Heima er bezt - 01.01.2005, Page 20
inn en bólan mun ekki hafa komið
upp fyrr en um vorið.
Bólan gekk næst árið 1635 og dó
margt ungt fólk innan við tvítugt. I
Vallholtsannáli segir frá því að um
vorið hafi komið út bóla á Vestfjörð-
um. Talið var að hún hafi ekki verið
eins mannskæð og bólan sem gekk
1616-1617. Einnig gekk hettusótt
víða um sumarið. Um haustið dó
Magnús Arason bóndi og sýslumað-
ur á Reykhólum, úr bólusótt. Hann
var sonur Ara Magnússonar að Ögri.
Þá lést úr bólu Magnús Sæmundsson
bóndi á Hóli í Bolungarvík. Einnig
lést séra Árni Þorvaldsson í Vallar-
nesi.
Fleiri höfðingjar landsins létust, þó
ekki væri af völdum bólusóttar. Um
landið gekk önnur sótt með taki og
lést Jón Sigurðsson lögmaður á
Reynisstað í Skagafirði af völdum
þeirrar sóttar í maí, 70 ára að aldri.
Hallæri hafði verið í landinu vegna
lélegs árferðis en eftir nýár var vetur-
inn góður og gott fiskirí og bjargaði
miklu. Tólfæringur fórst frá Vest-
mannaeyjum og þrír eða fleiri litlir
bátar fórust með manni og mús af
Vatnsleysuströnd.
Enn einn bólusóttarfaraldurinn
gekk um landið á árunum 1655 til
1658, einnig gekk önnur veiki sem
ekki er nafngreind í annálum. Talið
var að sóttin hefði borist með skips-
mönnum á ensku skipi sem kom í
Dýrafjörð.
Veikin gekk fyrst um Vestfirði og
segir að hún hafi verið fremur væg. í
Vallholtsannál segir frá því að bólan
hafi gengið í Grímsey 1658 og nán-
ast eyddi eynni af mannfólki. Einnig
gekk bólan um Húnaþing og Langa-
dal og mun þar hafi látist um 20
manns. Eftir lýsingu annála var þessi
bóla væg nema í Grímsey.
Á árabilinu frá 1669 til 1672
gengu ýmsar sóttir um landið sem
höfðu hörundsútbrot í för með sér.
Ekki er hægt að segja til um hvaða
sóttir þetta voru og ekki ólíklegt að
hlaupabóla og mislingar hafi gengið.
í bókinni „Sóttarfar og sjúkdómar á
íslandi,“ greinir frá því að einn af
skæðustu bólufaröldrum sem sögur
fara af hér á landi, hafi borist hingað
árið 1707. Ásamt því að faraldurinn
var þungur, var orðið nokkuð langt
síðan bóla hafði gengið eða um 40
ár. Bólufaraldur þessi var kallaður
Stórabóla.Til viðbótar hafði verið
langvarandi hallæri vegna slæmrar
veðráttu. Annálum ber saman um að
sóttin hafi fyrst komið til Eyrarbakka
með Bakkaskipi, nokkru fyrir Öxar-
árþing. Gísli Bjarnason frá Ási í
Holtum tók sér far með skipi þessu.
Hann var að koma frá Kaupmanna-
höfn þar sem hann stundaði nám.
Þegar skipið var við Flekkerö í Nor-
egi lést Gísli úr bólusótt. Líki hans
var varpað í sjóinn en fatnaður og
annað dót sem hann átti var sent á-
fram með skipinu til Eyrarbakka.
Þaðan var það flutt heim að Ási. Eft-
ir það tók fólkið á bænum að veikjast
og er frásögnin af því hvað veikin
var fljót að taka heimilismenn líklega
ýkt. í sumum annálum er því haldið
fram að fólk hafi veikst um leið og
átt var við eigur hins látna. Systir
Gísla veiktist fyrst og síðan barst
þessi hroðalegi sjúkdómur eins og
eldur í sinu bæ frá bæ. Ekki var það
til að bæta ástandið að lögþing var
háð við Öxará, þar sem fólk hvaða-
næva af landinu safnaðist saman.
