Heima er bezt - 01.11.2008, Qupperneq 23
Einhvers staðar út á landi bjó maður sem þótti snillingur
í faginu. Eitt sinn fær karlinn af því spurnir að
sýslumaðurinn og löggan á staðnum séu á leiðinni til
þess að ná í sönnunargögn gegn honum, leggja starfsemina
niður og handtaka hann. Hann brást við skjótt, tók bruggið
og það sem hann átti eimað og hellti því í sjóinn. Síðan gróf
hann stóra holu, setti eimingargræjumar í hana og mokaði
svo mikið yfír að ekki sást í tækin. Tók hann svo gamlan og
þreyttan hund, sem hann átti, skaut hann og setti ofan á allt
í holunni og mokaði yfír.
Hann var nýlega búinn að þessu þegar sýslumaður og löggan
komu og það fýrsta sem þeir sáu var jarðraskið. Og var nú
tekið til við að moka. Þeir komu niður á hræið af hundinum
og hættu þar með frekari greftri.
Ekki fannst neitt í þessari ferð en sagt er að þá hafi sá gamli
tautað fyrir munni sér: „Og allir sögðu að Tryggur væri með
öllu gagnslaus“ (en hundurinn hét Tryggur).
Hinn mikli mannvinur og hugsjónamaður Júlíus Havsteen var
sýslumaður á Húsavík. Jónas Sveinsson tengdasonur Júlíusar
segir í bók sinni „Lífið er dásamlegt“, tvær sögur af Júlíusi:
„Einn haustmorgun fyrir birtingu kom Júlíus sýslumaður
að þar sem vömbílstjórar vom að hlaða vagna sína, í þann
veginn að leggja af stað upp í sveit, gekk til þeirra og mælti
svo hátt að allir heyrðu:
„Mikil vandræði hvað þið em snemma á ferli, piltar. Hann
Bjöm Blöndal (löggæslumaður, sem aðallega rannsakaði bmgg.
Ath.s. mín) kemur hingað í dag og hefði líklega þurft að fá
flutning fram í Reykjadal.“
Það eru til tvœr tegundir af lögbrotum sem
ég hef flœkst í, illu heilli. Önnur olli mér
magakvillum og hin kvíða ogfjárútlátum.
Þessi lögbrot eru brugg- og áfengissmygl.
Þær fáu tilraunir mínar til að brugga runnu
allar út í sandinn því bruggarinn gat aldrei
beðið eftir að sullið gerjaðist almennilega,
svo að þessar tilraunir ullu bara magakveisu
ef eitthvað var.
Hitt lögbrotið endaði í flest skiptin með
stórum fjárhagshalla á aðgerðunum.
Ekki œtla ég mér að fara að hæla mér af
þessum ósiðum, heldur er meiningin að rifja
upp nokkrar skemmtilegar (að mínu mati)
sögur sem tengjast þessum lögbrotum. Við
skulum byrja á brugginu.
Heima er bezt 503