Heima er bezt - 01.01.2005, Síða 31

Heima er bezt - 01.01.2005, Síða 31
brennitunnur, sem tóku 120 kíló af nýju kjöti. Kjötið var síðan pæklað eftir að tunnurnar höfðu verið slegn- ar til, pæklinum helt um sponsgat á miðri bumbu tunnunnar. Bændur sáu sjálfir um slátrunina, sem fór fram utandyra, sjávarmegin við pakkhús- ið. A pakkhúsloftinu var kornvöru- sekkjum staflað. Þar höfðu verið gerðar tvær stíur á miðju loftinu, önnur fyrir rúg, hin fyrir bankabygg, hvort tveggja ómalað. I þær mátti losa allmikið korn, niður úr botni þeirra var ein trekt, sundurskilin í tvennt, sinn helmingur fyrir hvora korntegund. Með hleypilokum neðst á trektinni mátti opna og loka fyrir kornið. Undir trektinni stóð vigtin á gólfi neðri hæðarinnar, sem kornið var vegið á, og á henni dálítill stamp- ur með handarhöldum á tvo vegu. í þessum stampi var kornið vigtað, síðan hellt í poka kaupenda. Á pakkhúsloftinu voru einnig geymdir ullarballar, þegar á þurfti að halda og einnig ýmislegt fleira. Sunnan og áfast við pakkhúsið, var salthúsið. Þar tók verslunin blautan fisk og saltaði. Þessi fiskur var aldrei fluttur burtu öðruvísi en sem full- verkaður saltfiskur. Saltgeymsla var í skúr áföstum við austurhlið pakk- hússins. í fjörunni framundan, sem verslunarhúsin stóðu, var þrautalend- ing Fljótamanna í stórbrimum. Framarlega í ljöruborðinu var stór steinn, Selsteinninn svonefndi. Bryggja var gerð og varð steinninn um það bil innan í miðri bryggjunni. Bryggjan var annars gerð af búkkum úr sterkum viðum. Utan á búkkana var klætt með battingum, síðan allt fyllt með grjóti og bryggjudekkið klætt einnig með battingum. Ekki náði bryggjan lengra á land en svo, að sjór féll upp fyrir hana með flóði. Bilið af efsta búkkanum, lengra upp í fjöruna, var brúað með tveimur plönkum, lögðum hlið við hlið. Þetta gerði sama gagn og bryggja, sem hefði verið þessu lengri. Engin ökutæki voru til að flytja á verslunarvöru. Allt varð að bera. Sekkjavara var borin á bakinu. Kass- ar og aðrir hlutir, sem ekki hentaði Ein síðasta uppskipunin úr strand- ferðaskipi á Haganesvík. styðja við bátinn meðan varan var borin í land. Var þetta kulsamt starf, ekki hvað síst í kviku og frosti. Færi báturinn á hliðina við þessar aðstæður, var vissa fyrir því, að farmurinn mundi stórskemmast ef yfir hann félli brimalda. Við þessar aðstæður fór uppskipun í Ffaganesvík fram, allt þangað til bryggjan var gerð 1943. Eins og fyrr segir var Samvinnufé- lagið stofnað 1919. Þremur árum síðar var búið að byggja allstórt timburhús, sölubúð og sláturhús. Allt Arið 1897 var Haganesvík löggiltur verslunarstaður og nokkru síðar hóf Ein- ar B. Guðmundsson frá Hraunum, þar uppbyggingu verslunarhúsa og stúlkan á myndinni situr þarna á tröppumfyrsta verslunarhússins og lítið eitt fjær sér á norðurstafn pakkhússins. Verslunar- og íbúðarhúsið brann 1933, en pakk- húsið var rifið á áttunda áratugnum. að bera á þennan hátt, voru bornir á flatbörum. Sumt báru menn á hönd- um sér. Væri stykki svo stór eða þung, að ekki yrði komist með þau á fyrrnefndan hátt, var þeim velt. Vegna þess hve útfiri er þarna mik- ið, kom bryggjan ekki alltaf að full- um notum. Uppskipunarbátarnir (sexrónir fiskibátar) flutu að henni með hálffollnum sjó, þó að þeir væru fullhlaðnir. Með stórstreymisfjöru flutu hins vegar varla smákænur að bryggjunni. Við slíkar aðstæður var hætta á að farmurinn blotnaði þegar báturinn kenndi grunns. Urðu þá nokkrir af áhöfninni að fara utan- undir, eins og það var kallað, til að fram á sjötta áratuginn var sam- vinnufélagið að bæta við byggingar sínar í Víkinni, en líklega hefur stofnun kjötbúðarinnar á Siglufirði, 1928, í félagi við Kaupfélag Fells- hrepps á Hofsósi verið sá hornsteinn í rekstri beggja félaganna, sem hélt þeim á floti fjárhagslega á erfiðum tímum. Laust fyrir 1980 hætti öll verslun í Haganesvík og fluttist að Ketilási, sem útibú Kaupfélags Skagfirðinga. Réði þar mestu um breyttir sam- gönguhættir. Þjóðvegurinn var færð- ur upp fyrir Hópsvatn og samgöngur á sjó höfðu lagst af. Heirna er bezt 31

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.