Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 21
í byggðum máva getur orðið hörgull
á karlfuglum, hugsanlega af því að
skordýraeitur (DDT) breytir kvenfóstrum
í eggjum í karlfóstur, og kvenfuglar sem
taka upp lesbíska sambúð eiga það til að
verpa, eftir mökun annarrar eða beggja
við greiðvikinn húsbónda úr einhverju
nágrannahreiðrinu, og hjálpast svo að
við eldi unganna.
Meðal fugla þekkist líka eins konar
vændi. Kerlur purpurabríans, kólibrífugls
í Vestur-Indíum, „selja sig“ körlum utan
mökunartímans og fá að launum aðgang
að hunangssafa í blómum á óðali sem
karlarnir annars einoka fyrir sig.
Fjölkvæni
Hjá afrískum strútum, stærstu fuglum
heims, eru kvenfuglar jafnan fleiri en
karlarnir. I tilhugalífinu berjast karlarnir
um kvenfuglana, og einn karl getur náð
til sín allt að fimm kerlum, sem verpa
saman í hreiður 15 til 50 eggjum. Þær
skiptast svo á að liggja á hreiðrinu á
daginn en faðirinn sér um næturvaktina.
Eftir um 40 daga skríða ungarnir úr
eggi og mánaðargamlir hlaupa þeir
með hjörðinni.
En flestir fjölkvæniskarlar meðal fugla
láta kvenfuglunum eftir hreiðurgerð og
alla umönnum unganna. Þetta á til dæmis
við um ýmsa hænsnfugla, svo sem orra
og þiður í Evrópu og ýmsa ameríska
hænsnfugla. Þá eru hanar yfirleitt stærri
og skartlegri en hænurnar. Þeir safnast
margir saman í tilhugalífi á ákveðnum
svæðum og auglýsa sig með ýmsum
tilburðum, mismunandi eftir tegundum.
Hænurnar laðast að þessum sýningum og
koma hver af annarri og kjósa sér maka.
Smekkur þeirra er áþekkur, þannig að
einn eða örfáir hanar leggja grunninn
að næstu kynslóð. Ungir hanar halda
sig yfirleitt til hlés, en þeirra tími kann
að koma þegar hinir eldri hrörna eða
drepast.
Af öðrum fjölkvænisfuglum meðal
hænsnfugla má nefna fasana og páfugla.
Alihænsn lifa í Ijölkvæni, en óvíst er um
ljölskyldulíf villtra forfeðra þeirra á Ind-
landi, bankívahænsnin, enda lifa þessir
fuglar í lítt aðgengilegum frumskógum.
Rjúpan er ylirleitt einkvænisfugl, en ef
svo ber til að fátt verði um karra, sinna
einhverjir þeirra þörf kvenfugla, sem
annars yrðu að þola einlífí.
Fjölveri
Andstæða ljölkvænis, ljölveri, þar sem
ein kerla eðlar sig með mörgum körlum,
þekkist meðal ýmissa fugla, en er þó
fágætara en fjölkvænið.
Jókar eru vaðfuglar með feiknalangar
tær og á þeim heillangar klær. Þeir lifa
í tjörnum og fenjum þar sem þeir stika
um á sefi og öðrum vatnagróðri. Kven-
fuglarnir eru stærri en karlamir. Þeir
liggja einir á 3-6 eggjum og ýmist annast
þeir ungana líka einir eða foreldrarnir
hjálpast að. Fjölveri er algengt meðal
jóka.
Hjá þyrnijóka, sem lifir í Vestur-
Indíum og Mið-Ameríku, helgar kerlan
sér óðal. Innan þess úthlutar hún allt að
(jórum mun minni körlum hreiðurstæði
og verpur í hvert hreiður íjórum eggjum
en lætur feðurna um að liggja á þeim.
Ungarnir eru bráðþroska og sjást
brátt stika með fullorðnum fuglum í
ætisleit.
Fasanjóki er varpfugl í sunnanverðri
Asíu. Kerlumar eru stórar og öflugar og
berjast um karlana á varptíma. Þegar
kerla hefur náð hylli karls verpur hún
fjórum eggjum í hreiður sem flýtur á
vatninu og fer svo sína leið í leit að
nýjum karli og lætur hinum eftir að
annast egg og unga. En þær eru iðnar
við varpið og að sama skapi vergjarnar,
svo hver karl kemur upp allt að þremur
ungahópum á einum varptíma.
Bakkatíta, vaðfugl sem verpur í
Norður-Evrópu, þó ekki á Islandi, og
er í ætt við sendling og lóuþræl, stundar
sérkennilegt form af íjölveri, eða öllu
heldur tvíveri. Kerlan leitar uppi tvo
karla, sinn á hvom óðalinu, makast
við þá og verpur eggjunum í hreiður
beggja. Faðirinn á fyrra óðalinu tekur
að sér annað hreiðrið, móðirin hitt, og
þau sjá svo hvort um egg og unga í
sínu hreiðri.
Hjá nandúum, stórum strútfuglum í
Suður-Ameríku, tíðkast blanda af fjölveri
og Ijölkvæni. Þar eðla allmargar kerlur
sig með sama karlinum og verpa svo
allar í eitt hreiður, samtals allt að 50
eggjum. Faðirinn annast svo einn egg
og unga en kerlumar fara sína leið og
taka stundum saman við aðra karla.
Margir hafa fært í letur forvitnilegar
frásagnir af fjölskyldulífí fugla, og efni
í þennan stutta og ófullkomna pistil er
víða fengið. Til frekari fróðleiks má til
dæmis benda á The Life of Birds, eftir
Joel Carl Welty og Luis Baptista, 4. útg.,
Saunders, New York 1988. Myndirnareru
flestar sóttar í rit Davids Attenborough,
Lífshættir fugla. (Skjaldborg 1999).
Heima er bezt 501