Heima er bezt - 01.01.2005, Side 24
Kaupfélagi Húnvetninga. Strax næsta haust kom ég aftur
til starfa. Tvo vetur var ég við stuðningskennslu og fannst
það afar skemmtilegt starf, alltaf sé ég eftir því að hafa
ekki drifið mig í nám á þeim tíma. Mér fannst ég ekki
geta farið að heiman til að læra það sem til þurfti, vegna
þess að þá vorum við Einar orðin tvö á Mosfelli, stelp-
urnar okkar farnar að heiman. í 16 ár unnum við áður-
nefnd Þuríður Indriðadóttir saman. Á þann tíma féll eng-
inn skuggi, við urðum mjög nánar vinkonur og höfðum
óslitið samband eftir að hún hætti að vinna, og til hennar
dánardægurs. Eg verð henni ævinlega þakklát fyrir dýr-
lega samveru, hún var svo frábærlega vel gefin að unun
var að vera í návist hennar, og þakklæti mitt til eigin-
manns hennar, Marteins á Gilá, fyrir samveru og sam-
vinnu mun heldur ekki fyrnast. Ég mun alltaf muna hve
góður hann var mér og stelpunum mínum. Erla mín Berg-
þórsdóttir frá Kornsá er líka látin, við unnum hlið við hlið
og ég minnist ávallt hennar góðu nærveru. Hún var prúð,
góð kona, sem vann vel og bar ekki sitt á torg mannlífs-
ins, þótt hún hefði af miklum mannkostum að má.
Blessuð sé minning þeirra allra.
Ég ætlaði aldrei að taka að mér ráðskonustarfið, það
var svo ágætt að hafa hvorki ábyrgðina né áhyggjurnar og
mikið styttri vinnutíma en ráðskona myndi hafa. En það
varð úr að ég tók að mér þetta starf og mér varð ákaflega
annt um það og reyndi að gera mitt besta Ég leit svo á að
það væri mikilsvert að skólinn væri sem heimilislegastur,
það skapaði öryggiskennd og góða andlega líðan barn-
anna og raunar allra. Ég segi það satt að mér fannst aldrei
nóg gert fyrir krakkana mína og fólkið mitt. Þegar ég
kom fyrst til starfa á Húnavöllum var Eggert Levý skóla-
stjóri, síðan Jón Hannesson einn vetur og svo Arnar Ein-
arsson til 2002. Margir góðir starfskraftar hafa í gegnum
tíðina verið á Húnavöllum og ég á í fórum mínum sæg af
góðum minningum um það frábæra fólk og hvað oft var
glatt á hjalla í eldhúskróknum sem einn kennari kallaði
„Háskóla Húnavalla“, það var á dögum Þuríðar.
Það var gott að vinna á Húnavöllum þótt oft væri unnið
eins og í akkorði og vöruburður og fleira kæmi út á
manni svitanum, þannig er gaman að vinna. Eftir hvert frí
hlakkaði ég til þess að byrja aftur, sjá krakkana og hitta
fólkið. Mér er t.d. minnisstætt á árum Arnars, þegar við
starfsfólkið sátum eftir vinnu og spjölluðum kannski í
klukkustund, ég get ekki stillt mig um að segja að Arnar
skemmti okkur oft vel! Það var oft gáski í mannskapnum
og andinn góður á heimilinu.
Ég skammast mín dálítið fyrir það að einhvern tímann
hló ég svo úr hófi að prestinum okkar, honum séra
Hjálmari að hann orti þessa vísu: Varla nokkur víst er
það/vill þar lengur æja/þegar Bryndís byrjar að/brosa eða
hlæja!
Ég er þessu fólki svo innilega þakklát fyrir gefnar góð-
ar stundir. Ég er líka mjög þakklát aðilum í skólanefnd,
Byggðasamlagi um Húnavallaskóla, og öllum foreldrum
fyrir frábæra samvinnu og hlýhug. Slíkar perlur skína
skært.
Ég sakna staðarins á Húnavöllum, krakkanna minna
sem voru mínir heilsu- og gleðigjafar, þau gáfu mér svo
mikið að ég verð aldrei manneskja til þess að launa þeim
það. Það eina sem ég get gert er að óska þeim gæfu og
góðrar framtíðar. Fiðrildin mín fallegu sem flugu út í lífið
eftir 10 ára dvöl í skólanum.
Við starfslok.
Ævi mín er ofin öll
ekki slíku breyti,
vona minna háa höll
hlaðin var að sumu leyti
eitt er hrunið, annað reist
eitthvað byggt á sandi,
forlög geta farið geyst
en flest er tilfallandi.
Farin úr sveitinni.
Þá fer svo að viljinn er veikur
er vefur mig heimþráin sterk,
þar lóan í holtinu leikur
sín Ijúfustu klassísku verk.
Ég fór nokkuð mörg haust á heiðina til þess að sjá um
mat fyrir gangnamenn. Það voru ógleymanlegir dagar
með frábæru fólki. Svo vorum við Einar nokkur sumur í
Áfanga sem skálaverðir þar. Áttum við dýrlegar stundir,
það er dulmagnað hversu þessi staður dregur mann að sér
og ég vitna aftur í þetta eftir Sigurð frá Brún: Auðkúlu-
heiði, hljóða kyrra land/himinvítt norður suður austur
vestur/áttu ekki handa mér í svæfil sand/síðast ef næði
annars staðar brestur?
Áfangi og Áfangafellsnafnið á sína skýringu og sögu.
Staðurinn er vel valinn vegna staðsetningar, reiðleiða og
veðursældar og nú skulum við hverfa eina eða fleiri aldir
aftur í tímann: Við erum stödd í Áfanga þar sem tugur og
tveir gróinna gatna vitna um hina miklu umferð fyrri
tíma, við sjáum hópa vermanna sem komið hafa vestan
Stórasand með skreiðarlestir, æja þarna á góðum högum
og njóta þeirrar hvíldar og endurnæringar sem öræfin ein
geta veitt. Við sjáum líka ungt og kátt kaupafólk sem er á
leið til að kanna ævintýri norðlenskra dala á komandi
sumri, einnig eru þarna allmargir skólasveinar sem stefna
heim til sumardvalar og slangur af ferðafólki í öðrum er-
indum. Jafnvel sjáum við Jónasi og Þóru bregða fýrir í
hópnum. Á haustdögum hittum við að stórum hluta þetta
sama fólk á suðurleið. Nú eru vermenn ekki með í för, en
kaupafólkið sem ekki hefur uppgötvað framhald á ævin-
týri lífsins í norðurlandi þetta sumar, er á leið suður aftur.
Skólasveinum hefur fjölgað, nú eru fáeinir yngri komnir í
hópinn.
Við þyrftum líka að koma þarna þegar gangnamenn
koma í Áfanga. Þeir koma á dásamlegu haustkvöldi, einu
þessara kvölda þegar Áfangafellið er svart og himinninn
rauður sem blóð. Svanir syngja þótt komið sé fram i sept-
ember og himbriminn hlær. Meira að segja heyrum við
24 Heima er bezt