Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.2005, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.01.2005, Qupperneq 14
ferð og flngi en annað sorp og angri menn að sama skapi meir, þar sem þeir fjúka um stræti og torg. Irar kalla poka, sem blakta í trjágreinum, „nornabrækur”, í Kína heita pokarnir „hvíta mengunin” og „þjóðarblómið“ í Suður-Afríku. Svo eru þeir hættulegir villtum dýrum. Sífellt berast fréttir af sjó- reknum sæskjaldbökum og hvölum með meltingarfærin stífluð af plast- pokum. Arið 2002 fundust til dæmis í maga hrefnu í fjöru í Normandí, 800 kíló af plastpokum og öðru um- búðarusli. Enginn vafi er á því að úti á rúmsjó bana plastpokar mun fleiri dýrum, sem aldrei koma fyrir augu manna. Dýraverndarsamtök í Sydney í Ástralíu, The Planet Ark Environmental Foundation, áætla að þannig drepist ár hvert í höfum heims tugþúsundir af hvöl- um, fuglum, selum og skjaldbökum, ekki síst vegna þess hve plastpoki á reki lík- ist - að minnsta kosti í aug- um sæskjaldböku - ljúffengri hvelju. Minni lífverur eru ekki heldur óhultar. í eðju á sjáv- arbotni mælist sífellt meira af plasttrefjum, sem hafnað geta í meltingarfærum dýra er sía fæðu úr sjó, svo sem hrúðurkarla. Trúlega verður þessi aukning að einhverjum hluta rakin til plastpokanna. Reynt hefur verið að draga úr notkun burðarpoka úr plasti með því að láta greiða fyrir þá. Danir riðu á vaðið 1994 þegar þeir lögðu skatt á allar umbúðir, þar með plastpoka, og í Taiwan er tveggja senta gjald lagt á alla plastpoka. Þetta dró verulega úr notkun pokanna, þótt gjaldið kæmi á kaupmenn en ekki kaupendur. Hins vegar greiða neytendur á Irlandi og íslandi fyrir pokana, og ágóðinn fer í báðum löndum til umhverfismála. Sums staðar grípa menn til mun róttækari aðgerða. í Bangladesh var öll framleiðsla og notkun burðarpoka úr plasti bönnuð árið 2002 og hver sem gripinn er með slíkan poka í fór- um sínum, er á staðnum sektaður um Á þeim tveimur árum, sem bannið hefur staðið, hefur líf færst í fram- leiðslu á pokum úr júte, sem fyrrum var blómleg atvinnugrein í Bangla- desh. Plastpokaframleið- endur, sem neituðu að una banninu, sæta nú lögsókn og eiga yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsisvist og 9000 punda sekt. í Himachal Pradesh, ríki í Norður-Indlandi, er tekið ámóta harkalega á plastpokanotkun og hér- lendis á meðferð fíkni- fimm pund. Þetta kunna að virðast harkalegar aðferðir, en hér er meira á ferð en umhyggja græningja fyrir ó- spilltu umhverfi. í landi þar sem sorphirða er frumstæð og sorpfötur nær óþekktar höfnuðu flestir þeir 10 milljón burðarpokar, sem landsmenn notuðu daglega, á götunum og skol- uðust þaðan út í fljót og skolplagnir, þar sem þeir tepptu að lokum nær gervallt afrennsliskerfi landsins. Rennsli Burigangafljóts, sem rennur gegnum höfuðborgina Dhaka, stífl- aðist að mestu af plastpokum og margir kenna þeim um eyðinguna af völdum flóða í kjölfar monsúnvinda 1988 og 1998. efna. Maður, sem þar er gripinn með burðarpoka úr pólíetílenplasti, á yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsisdóm auk þúsund punda sektar. Um eitt eru andstæðingar og stuðn- ingsmenn plastburðarpokanna samt sammála: Svarið er ekki plastpokar sem eyðast í náttúrunni. Þeir myndu skapa hjá fólki ranghugmyndir um sorphirðu án þess að draga úr sóun auðlinda. Og í augum sæskjaldböku minnir sjálfeyðandi plastpoki eins mikið á æta hvelju og venjulegur burðarpoki. Efnið er einkum sótt í Battle of the bag eftir Caroline Willams, New Scientist 11. sept- ember 2004. 14 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.