Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 10
sér dagamun á skemmtilegan hátt, hélt skógarveislur í skrúðgarðinum, drakk súkkulaði og las sögur. Einnig voru haldnir „Vökustaurar“, matarveislur við upphaf jólaföstu, og var uppistaðan hefðbundinn íslenskur matur. I verslun sinni höndlaði Eiríkur með algengar matvörur og hafði óvenjulega fjölbreytt vöruúrval, verslaði þar á meðal með hreinlætisvörur, tóbak, öl og sælgæti, vefnaðarvöru, leikföng, snyrtivörur, skot og veiðarfæri. Einnig seldi hann saltfisk í umboðssölu frá nærsveitungum sínum. Eiríkur varð ekki langlífur, var rétt um fimmtugt þegar hann lést. I Mjóafirði er hans helst minnst fyrir múrsteinshúsið, blómarækt sem hann stundaði af natni, glæsilega innréttuð híbýli og metnaðarfulla sveitaverslun. Geta má þess að trjágarðurinn á Hesteyri er sá elsti í Mjóafirði. I bókinni Skoðað í skrínu Eiríks á Hesteyri, sem kom út árið 1978, skrifaði Jón Kr. ísfeld, frændi Eiríks, stutt æviágrip hans. Þar kemur fram að Eiríkur Isfeld hafí verið annálaður dýraverndunarsinni og var umhyggja fýrir dýrunum honum hugleiknari en flest annað, eins og þessi orð, sem hann skrifaði til vamar rottunni og birtast í fyrrnefndri bók, sýna: „Hafið aðeins rottugildur, sem drepa fljótlega. Kastið ekki steini í dýrið hugsunarlaust, - hvort hann muni hitta og dauðrota eða ekki. Hafíð óskemmt eitrið, sem þið fáið í lyfjabúðinni, og sjáið um að það sé bráðdrepandi. Hafíð meðaumkun með rottunni og deyðið hana svo vel og fljótt, sem ykkur er unnt.“ (bls. 11) Þessi orð úr dagbók Eiríks Isfeld em svo lík þeim orðum sem Anna hefur látið falla í viðtölum vegna ævisagnaritunarinnar að það er með ólíkindum. Ennfremur vom Eiríkur og Anna sammála um að sauðQárbændur ættu sjálfír að aflífa fé sitt á heimabæ sínum, í stað þess að senda það langan veg til slátrunar. Þótti Eiríki það mikið framfaraskref þegar bændumir í Mjóafírði hófu að skjóta fénað sinn sjálfír. í viðtölum vegna ritunar bókarinnar hefur Önnu orðið tíðrætt um kosti heimaslátranar og ókosti flutnings sauðljár til slátrunar fjarri heimabyggð. Söguhetja okkar virðist því sækja sína ástríðu i dýravernd til þessa föðurbróður síns, sem hún kynntist þó aldrei, því hann lést fímm árum áður en hún fæddist. Forspil að ævi minni. Af Láru og Guðmundi á Hesteyri Áður hefur verið sagt frá uppruna föður Önnu. Verður nú vikið að móður hennar, Kristínu Láru Ámadóttur, hér eftir kölluð Lára, frá Einkofa á Eyrarbakka, fædd 23. desember 1895. Foreldrar Láru hétu Árni Höskuldsson og Margrét Einarsdóttir. í sveitablaðinu Þjálfa Þjálfasyni ritaði Vilhjálmur á Brekku grein í tilefni af fímmtugsafmæli Lám. Kemur þar fram að foreldrar hennar komu fýrst til Mjóaljarðar árið 1903 sunnan af Eyrarbakka með soninn Guðmund Haraldsson fímm ára. Þá var Lára átta ára og dvaldi hjá Oddi Ögmundssyni, bónda á Árbæ í Ölfusi, og Sigríði konu hans. Ár leið áður en Lára fór til samfunda við fjölskyldu sína í Mjóafírði. Þegar hún Eitt af þvífáa sem eftir stendur á Hesteyri af skrúðgarði Eiríks Isfelds. Mynd: Rcmnveig Þórhallsdóttir. var níu ára gömul var hún skráð til heimilis hjá Ásmundi Þorsteinssyni á Reykjum í Mjóafírði og næsta ár hjá séra Þorsteini Halldórssyni í Þinghóli, á meðan foreldrar hennar voru í Holti í Mjóafírði. Árið 1907 stofnaði Qölskylda Láru sitt eigið heimili á Sléttu í Mjóafirði og vom þar út árið. Að sögn Önnu minntist móðir hennar alla ævi gleði ljölskyldunnar sem nú var öll saman komin og loks orðin sjálfrar sín. En gleðin entist ekki lengi. Sumarið 1908 flutti fjölskyldan til Guðmundar Guðmundssonar í Viðvík, í landi Hesteyrar. Varð það örlagaríkt fyrir hina tólf ára gömlu Láru. í desember sama ár varð Árni faðir Láru talinn húsmaður á Höfðabrekku í Mjóafírði og var þar næstu árin ásamt konu og syni á meðan Lára var heimilisföst í Viðvík. Fyrir þrettán ára afmæli Láru var hún því orðin ein í heimili á Hesteyri með ókunnugum og fjölskylda hennar flutt á annan bæ. Foreldrar Láru fluttu til Seyðisfjarðar árið 1910 með Guðmundi syni sínum. Árni faðir Lára lést á Seyðisfírði 7. janúar 1915. Mæðginin Margrét og Guðmundur bjuggu þar áfram en fluttu síðan bæði til Reykjavíkur, Guðmundur árið 1921 og móðir hans ári síðar. Guðmundur nam skipstjómarfræði og var bátsmaður og stýrimaður á fiskiskipum. Hann giftist Katrínu Kristófersdóttur frá Vindási í Landsveit og bjuggu þau í Reykjavík. Fór ætíð vel á með Önnu og Guðmundi móðurbróður hennar. 490 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.