Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Page 9

Heima er bezt - 01.11.2008, Page 9
Hjórtin Kristín Lára og Guðmundur á Hesteyri. Úr eigu Pálínu Waage, Seyðisfirði. þá tuttugu og sex ára, var Guðmundur skráður í manntali húsráðandi í Viðvík, einum af Hesteyrarbæjunum. Með honum í heimili fyrsta árið var skráð Kristín Lára Arnadóttir, 13 ára, sem síðar varð konan hans. Bróðir Guðmundar, Eiríkur ísfeld, gerðist bóndi á Hesteyri eftir lát móður sinnarárið 1908. Eiríkur kvæntist aldrei en Anna Vilhelmína hálfsystir hans var Þœr mœðgur Anna ráðskona hjá honum öll árin sem hann góðri stundu. bjó þar. Með þeirn systkinum bjó einnig maður að nafni Guðmundur Elalldórsson. Á árunum 1915- 1917 byggði Eiríkur ísfeld hús á Hesteyri úr múrsteini frá rústum hvalveiðistöðvar Ellefsens. Húsið, og þá sérstaklega hvernig það var innréttað, vakti mikla athygli sveitunga Eiríks. íbúðarhúsið var mjög reisulegt á þess tíma mælikvarða og við það var fagur og gróskumikill trjá- og blómagarður. I Mjófirðingasöguni, þriðja bindi segir: Stofur Eiríks voru eftirminnilegar og hjálpaðist margt að: furugólfið, fremur dökkt og virðulegt veggfóður, umbúnaður hurða og glugga, hvít loftin með flúruðum listum og fögrum loftrósum yfir sérlegum og fallegum hengilömpum. Húsgögnin voru vönduð og samstæð í stíl síns tíma, á veggjum málverk, Anna á Hesteyri, ung að árum og sposk á SVÍp. Úr eigu Pálinu Waage, Seyðisfirði. sennilega norsk, stór mynd af konungi íslands og Danmerkur auk persónulegri mynda. Blómahaf mikið þegar tók að vora. (bls. 66) og Lára á 'Jr eigu önnu. Eiríkur virðist hafa verið um margt sérstakur maður og ólíkur íslensku samferðarfólki sínu, blómadýrkandi sem „unni jafnframt umhverfí sínu og sá það oft í ævintýraljóma við sólris, sumarkomu eða á björtu vetrarkvöldi“. Sigfús á Brekku minnist múrsteinshússins á Hesteyri með eftirsjá og hlýju. Stofa Eiríks var prýdd málverkum og vegleg rennihurð úr plussi hafi þótt með eindæmum glæsileg. Skrúðgarður Eiríks, sem stóð sunnan undir íbúðarhúsinu, setti mikinn svip á bæinn. Þar uxu reynitré og rifsberjarunnar, birki, silfurhnappur, valmúgi, gæsablómi og stjúpmóðir auk rabarbara og gulrófna. Innandyra var blóminn ekki síðri; pelagónur, nellikur, sumarblóm, eilífðarblóm, ísplanta og fleira. Dagbækur Eiríks sýna að heimilisfólk á Hesteyri gerði Heima er bezt 489

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.