Heima er bezt - 01.11.2008, Síða 29
Þessi bær á Sauðhúsvelli er ekki verr
farinn né meira úr lagi færður að grunnfleti
en svo, að auðvelt er að gera sér grein
fyrir bæjargerðinni allri og húsaskipan
meðan hér var enn búið, enda kunna
menn enn glögglega að segja frá því.
Eg hef unnið að undirbúningi endur-
gerðar gamla bæjarins á Sauðhúsveili.
Hugmyndin kviknaði eiginlega í beinu
framhaldi af endurbyggingu Kofans og
umgerðinni þar í kring [Sjá Myndbrot í
Heima er bezt, 7.-8. hefti 2007].
Málum er nú svo komið að Þórður
Tómasson, safnvörður í Skógum,
hefur mælt bæinn upp ásamt Rúnari
Sigmarssyni og komist að þeirri
athygliverðu niðurstöðu að bæjarlínan
sé einhver sú lengsta, heillegasta og
umfangsmesta á Suðurlandi á kafl-
anum frá Núpsstað að Keldum á Rang-
árvöllum. Sé litið til hleðslugerðar og
húsaniðurröðunar og innra skipulags
þykja byggingamar athygli- og rann-
sóknarverðar. Byggingamar samanstanda
af 3 hesthúsum með útiheygarði baka-
til, stórri heyhlöðu, baðstofu, eldhúsi,
lambhúsi, fjósi, eldsmiðju og taðstáli.
Umgjörð bæjarins var umlukt grjót-
garði, eins og gamlar myndir sýna.
Þá vekur vatnsbrunnurinn athygli fyrir
dýpt sína og hleðslugerð, en hann mun
vera hlaðinn af Sigurði Guðjónssyni
bónda og Einari Jónssyni árið 1938. Dýpt
brunnsins er 7 metrar. Hófu þeirhleðslu
bmnnveggjanna efst og hlóðu niður að
sér. Það var verkfræði síns tíma.
Um byggingarár bæjarins sjálfs er
algjör óvissa og þarf því nánari rann-
sóknar við.“
Úttekt á gömlu
bæjarhúsunum
Svo sem fyrr greinir, þá skoðaði Þórður
Tómasson, safnvörður byggðasafnsins
í Skógum, gömlu bæjarhúsin á Sauð-
húsvelli, í september árið 2007, að
tilmælum Húsafriðunarnefndar. Ritaði
hann að því loknu, m.a. eftirfarandi
lýsingu á gerð og fyrirkomulagi hús-
anna:
„Bærinn á Sauðhúsvelli stóð á gróinni
skriðubungu í samfelldu húsaþorpi til
1938, en þá var byggt steinsteypt íbúðar-
hús, ásamt fjósi og hlöðu rétt suðvestur
frá gamla bæjarstæðinu. Bæjarröndin
stóð meðfram steinlagðri stétt. Kálgarður
varinn grjótgarði var framan bæjarhúsa og
húsagarður með heygarði bak bæjarhúsa,
einnig varinn grjótgarði. Bakhús vom
þrjú, eldhús, taðstál og lítið hesthús.
Vörslugarðar kálgarðs em horfhir og
vörslugarður að húsabaki er horfínn að
hluta. Niðurgrafíð heystæði sem snýr
upp og fram austast í húsagarði er vel
skýrt.
Vatnsbmnnur er miðsvæðis við
bæjarstétt. Hann var hlaðinn af Sigurði
Guðjónssyni bónda á Sauðhúsvelli og
Einari Jónssyni mági hans um 1935.
Áður var neysluvatn heimilis sótt niður
í svonefndar Vöslur niður frá bæ og
kýr vom reknar þangað í vatn daglega
á vetrum þegar fært var vegna veðurs.
Brunnurinn var hlaðinn að gamalli venju
með þeim hætti að byrjað var að hlaða
ofan frá og svo hvert hleðslulagið af
öðra niður. Grafið var úr jarðvegi fyrir
hverjum steini neðan við samkomu steina
í efra hleðslulagi og jarðvegur tekinn
upp í skjólu eða íláti er neðar færðist
í brunnstæðið. Brunnurinn er hlaðinn
úr blágrýti, kringlóttur, um 1,50 m. í
þvermál og er 6,60 m. á dýpt. Hann
heldur sér mjög vel.
