Ár- lega er áœtlað að plastpokarnir, sem íbúar heims bera með sér heim úr búðum, séu hálf til ein billjón að tölu (og þá er átt við evrópska billjón, það er milljón milljónir!), sem svarar til um 150 poka á hvert mannsbarn. Örnólfur •% Thorlacius Vaxandi fjöldi umhverfissinna lítur á plastpokann seni háska- legan umhverfisspilli, sem verði að losna við. Notaðir burðar- pokar liggja eins og hráviði í borgum og til sveita og hrúgast upp í fjörum. Þeir fjúka hvarvetna þegar hreyfir vind og endast í náttúrunni áratugum saman. Framleiðendur plastpokanna halda því fram - og með nokkrum rétti - að margur umhverfisvandi hljóti að vera brýnni en þessir pokar, sem séu „heilsusamleg, lyktarlaus, vatnsþétt, traust og þægileg tæki til að bera hluti með sér,” svo vitnað sé í Breska plastiðnaðarsambandið. Auk þess fer sáralítið af efni og orku í framleiðslu þeirra, miðað við margt það sem mengar umhverfi nútímamanna, þar með bréfpokana, sem áður voru not- aðir undir varning úr verslunum. Og verulegur hluti plastpokanna er end- urnýttur, sumir sem sorppokar inn í ruslafötur, aðrir undir notaðar barna- bleyjur eða undir hundaskít. Loks má endurheimta hluta af orkunni sem fór í að framleiða pokana með því að brenna þeim sem orkugjafa í sorp- vinnslustöðvum. Gagnrýnendur benda aftur á móti á það, að plastpokarnir séu mun meir á Heima er bezt 13

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.