Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.2005, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.01.2005, Qupperneq 25
vorhljóð í lóunni, sem aðeins heyrast niðri í byggð í júní. Til okkar berst ilmur af svita- storknum hrossum og einn og einn harmsár jarmur heyrist í kvöldkyrrðinni. Svo kveður við lækjasprikl og hopp og hi, hlátrar og spaug og gleðimál í tjöldum. (S. frá Brún) Vegna þess heitir staðurinn Á- fangi. Við Einar ferðuðumst þó nokkuð mikið, sérstaklega á seinni árum búskaparins, sum ferðalögin eru ógleymanleg og við getum alltaf rifjað upp ýmis skemmtileg atvik úr þeim. Þá vil ég nefna hestaferðir, utanlands- ferðir, ferðir á landsþing hestamanna og margt fleira. Um árabil fór Einar mörg vor fyrir lands- og fjórðungsmót hestamanna og ferðaðist um með kynbótadómurum og viljaprófaði. Hann hefur viljaprófað mörg hundruð hross, og dæmdi líka hross á hinum ýmsu stöð- um. Ég hvatti hann til að gera þetta þegar hann var beð- inn, því ég vissi að hann hafði bæði áhuga og ánægju af. Svo fór ég oft á mótin og reyndi að stofna til vökunótta, hestamenn eru þekktir fyrir gleði hvar sem þeir koma saman. Alltaf var þó best að koma heim, jafnvel þótt biði smalamennska, rúningur og heyskapur, sem helst þurfti allt að gera í einu. Með vinum okkar höfum við átt ómetanlegar stundir og ég vil koma þökkum til þeirra allra. Við Einar höfum rnargs notið um dagana og vinirnir eiga í hugum okkar eilífar þakkir. Hafi eitthvað bjátað á í gegnum árin, hafa þessir traustu vinir komið og gert stórkostlega hluti fyrir okkur, það er mikil gæfa að verða þess aðnjótandi. Félagsstörfin fléttuðust inn í daglega lífið og oft mátti spretta úr spori til þess að hafa tíma til að sinna þeim, en það er nú svo að ef enginn vill neitt á sig leggja, þá verð- ur heldur enginn félagsskapur. Jú, ég var og er eitthvað að vasast í félagsmálum. Ég var formaður kvenfélags Svína- vatnshrepps, í orlofsnefnd, veiðifélagsstjórn, verkalýðs- málum, og var pólitísk og hrærðist í því í mörg ár, var formaður framsóknarfélagsins og fulltrúi í miðstjórn, stundum lenti ég í því að fara á aðalfund SÍS, svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta var allt meira og minna gaman og mest gaman að finna samhuginn sem verður til í vinnu og á gleðistundum félagsandans. Ég hef svona einhvern veg- inn lent í þessu, án ásetnings, eins og hefur verið með fleira. Minningar um gamlan vin Olaf Sigfússon frá Forsæludal er óþarft að kynna, en hon- um kynntist ég þegar ég var 11-12 ára, hann var þá heima langan tíma úr vetri við smíðar og stundum oftar á ung- lingsárum mínum. Hann var skáld og vísnahöfundur, listilega gerð ljóð á ég eftir hann og vísurnar runnu upp úr honum, ekki síður ef hann var aðeins við skál. Hann Mósi þakkarfyrir veitingar. var frábær félagi þessi vel gefni, ljúfi maður, sem alltaf skapaði gleðistundir þegar hann dvaldi hjá okkur. Ljóðið, sem birtist hér, er órækt vitni um að hann var einn af þessum yndislegu persónuleikum sem alltaf strá perlum á veg samferðamanna sinna. Það má ekki skilja það þannig að ég verðskuldi nokkuð sem í ljóðinu stend- ur. Ég var að koma heim af Kvennaskólanum vorið 1963, þegar Oli, sem þá var heima, gaf mér þetta ljóð og mér þykir óskaplega vænt um það: I morgun glaður geisli vakti mig í garði úti þröstur vorljóð hjalar og þessi söngur minnti mig á þig sem mundir bráðum koma heim til dvalar. Þvíþú ert hússins hlýja unga vor sem heillar allt og vermir skini björtu og stígur milt þín glöðu geislaspor svo gróðursæl í vina þinna hjörtu. Já víst er gott að vera eins og sól og vekja fögnuð öllu sem þér kynnist. A glaðra hjartna háum valdastól þar held ég þínir stœrstu sigrar vinnist. Og sveitin við þér tekur höndum tveim túnin grœnka og litkast móabörðin. Hér fagnar allt að fá þig aftur heim fólkið, bœrinn, skepnurnar ogjörðin. Til gamans vil ég geta þess að ég á enn gítarinn sem Oli gaf mér þegar ég var 12 ára. Honum var ofarlega í huga að hlúa að menningu og list hvers konar. Heima er bezt 25

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.