Fyrstu heimild um bmnnagröft með þessu
lagi hafði ég fráEinari Sveinbjamarsyni
bónda á Ysta-Skála undir Eyjafjöllum,
en honum sagði Auðunn Jónsson bóndi
á Ysta-Skála, f. 1892.
Baðstofan í gamla bænum á Sauð-
húsvelli var ofan tekin um og eftir 1938.
Panell úr henni var að hluta til notaður
í klæðningu innan í nýja íbúðarhúsið.
Bæjardyr með stofu og búri vom ofan
teknar um líkt leyti og nýtt hús hlaðið í
gamla hússtæðinu, lægra að veggjum,
án loftbita, þak klætt með járni og torfi.
Hér var síðar um mörg ár fjárhús.
1 baðstofustæðinu vestan heyhlöðu var
byggður járnklæddur skúr til geymslu
á reiðfygjum og fleira.
Gömlu húsin
í gamla bæjarstæðinu standa nú sjö hús og
halda til mestra rnuna fomum einkennum.
Grjóthlaðin að öllum veggjum (blágrýti),
að nokkru undir rafti, hellu og torfi.
Vestast húsa í bæjarrönd er smiðja,
2,70 x 1,80 m. að innanmáli. Veggi
þarf að endurhlaða niður að miðju.
Smiðjan er undir þéttunr rafti, hellu og
torfi. Jámklætt standþil að framanverðu.
Steðji og steðjafótur (tré) enn á sínum
stað. Afl horfínn, handsnúin jámsmiðja
kom í stað hans og smiðjubelgs hin síðari
ár. Þrjár góðar smiðjutangir em á hillu
yfir steðja.
Austan við smiðju er fjós. Þetta er
einstæðufjós (einhölufjós), fyrir fímm
kýr og er með hlöðubás fyrir kálfínn í
fjósgaflinn við austurvegg. Innanmál er
5,10 x 2,70 m. og innanmál hlöðubáss er
1,30 x 1,10 m. Gönguþrep er við austur-
vegg meðfram flór. Veggir hafa gengið
nokkuð út niður að miðju. Uppgersla
er mæniás sem hvílir á stoðum, raftur,
jámklæðning og torf. Að dymm eru
hlaðnir kampar og bjórþil með litlum
glugga er yfir dymm.
Austan við fjósið er sem fyrr
greinir Ijárhús (lambhús) í gamla
bæjardyrastæðinu. Hér er eitthvað af
hinum fomu hleðslum og í gaflaði má
greina að hlaðið hefur verið upp í göng
norður í hlóðaeldhús. Húsið er 5,20 x 3
m að innanmáli. 1 þaki er mæniás, raftur,
jámklæðning og torf.
Húsasamstæðan austan við bæjar-
dyrastæðið er hinn jámklæddi skúr og
mikil heyhlaða undir sperrum og jámþaki
og skilja timburstoðir hér milli bygginga.
Steypt súrheysgryfja er að vestanverðu
inni í hlöðunni. Hlaðan var byggð árið
1920 af Jóni Jónssyni mállausa, bónda
á Sauðhúsvelli, afreksmanni til burða
og verka. Austurveggur er grjóthlaðinn,
svo og gafl og halda hleðslur sér allvel.
Á austurvegg em dyr austur í hesthús.
Hlaðan er 10 x 6,50 m að innanmáli.
Hún er mjög gott dæmi um heyhlöður
á fyrri hluta 20. aldar.
Austan við hlöðu er langhús, tvídyrað á
suðurhlið. Þetta er hesthús með milligerð
um miðju og miklum tréstalli með
norðurhlið. Stærð 6,5 x 3,30 m. Mæniásar
(langbönd) raftur og helluþekja að nokkm.
Þak fallið til mestra muna. Endurhlaða
þarf veggi niður að miðju. Hesthúskofi
fyrir tvö hross er hér austastur húsa og
Heima er bezt 509