Heima er bezt - 01.01.2005, Síða 32

Heima er bezt - 01.01.2005, Síða 32
Kviðlingar kvæðamál Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson Vísnaþáttur Agætu lesendur, gleðilegt ár og þökk fyrir þau liðnu. Vísnagerð er held ég á uppleið. Vísnasöfn eru gefin út og seljast bærilega. Um liðin jól fékk ég í hendur eitt slíkt, Er það „101 vísnaþáttur úr DV - og tveir að auki”, fyrri hluti. Framhald kemur næsta ár, að ætla má. Ég hef skemmt mér nokkuð við að lesa þessa bók. Auk hefð- bundins vísnakveðskapar er þarna að finna allmargar limrur. Sjálfur á ég þarna tvær vísur. Mér finnst rétt að benda fólki á þetta rit. Það var ekki auglýst jafn geypilega og sum skáldritin fyrir síðustu jól, er gleymast furðu fljótt. Snjöll vísa lifir lengst allra bókmenntaverka. í henni felst oft býsna mikið. Stephan G. Stephansson orti: Hiustir þú og sé þér sögð samankveðna bagan, þér er upp í lófa lögð: landið, þjóöin, sagan, Og Stephan G. yrkir um ljóðagerðina, sem fylgt hefur Islendingum frá fyrstu tíð: Undarleg er íslensk þjóð! Allt, sem hefur lifað, hugsun sína og hag í Ijóð hefur hún sett og skrifað. Og fleiri hafa ort um þessa áráttu, ef svo má nefna, vísna- og ljóðagerðina. Steingrímur Baldvinsson, bóndi í Nesi í Aðaldal, orti þannig um alþýðustökuna: Allt, sem þjóðin átti og naut, allt sem hana dreymir, allt sem hún þráði og aldrei hlaut alþýðustakan geymir. Sveinn Hannesson frá Elivogum er einn þeirra sem mærir stökuna. Hann telur hana lifa lengur en flest ann- að, þola meira. Hann segir það svo ógleymanlega: Flest þó moli tímans tönn, trausta boli hylji, stakan þolir frost ogfönn, flóðaskol og bylji. Um liðin jól hefur margt verið sagt um guðstrúna, og eru þar margir í samhljóða kór, ef svo má segja. En sumir eru ekki það, sem kallað er trúræknir. Stephan G taldi sig trúlausan, og gerði grein fyrir því í eftirfarandi stöku: Hvaða trú ég eigi að? - Enga, mun ég gegna. Hvílík glöp! Nei, gott erþað guðrækninnar vegna! Um trúleysi sitt var Stephan berorður að marki: / œsku tók ég eins og barn alheimskunnar trúna, Með aldrinum varð ég efagjarn; engu trúi ég núna. Mér finnst best að ljúka þessum inngangi vísnaþáttar- ins með vísu eftir Stephan G. Stephansson (1853-1927): 32 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.