Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.2005, Qupperneq 33

Heima er bezt - 01.01.2005, Qupperneq 33
Hlæjum þrótt í líf og Ijóð lúa þótt við höfum. Kemur nóttin næðisgóð nógu fljótt í gröfum. Hagyrðingur mánaðarins var Dalamaður, bóndi og bók- bindari í hjáverkum. Hann hét Guðmundur Gunnarsson og kenndi sig við Tinda á Skarðsströnd. Fæddur þar 5. okt. 1878 og dáinn 28. júní 1940. Hann var bóndi á Tind- um, en átti heima allmörg síðustu æviárin í Stykkishólmi. Stundaði bókbandsiðn samhliða búskapnum og síðar ein- göngu, Ein ljóðabók kom út eftir Guðmund og nefnist hún „Tindar”. Eru þar eingöngu vísur. Hér er ætlunin að birta nokkrar þeirra. Ungur las ég „Tindana“ og lærði þá þegar nokkrar vísur úr þeirri bók. Um stökuna orti Guð- mundur: Marga hefur stund mér stytt stakan dável gerða. Eftirlætis yndi mitt er og mun hún verða. Meðan íslenskt ómar mál aldrei mun hún deyja. Einhvern Þorstein eða Pál endurvekur Freyja. Á æskustöðvum yrkir Guðmundur Gunnarssson : Andinn finnst méryngjastþá, allt, sem bœtir, hlýnar, þegar kominn er ég á œskustöðvar mínar. Hér ég gleði hreppti og sorg; hvarflar það í sinni. Hér ég marga barnaborg byggði í œsku minni. Eftirfarandi þrjár vísur nefnir Guðmundur „Ævispor”: Munii um síðir mér ogþér margar leiðir kunnar. Lífið spor eitt lítið er á langferð tilverunnar. Allir vér að áa mold innan stundar hnígum. Mikið þýðirþví á fold þetta spor vel stígum. Allra er sama efnishold, allir dauða líða. Allir verða aftur mold, allir dómsins bíða. Góð er leiðbeining eða aðvörun Guðmundar, sem segir: Leggi menn á munaðshaf minnkar senn í vösum. Margur kennir óhægð af ástar brennigrösum. Fleiri en Sveinn ffá Elivogum hafa ort vísur, sem byrja á „Oft er”. Guðmundur á Tindum bregður því fyrir sig: Oft er rót á uppboðum, alls kyns dót á boðstölum, lítil bót að lánsjjöðrum, léttklœdd snót á samkomum. Oft er los á einhleypum, illur rosi á haustdögum, svalk og vos í sjóferðum, svartur gosi í spilunum. Um Gunnar og Hallgerði orti Guðmundur á Tindurn þessar vísur: Fyrst á klakafróni sá frœgstur var afhöldum. Minning Gunnars geymast á gullnum œtti spjöldum. Hann af sambúð Hallgerðar hafði gœðin minni. Forað mesta og fiagð hún var fögru undir skinni. Guðmundur tók eitt sinn þátt í bændaför, og var gist á Laugarvatni. Þar aðskildi fararstjórinn konur firá körlum. Guðmundur á Tindum gat þá ekki á sér setið og orti: Það er stefnu skiýtin skrá; skapið held ég batni. Eina konu enginn má eiga á Laugarvatni. í Biskupstungum flutti aldraður maður, Þórður Kára- son, ferðafólkinu þrjár stökur. Guðmundur þakkaði þannig fyrir: Alls staðar komum við til vina; vona ég því enginn gleymi. Biskupstungna Braga og hina blessun Drottins yfir streymi. Góð eru heilræðin, sem Guðmundur gefur í næstu vís- um: Kjósirðu að verða kempa sterk, kepptu að marki háu. Heima er bezt 33

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.