Heima er bezt - 01.01.2005, Qupperneq 19
Freyja
Jónsdóttir:
BÓLUSÓTT
A ÍSLANDI
IEvrópu er ekki vitað til að bólu-
sótt hafi komið upp fyrr en á 6.
öld eftir Krist. Tilgátur eru um
að veikin hafi ekki borist til
norðurálfunnar fyrr en í byrjun 8.
aldar og hafi þá komið með Serkjum
frá Spáni. í Skarðsárannál segir frá
því að bólan mikla hafi gengið árið
1430 og ber Skarðsárannál saman
við aðra annála sem frá bólunni
segja. í Fornbréfasafni er veturinn
1431-1432 kallaður bóluvetur. í ann-
álum er talið að í þessum faraldri
hafi dáið 8000 manns á íslandi. Síð-
an gekk mikill bólusóttarfaraldur
árið 1462 og varð veikinnar vart
snemma á slætti um sumarið. Mikið
mannfall varð í röðum þeirra sem
ekki höfðu fengið veikina áður. Eftir
heimildum að dæma létust úr sóttinni
í Sunnlendingafjórðungi einum sam-
an um 400 manns, en í tveimur sveit-
um íyrir vestan létust ekki nema 7
manns. Á Austfjörðum dó hálft
fjórða hundrað, ef marka má annála,
en aðrar heimildir eru litlar frá þess-
um tíma.
Skarðsárannáll segir frá að bóla
hafi gengið árið 1472 með miklum
dauðsföllum og eru frásagnir bæði í
Fitjaannál og Vatnsfjarðarannál sam-
hljóða. Nokkuð kveður við annan tón
í Setbergsannáli og segir þar: „Bóla
gekk um landið, en fátt fólk dó úr
þeirri bólusótt. Var ei langt frá því að
sú fyrri gekk”. Ýmislegt er í annál-
um sem erfitt getur verið að átta sig
á, t.d. að ekki er víst að veiki, sem
annálahöfundar töldu bólusótt, hafi
verið hún, ekki útilokað að í vægari
tilfellum hafi verið mislingar að
ganga eða hlaupabóla.
Vitað er að bólusótt gekk í
Suður- og Austur Asíu og
Egyptalandi löngu Jyrir
Krist. En betra er að taka
slíkar frásagnir með fyrir-
vara. Ekki er ósennilegt að
á þeim tíma hafi stundum
verið ruglað saman bólusótt
og öðrum sjúkdómum, sem
ollu útbrotum.
Næst segir frá bólusótt 1555-1556.
í Skarðsárannáli segir svo: „1555
kom mikil bóla til íslands, kölluð
Stóra bóla. 1556 gekk yfir mikil
bóla, dó margt fólk á íslandi. Ekki
hafði bóla gengið síðan í 60 ár.“ Lýs-
ingar á þessari bólu er til í
Skarðsárannál og Fitjaannál. Mikils
ósamræmis gætir í annálum því að í
Skarðsárannál, Fitjaannál og Vatns-
fjarðarannál segir frá bólu sem gekk
1511 en Plágan, öðru nafni Svarti
dauði, gekk í síðara skipti á landinu
árið 1496. í bókinni „Sóttarfar og
sjúkdómar á íslandi 1400-1800,“
sem Sigurjón Jónsson læknir ritaði,
telur hann að umrædd setning eigi að
þýða annað en orðalag bendir til.
í bólunni 1555 lést Einar sonur
Daða í Snóksdal og mikill fjöldi
fólks milli tvítugs og fertugs.
Á Norðurlandi var veturinn harður
og féll búpeningur víða.
í Gottskálksannál er getið um
bólusótt árið 1573. í Kjósarannál
segir frá því að í Auðsholti Biskups-
tungum hafi sést undarleg kind,
skjöldótt með langa trjónu fram, en
snubbótt að aftan fyrir. Fljótlega á
eftir kom sótt og bóla. Skepna þessi
sást að minnsta kosti á einum öðrum
stað í nágrenninu. í sumum annálum
frá árinu 1580 er getið um kregðu-
bólu en ekki að það hafi verið hin
venjulega skæða bólusótt. Líklegt er
að þarna sé átt við mislinga eða aðra
sjúkdóma sem valda útbrotum. Árið
1590 er í sumum annálum getið um
bólusótt og þá hafi mörgum konum
leyst höfn. Margir ungir menn hafi
þá fengið bóluna en ólíklegt er að
veikin hafi þá verið mjög skæð því
aðeins 17 ár eru þá liðin frá því að
bólusótt geisaði á landinu.
Árin 1616 og 1617 gekk bólusótt
um landið og drap margt ungt fólk.
Talið var að bólan hafi borist hingað
með ensku skipi undir Jökli. Þarna er
sennilega átt við að enskt skip hafi
komið að landi á Rifi eða einhverj-
um öðrum stað þar nálægt. Skarðs-
árannáll segir frá Ólafi nokkrum
Gottskálkssyni frá Hundadal, sem
kom með skipinu eða hafði samneyti
við skipshöfnina. Eftir því sem ann-
álar greina frá bar Ólafur bóluna um
sveitir í nágrenninu.Tvö systkini
hans önduðust úr bólunni.
Fjöldi fólks dó á Rifi og Hell-
issandi. Margt ungt fólk sem fékk
sóttina andaðist enda eru þá liðin 25
ár frá síðasta bólufaraldri. Einnig er
sagt frá því í Skarðsárannál að um
landið hafi gengið annar krankleiki
með taki sem margir hafi dáið úr.
Það hefur hjálpað landsmönnum að
sérstaklega gott fiskirí var um vetur-
Heima er bezt 19