Heima er bezt - 01.01.2005, Síða 26

Heima er bezt - 01.01.2005, Síða 26
Kanntu sögur af fuglum? Heima er bezt hefur áhuga á að fá að birta frásagnir affuglum, hegðun þeirra og háttum, sem fólk hefur veitt athygli. Greinarnar mega vera handskrifaðar eða vélritaðar, sé þess óskað. Einnig má senda þœr á netfang blaðsins heimaerbezt@simnet.is. Póstfang okkar er: Heima er bezt, Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík. Freyja Jónsdóttir: Hrafninn eða krummi eins og hann er oft kallaður, er smæstur norrænna spör- fugla og er af hröfnungaætt, sem er útbreidd víðsvegar um heim- inn. Stundum koma frændur hans hingað til lands eins og krákan sem mikið er af í Færeyjum. Hér hafa einnig sést aðrar tegundir af hröfn- ungum eins og bláhrafn og grákráka en þessir fuglar hafa ekki ílengst hér. Hrafninn er staðfugl þ.e. er á landinu allan ársins hring. Fullorðinn hrafn er kolsvartur á lit en í sól eða björtu veðri slær á hann örlítilli blárri slikju. Hann er nokkuð stórir fugl og er nefið eitt af aðaleinkennum; stórt, þunnt og framan til íbogið. Vængir eru langir, einnig stélið sem er boga- dregið fyrir endann. Hrafninn hefur miðlungs háar fætur með sterkum bognum klóm. Nef og fætur eru svört. Fullorðinn hrafn er um 65 sm á lengd, þyngd frá 1 kg til 1 1/2 kg. Til eru hvítir hrafnar en þeir eru fá- séðir og er máltækið „ Sjaldséðir hvítir hrafnar,“ stundum notað við ó- vænta gestakomu. Hjá sumum ein- staklingum er liturinn á ijöðrunum brúnleitur. Kven- og karlfuglar eru eins á litin. Hrafninn er alæta og etur allt, bæði úr jurta- og dýraríkinu. í útlöndum etur hann kornið á ökrum og er af þeim sökum ekki í neinu uppáhaldi akurbænda. Hann er líka sólgin í kartöflur, grænmeti og ávexti og á það til að fara í garða sem nýlega er búið að setja niður í og róta upp kart- öflunum. Þegar líða tekur á sumarið má oft sjá hrafnaíjölskyldur í berja- mó. Þó að krummi sé bæði ávaxta- og grænmetisæta þykir honum allt sem er kjötkyns betra, einnig hefur. hann góða list á fiski. Hann setur það ekki fyrir sig þó að farið sé að slá í fæðuna og hámar í sig sjórekna fiska, dauða fugla og aðrar sjálfdauð- ar skepnur; hann er eggjaræningi og skæður í varplöndum á vorin, vegna þess er mörgum illa við hann. Hann á það til að leggjast á nýfædd lömb og önnur dýr sem eru veikburða eða ó- sjálfbjarga. Hatur hefur hrafninn hlotið fyrir að ráðast á ósjálfbjarga dýr og kroppa úr þeim augun. Hon- um þykir skelfiskur góður, stundum 26 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.