Heima er bezt - 01.01.2005, Side 37
Jón R.
Hjálmarsson:
Húnakonungur
Afjórðu öld eftir Krist voru norræn-
ar og aðrar germanskar þjóðir
mjög á faraldsfæti í Evrópu og
víða mikil ókyrrð við landamæri
hins forna Rómaveldis. En svo gerðist það að
Húnar, áður óþekkt Asíuþjóð, réðist inn í álf-
una úr austri og raskaði því litla jafnvægi
sem eftir var með grimmilegum hernaði og
ránsskap. Húnar þessir voru mongólskir að
uppruna og áttu í öndverðu heima á gresjum
Mið-Asíu, þar sem þeir lifðu sem hirðingjar.
Snemma tóku þeir að herja á nágranna sína og sóttu þá
mjög inn í Kína. Er talið að Kínverjar hafi í öndverðu
byrjað að reisa múrinn mikla á norðurlandamærunum til
að verjast þeim. Síðar tóku þeir að leita vestur á bóginn
og fóru lengi vel hægt yfir. En upp úr miðri fjórðu öld
brutust þeir vestur yfir Volgu og tóku að hrella þjóðir
Evrópu. Á sléttunum norðan Svartahafsins urðu Austgot-
ar á vegi þeirra, en þeir voru norræn þjóðflutningaþjóð,
sem þarna hafði stofnað myndarlegt ríki. Þeir voru
gjörsigraðir í grimmilegum bardögum og þeir sem eftir
iifðu voru sumir kúgaðir til undirgefni, en aðrir flýðu til
Qalla suður á Krímskaga. Þar héldu þeir velli sem sér-
stakur þjóðflokkur fram á 18. öld, þegar Katrín mikla
hrakti þá á brott og týndust þeir eftir það í þjóðahafi rúss-
neska keisaradæmisins.
Húnar héldu áfram til vesturs og árið 375 fóru þeir yfir
Donfljótið. Þar urðu Vestgotar á vegi þeirra, en þeir voru
önnur germönsk þjóð að norðan. Þeir létu brátt undan
síga og björguðu sér með því að flýja suður yfir Dóná á
náðir Rómverja, þar sem þeir fengu landvistarleyfi. Hún-
ar dreifðu sér síðan um þau lönd sem nú heita Ungverja-
land og Rúmenía og víðar og lifðu áfram sem hirðingjar
og stríðsmenn. Þeir stunduðu mjög að gera skyndiárásir á
nágranna sína og fengu Rómverjar sem og margar germ-
anskar og slavneskar þjóðir mjög að kenna á þeim.
Lengi vel höfðu Húnar enga sameiginlega yfirstjórn,
heldur voru þeir dreifðir í smáhópa sem
hver hafði höfðingja fyrir sig. En með
langvarandi hernaði og ránsskap, safnaðist
að þeim mikill auður og auði fylgja völd.
Snemma á 5. öld náði öflugasti höfðinginn
yfirráðum yfir öllum hinum og gerðist
konungur. Upp úr því tóku þessir stríðs-
menn að sækja með vaxandi þunga inn á
rómverskt land. Keisarinn í Konstantínópel
tók þá til bragðs að borga þeim árlega
miklar fjárfúlgur fyrir að láta af þessum á-
rásum. En Húnar létu sér ekki segjast og fengu með hern-
aði og hótunum þennan skatt keisarans sífellt hækkaðan.
Þessar fjárfúlgur ásamt ránsfeng úr öllum áttum lögðu
grunn að miklu ríkidæmi Húnakonungs, svo að brátt urðu
allir að lúta boðum hans og bönnum. Og þó þetta ríki
væri lítt skipulegt, þá varð það með tímanum svo víðlent
að það náði frá gresjum Suður-Rússlands vestur að Rín
og frá Alpafjöllum í suðri að Norðursjó.
Hvarvetna þar sem Húnar fóru um vöktu þeir ógn of
skelfingu sakir grimmdar sinnar. Þeir voru mjög
mongólskir í útliti, blakkir á hörund og litlir vexti, en
herðabreiðir og afar sterklega byggðir. Kinnbein þeirra
voru útstæð og augun lágu djúpt. Flestir voru þeir skegg-
lausir, því að venja þeirra var að flá skeggstæði ungra
drengja til að hindra að þeim sprytti síðar grön. Kjálkar
þeirra voru því alsettir örum, sem mjög jók á villimann-
legt útlit þeirra. Oftast klæddust þeir kyrtlum úr líni eða
þá að þeir notuðu skinnfatnað og báru efnismiklar loð-
húfur á höfði. Sem hirðingjar reikuðu þeir um með hjarð-
ir af sauðfé, nautgripum og hrossum í sífelldri leit að
góðum bithögum og vatni. Lengi vel höfðu þeir ekki
fasta búsetu, en bjuggu í tjöldum. Mest lifðu þeir á kjöti
og mjólkurmat, en skeyttu lítt um brauð og annað korn-
meti. Hestamenn voru þeir ágætir og undu sér best í
hnakknum. Þeir börðust, versluðu, mötuðust og héldu
ráðstefnur á hestbaki og sváfu jafnvel sitjandi í hnakkn-
Heima er bezt 37