Heima er bezt - 01.01.2005, Side 43
innan í sér. Guð hvað hún er yndisleg, hugsaði hún, um leið
og hún strauk nýfæddri dóttur sinni um hárið og skoðaði
fingurna, tærnar og hana alla. „Ég á þig litla stúlka. Vel-
komin í heiminn”, sagði hún upphátt.
„Ég á hana líka”, sagði Steinar og kyssti þær báðar í þús-
undasta skipti, „mér líður æðislega núna. Ég er orðinn
pabbi og á tvær fallegustu stelpurnar í heiminum!”
„Hvort þú átt”, sagði Erla, sem grét enn og hálflá yfir
Unni og barninu til þess að knúsa þær, „og ég er guðmóðir
og amma hérna ef ykkur væri sama”.
Guðrún ljósmóðir ræskti sig og bað þau tvö að fara að-
eins fram á meðan hún fengi aðra ljósu til þess að hjálpa sér
með fylgjuna og að sauma, þau gátu þá hringt í allar áttir á
meðan.
„Takk Erla mín, þú ert svo sannarlega guðmóðir hennar
og amma og frænka”, hvíslaði Unnur þegar þau fóru fram.
Hún var alveg heilluð af dóttur sinni og það var tæpast að
hún tímdi að leyfa þeim að vigta hana og mæla og baða
svolítið, áður en hún fékk hana í fangið aftur. Sú litla var 17
merkur og 54 sm, kollurinn var þakinn dökku hári og hún
grét ekki neitt, opnaði bara munninn og leitaði hjá móður
sinni. Guðrún sýndi henni hvemig átti að fá hana til þess að
taka brjóstið, hún greip það strax, tottaði í smástund og
sofnaði svo vært.
„Ég vil ekki setja hana í rúm”, sagði Unnur, „ég vil bara
hafa hana héma hjá mér”. „Dökkhærð gyðja eins og þú,
fædd klukkan nákvæmlega 19:15 á afmælisdegi móður
sinnar”, sagði Steinar, sem tyllti ekki í tæmar af monti,
„hvað sagði ég?“
„Hún hefúr líka augnsvipinn þinn”, sagði Unnur bros-
andi.
„Steinar haltu aðeins utan um mig, mér líður alveg eins
og tómri tunnu”.
Hann gerði eins og hún bað og viðurkenndi að honum
fyndist þetta skrítið líka, og eftir smástund var hún sofnuð.
Þegar hún vaknaði aftur, var hún með svo mikla verki að
hún hljóðaði og kallaði á Guðrúnu, sem gaf henni verkjalyf
og sagði henni að þetta væm samdráttarverkimir eftir á,
þeir yrðu í nokkra daga en minnkuðu með hveijum degin-
um, svo hjálpaði hún henni í sturtu og Unnur varð mikið
hressari á eftir, þótt hún væri sannfærð um að hún gæti
aldrei setið aftur.
„Hvar eru allir?“ spurði hún Guðrúnu.
„Ég bað þau að fara niður í matsal og fá sér eitthvað að
borða”, svaraði Guðrún, „veistu, ég veit ekki hvað þú þolir,
það er komið kvöld og þú bara búin að sofa í svona tvo
tíma. Það bíður öll fjölskyldan þín eftir að fá að sjá þig og
stúlkuna þína, en ég get beðið þau að koma aftur á morgun
ef þú vilt hvíla þig núna, og auðvitað þarflu að hvíla þig”.
Unni leið skyndilega eins og hún hefði fengið margar
vítamínsprautur, og sagði að þau mættu sko öll koma.
„Allt í lagi”, sagði Guðrún, „en ekki leyfa þeim að vera
með barnið, það er alltaf ákveðin sjúkdómahætta og þau fá
ekki að vera lengi. Svo biðurðu mig að koma ef þú verður
þreytt, ýtir bara á bjölluna”.
