Heima er bezt - 01.11.2008, Síða 19
Lauslæti
Það virðist vera meginregla meðal fugla
- og sjálfsagt víðar - að tengslin á milli
foreldranna eru því nánari sem þeir leggja
meiri orku í að koma upp ungviðinu. Þarf
því engan að undra að lauslátastir allra
fugla eru þeir sem láta öðrum fuglum
eftir allt uppeldið. Frægastur og best
rannsakaður þessara hreiðursníkla er
eflaust evrópski gaukurinn, sem laumar
eggjum sínum í hreiður ýmissa smáfugla
- einu í hvert - og sinnir þeim síðan
ekkert. Fyrsta eðlishvöt gauksungans
er svo að velta öllum eggjum og ungum
fósturforeldranna úr hreiðrinu, enda
leyfir ekki af að þau geti sinnt þessum
matgíruga, óboðna gesti.
I kynlífi gaukanna ríkir alger ringulreið,
þar sem kerlumar makast við þann karl
sem næstur er hverju sinni.
Fljá runntítlu, litlum spörfugli í Evrópu,
sem hefur sést hérlendis en verpur hér
ekki, hafa fræðimenn greint einskonar
„kommúnulífþar sem nokkrir karlar
og álika margar kerlur búa saman og
sinna saman eggjum og ungum. Sjálfsagt
gerist eitthvað svipað hjá fleiri tegundum
fugla.
Einkvæni
Oft, en þó ekki alltaf, byggist einkvæni
meðal fugla á því að þörf er framlags
beggja foreldra við að ala ungana, og
oft hjálpast faðir og móðir að við að
koma upp hreiðri og liggja á því. Auk
þess þurfa ýmsir íuglar að verja ákveðið
heimasvæði eða óðal fyrir öðrum fuglum
sömu tegundar - og stundum auk þess
fyrir ránfuglum og öðram ræningjum -
en á óðalinu fá fuglarnir viðurværi sitt,
af gróðri eóa dýrum. Oft kemur í hlut
heimilisföðurins að verja það.
Þegar ungarnir eru komnir upp - og
hjá sumum fuglum mun fyrr - skiljast
leiðir foreldranna yfirleitt, að minnsta
kosti fram að næsta varptíma. Það virðist
engan veginn meginregla að sama parið
taki saman ár eftir ár. Merktir villtir
fuglar sumra tegunda tengjast í nokkur
ár, stundum ævilangt, en hjá öðrum eru
árleg makaskipti algengari. Hjá fuglum
sem lilá í íjölkvæni eða fjölveri ellegar
við verulegt lauslæti era tengsl maka
sjaldan varanleg.
Margir sjófuglar virðast makast
ævilangt, eða meðan bæði hjónin lifa.
Kerla gauks (Cuculus canorus)
fjarlœgir egg sefsöngvara áður en
hún kemur eigin eggifyrir í hreiðrinu
Gauksunginn, nýskriðinn úr eggi,
veltir síðasta eggi sefsöngvarans fyrir
horð.
Rannsóknir á merktum albatrosum,
fýlum, skrofum og sæsvölum bendir
til að skilnaður sé þar fátíður; þessir
fuglar munu yfirleitt vera tryggir maka
sínum.
Gæsir og svanir virðast líka trygglynd,
þótt samlíf þeirra hafi einkum verið
skoðað hjá tömdum fuglum eða í
dýragörðum. Líklegt þykir að emir
makist til lífstíðar, en það hefur þó
ekki verið kannað,
Fáir fuglar sýna maka sínum meiri
alúð en hettutranan, ekki aðeins um
varptímann heldur allt árið. Þetta er
háfættur og hávaxinn fugl, um hálfur
annar metri á hæð, og lifir í sunnanverðri
Asíu, auk þess sem lítill stofn hefur
nýlega fundist í Astralíu. Karl- og
kvenfugl tengjast ævilöngum böndum,
og samheldni hjónanna er við brugðið,
þannig að sjaldan sést annað án þess
að hitt sé í nánd.
Aðrar trönur á þessum slóðum - og
raunar víðar - era margar í útrýmingar-
hættu, þar sem menn veiða þær og leggja
búsvæði þeirra undir landbúnað, en
hettutranan nýtur friðhelgi sem ímynd
hjúskapartryggðar, enda sjást fuglarnir
oft spígspora örskammt frá bændum að
vinnu við hrísakra.
En hjá þeim meirihluta fugla, þar
sem pörin era aðeins saman lítinn hluta
árs, er trygglyndið sjálfsagt háð því að
fúglamir kannist við útlit fyrri maka og
láti sér vel líka. Bæklaðir fuglar eiga
fárra kosta völ. Þýskur fuglafræðingur
fylgdist um 1940 með sandlóum, sem
jafnan eru tryggar maka sínum. Hann
tók eftir tveimur fuglum, sem misst
höfðu annan fótinn við slys eða ágang
rándýra, og báðir urðu að þola höfnun
eða skilnað. En bækluðu sandlóurnar
voru sín af hvoru kyni og tóku upp
sambúð og komu á legg (raunar tvo
leggi) heilbrigðum ungum.
Af 37.000 merktum aðalsmörgæsum á
Crozierhöfða á Rosseyju hjá Suðurskauts-
landi tóku 44% ungra varpfugla saman
við nýjan maka þegar bæði hjón frá fyrri
varptíð snera til sömu varpstöðva, en
aðeins 16% eldri fugla.
Rannsóknir á ritu og fleiri máva-
tegundum sýna að kvenfugl sem
heldur tryggð við maka sinn verpur
fyrr, eignast fleiri egg og gengur betur
að koma upp ungununt en kerla sem
er að byrja búskap með nýjum karli.
Svo er að sjá sem nýtt „hjónaband“
kalli á ákveðna aðlögun sem dragi
úr velgengninni fyrsta búskaparárið.
Þó sést því haldið fram að ekki gangi
samlífið alltaf upp hjá fúglunum og þá
Heima er bezt 499