Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.11.2008, Blaðsíða 25
Hinrik Ivarsson, Merkinesi: í Suður- Nauthólum r júní, 1950, leitaði ég grenja í heiðarlandi Hafnahrepps eins og ég hafði gert nokkur undanfarandi vor, en ekkert greni fundið, sem búið væri í. Þekkti ég þá 11 greni, sem ég ýmist hafói fundið sjálfur eða eftir lýsingu Þorsteins Arnasonar í Kirkjuvogi, sem lá mikið á grenjum á tímabili, en var nú tekinn fast að eldast. Hann hafði verið talinn mjög laginn að vinna greni, þolinmóður og brögðóttur, en hvort tveggja er nauðsynlegt hverri refaskyttu. Ég var ekki einu sinni svo heppinn að hafa átt þess kost að liggja á greni með vönum manni, er ég lagði í fyrstu grenjalegu mína af illri nauðsyn og oft hef ég brosað og sárgramist í senn, þegar mér verður hugsað til fyrstu áranna tveggja við það starf. Ég var svo kolblár að ég taldi það myndi vera á borð við að skjóta tortrygginn hund, en ég mátti endurskoða það mál alltilfínnanlega. Leist mér, að lærdómsríkt myndi vera að spyrja Þorstein spjörunum úr, enda stóð ekki á honum að leiðbeina mér á marga lund og segja mér sögur af viðureign hans við lágfótu og oft var tíminn fljótari að líða í samræðum við hann heldur en þegar maður liggur einn á greni í kalsa og bleytu, þá getur nóttin orðið langdregin og afburða leiðinleg þegar ekkert gerist. Þorsteinn hafði sagt mér af greni í Suður-Nauthólum, en aldrei hafði ég getað fundið það þó ég leitaði vandlega. Þá er það einn dag, að Ketill Olafsson á Kalmanstjöm hringir til mín, og segir mér að þá um kvöldið hafí hann verið að dytta að sandgræðslugirðingunni við Norður-Nauthóla. Sagðist hann hafa sest niður áður en hann héldi heim. Sér hann þá mórauðan ref koma meðfram girðingunni og fer hann svo nærri Katli, að honum virtist reynandi að kasta í hann hamrinum, sem hann hélt á. Sagðist Katli þá hafa Heima er bezt 505

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.