Og þarna voru þau öll komin. Frú Lára og Egill og bræð-
ur hennar báðir, Erla og Víglundur (sem signdi yfir barnið
á fimm mínútna fresti), Jóna með litlu Láru, og svo auðvit-
að hennar ástkæri Steinar, sem hafði náð í Kristínu systur
sína. Hún hoppaði og skoppaði um allt af gleði og kyssti
alla og óskaði til hamingju og gleði hennar var svo smitandi
að fólkið fór ósjálfrátt að hlæja með henni. Unnur og stúlk-
an hennar litla voru báðar kysstar, hvað sem allri sjúkdóma-
hættu leið, og hamingjuóskunum rigndi. Kristín rétti Unni
pínulitlar peysur sem hún hafði prjónað á þá litlu, og sagði:
„Veistu hvað Unnur, við Steinar vorum að spá. Væri ekki
sniðugt að hún fengi að heita Kristín eins og ég?“
Allir fóru að hlæja og Unnur horfði brosandi á Kristínu
og Steinar.
„Jú, það væri flott, því hún er engill eins og þú”, sagði
hún, „hún á að heita Kristín Erla Steinarsdóttir”.
Næstu dagar flugu hjá. Unnur hafði aldrei verið jafn
hamingjusöm á ævi sinni, henni fannst móðurhlutverkið
henta sér fúllkomlega. Þegar Steinar sótti þær á sjúkrahúsið
fimm dögum seinna, var hún með svo mikinn farangur að
þau þurftu að troða í skottið á jeppanum. Stúlkan þeirra
svaf vært í burðarrúminu í aftursætinu á leiðinni heim og
Steinar bar hana lotningarfúllur inn í Álftanes, þar sem Erla
og Víglundur höfðu útbúið heimkomuveislu fyrir þær
mæðgumar. Steinar var búinn að búa um vögguna og sótt-
hreinsa herbergin, og Unnur var svo glöð yfir því að vera
komin heim aftur að brosið var fast á andlitinu á henni. Hún
var reyndar enn ekki farin að trúa því að hún gæti nokkum
tímann setið aftur, en hún reyndi það oft á dag. Litla stúlkan
hennar drakk bara hjá henni eins og hún hefði alltaf kunnað
það, og svaf svo vært þess á milli. Hún grét nánast aldrei,
umlaði bara þegar hún var svöng eða blaut. Naflinn leit vel
út og var byrjaður að gróa. Yfir veisluföngunum sagði hún
þeim sögur frá sjúkrahúsinu og hvað sú litla væri góð og
dugleg og hvað henni sjálfri liði vel, hún átti ekki orð til
þess að lýsa þessum síðustu dögum í lífi sínu.
„Takk Erla fyrir að vera hjá okkur í fæðingunni”, sagði
Unnur, „ég var aldrei búin að þakka þér almennilega fyrir
það”.
Erla hló við tilhugsunina.
„Ég veit ekki hvað kom yfir mig, að ryðjast inn á spítal-
ann og fara að skipa fólki út og suður, ég var bara alveg
brjáluð yfir því að þær skyldu láta þig liggja þama eins og
skötu, það má alltaf bæta líðan fólks, ég tala nú ekki um
þegar er verið að fara í gegnum svona erfiða hluti og mikil-
væga”.
„Þú hefðir átt að sjá vargaganginn í henni”, sagði Steinar
við Víglund, „en það var óneitanlega gott að hafa hana, við
hin vissum ekkert hvemig við áttum að vera, og ljósmóðir-
in sagði mér ekkert, nema: „Reyndu nú að vera góður við
hana”, eitthvert svona blaður”.
Víglundur ræskti sig og sagðist vita það að hún Erla hans
hefði verið til fyrirmyndar eins og venjulega.
„Einmitt”, sagði Erla kímin, „einstæður sauðfjárbóndi í
gegnum árin, ekki einu sinni einstæð móðir! Ég er hin besta
Heima er bezt 43