Heima er bezt - 01.11.2008, Síða 14
nefnd, var gæðakona hin mesta, hlý og alúðleg í viðmóti
við hvern sem að garði bar og gestrisin í besta lagi.
Svo bar til eitt sumar, þegar mæðiveiki í sauðfé var í
algleymingi, að Björn taldi sig verða varan við að mórauður
hrútur, sem hann átti, hefði tekið veikina. Þótti Birni mikið
koma til hrútsins og skaði að missa hann. Taldi Björn sig
verða var við ódöngun í hrútnum um svipað leyti og fé var
sleppt í sumarhaga. Hélt hrúturinn sig nærri túngarði í Bæli
og gat Björn fylgst með honum tilsýndar af bæjarhólnum.
Sýndist honum heilsa hrútsins fara hrakandi og taldi því
rétt að bíða ekki með að lóga honum þar til allur veigur
væri úr honum. Hringir hann nú í nágranna sinn, Jón á
Svertingsstöðum, og biður hann um að koma fram eftir og
hjálpa sér við að lóga hrútnum. - É hend ha sé ekki efti
neinu a bía, Jón, - sagði Björn, - hann e a daast upp sá
móaui, hendu ú geti komi á mógun efti hádeii? -
Jón kvaðst það myndi geta og bað Björn um að koma
hrútnum í hús áður en hann kæmi á vettvang.
Áður en lengra er haldið ber að geta þess að séra Jóhann
Briem á Melstað, átti mórauðan fimm vetra hrút, mjög
áþekkan hrútnum Bjössa. Var hann hafður i heimahögum
af þeirri ástæðu að hann var latrækur og jafnframt var talið
fullvíst að hann hefði smitast af mæðiveiki.
Daginn eftir arkaði Jón fram að Bæli og hafði með sér
nauðsynleg áhöld til verksins og hrúturinn kominn í hús.
Voru nú hæg heimatökin. Jón skaut hrútinn, sem orðinn var
mjög framlágur og af sér genginn. Björn hafði vaskafat til
reiðu undir blóðið og hélt við fatið meðan úr hrútnum blæddi.
Allt í einu verður Birni litið undir hrútshomið og um leið
tekur hann snöggt viðbragð og segir skelfmgu lostinn:
- Ja, hve asskotinn, hættu a skea Jón, hættu að skea,
hútuinn pessins, Bím á honninu, Bím á honninu!!-, og í
óðagotinu varð honum á að þeyta fatinu með blóðinu í út
á túnið. Að svo mæltu tvístígur hann framan við dauðan
hrútinn og segir:
- A hann skui vea lifandi, é sei nú ekki annað en ha. Ha
eu migosti tvö á sían hann va saððu hafa fengi mæiveikina,
é ski baa ekket í hessu! -
- Ertu að fá mig hingað til að slátra prestshrútnum, ja fyrr
má nú vera -, sagði Jón, fokvondur. - Þú liggur laglega í því,
laxi. Nú skaltu sjálfur sjá fram úr þessu. Ég er farinn! -
- Nei, faððu ekki stass Jón, hva á é a gea? - sagði Björn
með grátstaf í kverkunum.
Jón hugsaði sig um andartak og segir:
- Það er nú ekki nema um eitt að gera. Þú verður bara að
ná í hann Hansen, leggja á hann aktygin, spenna hann svo
fyrir kerruna, og fara með hrútinn niður á Melstað og segja
prestinum að þú haflr lógað hrútnum hans í misgripum fyrir
þinn eigin hrút og biðja hann fyrirgefningar!“
- É veit baa ekki hva hann Hansen e núna -, sagði Björn
og lagði kollhúfur. - Ha teku nú tíma a ná í hann - .
- Jæja, ég fer nú bara inn til hennar Gunnu og fæ hjá henni
kaffisopa - , sagði Jón, - meðan þú nærð í klárinn, hann
getur varla verð langt undan, svo hjálpa ég þér við að setja
skrokkinn upp í kerruna og drífðu þig nú! -
Bjöm rölti upp á bæjarhólinn, en þaðan er víðsýnt til allra
átta. Að stundu liðinni kom hann auga á hrossahóp vestur
við á, fram á svonefndum Stokkum sem eru valllendisgeirar
meðfram Svertingsstaðaánni.
Björn hraðaði sér sem mest hann mátti, en hann var
lungnaveill og átti jafnan óhægt um gang vegna mæði. Hann
hafði með sér gildan snærisspotta til að hnýta upp í Hansen
þegar hann næði honum, taldi það ráðlegra en að hafa með
sér beisli því að þá sæi Hansen í hvaða tilgangi hann væri
kominn og gat þá dottið í klárinn að stríða honum með því
að láta ekki ná sér strax.
Hesturinn var einkar spakur og mátti oftast ganga að honum
í haga og það brást heldur ekki í þetta sinn. Hansen vildi þó
vera í samveru við hrossahópinn og var tregur til að fara
einn með Birni heim að Bæli, en Bjöm sá ráð við því og
tók það til bragðs að reka hópinn allan heim að túngarði
til að flýta ferðinni og til þess var Hansen meira en fús.
Þetta tókst. Hrossin tóku á rás heim á leið og Björn á baki
Hansens barði fótastokkinn sem mest hann mátti til að hraða
ferðinni. Svo teymdi hann Hansen frá túngarði og heim að
íbúðarhúsinu í Bæli.
Jón hafði lokið við að þiggja góðgerðir hjá Guðrúnu
húsfreyju þegar Bjöm bar að garði og nú sátu þau á tali
uppi í stofúnni þegar útidyrunum er hrundið upp og kallað
inn hárri röddu:
„Hansen e kominn!“
Jón brást strax við kallinu, þakkaði Guðrúnu veittar
góðgjörðir og kvaddi og saman lögðu þeir Björn aktygin á
Hansen og spenntu hann fyrir kerruna, tóku svo hrútsskrokkinn
og lögðu hann upp í vagninn.
- Og farðu nú strax, Bjössi minn, illu er best aflokið
og segðu honum séra Jóhanni frá þessum mistökum, en
presturinn tekur þér áreiðanlega vel, vertu viss - , sagði
Jón, og klappaði á herðar Bimi.
Bjöm þagði um stund, var niðurlútur og kvíðinn á svip,
leit svo í átt til kirkjuturnsins sem gnæfði upp fyrir melinn
ofan við staðinn. Svo rölti hann niður götumar með Hansen
í taumi til að segja sinar farir ekki sléttar.
Tveim dögum síðar kom Bjöm út að Svertingsstöðum til
að hitta Jón. Þegar þeir höfðu heilsast, spurði Jón:
- Og hvernig tók nú presturinn þér, varð hann ekki
fokvondur? -
- Ekki ba nú á hí - , sagði Bjöm, en hann spuðði út i
hetta. So sai hann a é heffi baa teki af honum ómaki vi a
lóa hútnum, ha heífi oðði a gea hvott sem va, so ba hann
vinnumanninn um a gea hútinn til - .
- En frúin - sagði Jón, - hvað sagði hún? - .
- Fúin, fúin! -, sagði Bjöm. - Hún tók nú vel á móti mé
eins og alltaf, hún va i góu skapi, hún hoffi baa sona fyst á
okku Hansen og kímdi, en so bosti hún út a eyum og bau
upp á kaffi, en so baa allt í einu há baa skellihló hún, ha, ha,
ha, ha, ha!!“.
P.s. Um hauslið kom mórauði hrúturinn hans Bjössa með Húksheiðarsafninu
til byggða, frískur og hress eftir sumardvöl í grængresinu.
494 Heima er bezt