Stórabóla breiddist hratt út og veikt-
ist fólk unnvörpum og komu norðan-
menn sem sóttu þingið, með ófogn-
uðinn heim með sér þegar þeir riðu
af þingi. Varð af mikið mannfall og
sérstaklega hjá fólki innan við fimm-
tugt.
Á meðan sóttin var í hámarki var
ekki hægt að sinna þeim veiku eins
og þurfti. Á sumum bæjum létust all-
ir, en ekki er ólíklegt að minna
mannfall hefði orðið ef sjúkir hefðu
fengið hjúkrun.
í þessari skelfilegu drepsótt fór
flest úr skorðum á landinu. Heyskap-
ur varð víða lítill, kýr og kindur
stóðu ómjólkaðar á stöðlum, því
engir voru til að vinna hin hefð-
bundnu störf. Mikil fólksekla varð í
sveitum sem og við sjávarsíðuna og
er talið að Stórabóla hafi í það heila
fellt um sextán þúsund manns. í
Grímsey einni létust 33 úr bólusótt.
Ekki er vitað hvað margir bjuggu í
eynni á þessum tíma en árið 1668
eyddist eyjan næstum því af fólki
vegna þeirrar bólu sem þá gekk.
Grímseyingar hafa því orðið illa úti
af völdum tveggja bólufaraldra. Víða
á landinu stóðu verbúðir tómar og
bátar í naustum.
Af lýsingum í annálum, sem að
mestu ber saman, hefur Stórabóla
komist næst því að fella eins marga
landsmenn og Svarti-dauði. I annál-
um er talið að flest holdsveikt fólk
og aðrir, sem eitthvað voru veilir fyr-
ir, hafi dáið úr bólunni.
Þjóðin var lengi að jafna sig eftir
þessa blóðtöku. Þeir sem lifðu af
bólusótt urðu öróttir en í flestum til-
fellum ónæmir fyrir sóttinni þegar
hún gekk aftur. I sumum annálum er
sagt frá því að Stóra bóla hafi verið
svo svæsin að jafnvel þeir sem feng-
ið höfðu bólusótt áður, tóku veikina
aftur.
Getið er um bólusótt í börnum
1711. Segir svo í annál Grímsstaða:
„Bólusótt fýrir norðan á þeim ung-
börnum sem fæddust eftir afstaðna
Stóru bólu.“ Það er ekki útilokað að
þessi frásögn sé rétt en smit gat
geymst í fatnaði eða öðru dóti í
fjölda ára.
Næst er getið um bólusótt 1741.
Hollensk dugga strandaði austast á
Austfjörðum. Með henni var bólu-
sóttarsjúklingur. Bólan gekk fyrir
austan af fúllum krafti 1742, en var
væg. Eftir því sem greinir frá í
Djáknaannálum var duggan ensk.
Enn fremur greinir frá því að bólan
hafi breiðst fremur hægt út vestur á
landið og verið væg.
Djáknaannálar greina frá að vetur-
inn hafi verið harður svo að búpen-
ingur féll víða um sveitir. „Mundu
menn þá ei þvílíkt frost í næstu 40
árin.”
Næst er getið um bólu árið 1761
og greinir Espolín frá því að hollensk
dugga hafi sett í land sjúkan sjó-
mann á Langanesi. Aðrar heimildir
segja að duggan hafi sett manninn á
land á Austfjörðum. Raunar skiptir
það ekki máli hvar smitberinn kom í
land en hann bar með sér veikina,
sem að venju fór um landið og sýkti
fjölda fólks og drap. Þessi bóla var
lengi í landinu, t.d. var fólk enn að
20 Heima er bezt